„Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 11:51 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki hægt að lesa neinn vinstri sigur úr niðurstöðum kosninganna. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er hvergi nærri af baki og lýsir því yfir að það séu ýmis stjórnarmynstur inni í myndinni. Hann lítur ekki á niðurstöður kosninganna sem einhvern sigur vinstrisins. Fjölmargir hafa lýst því yfir að við blasi að „Valkyrkjustjórnin“ svokölluð, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, hljóti að vera fyrsti kostur í stöðunni. Bjarni sat fyrir svörum á Sprengisandi ásamt þeim Bergþóri Ólasyni Miðflokki og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins og hann var ekki á því. Bjarni bar sig vel. „Flokkurinn er áfram klettur í íslenskum stjórnmálum,“ sagði Bjarni og var til þess að gera brattur. „Samfylkingin er að koma úr mikilli eyðimerkurgöngu og fór með himinskautum. En hann gerði eiginlega ekkert annað alla kosningabaráttuna en að tapa fylgi. þetta er alls ekki þessi afgerandi sigur, þetta er minna en ég fékk í síðustu kosningum og þá töluðu menn um afhroð,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að ef Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar yrði sett við borðið með þeim félögum, kona sem hann eigi erfitt með að sjá fyrir sér sem vinstri mann þó hún hafi verið að færast í átt til einhvers konar miðju jafnaðarmennsku uppá síðkastið, þá værum við með ríflegan meirihluta. „Og það er ekki vinstri niðurstaða.“ Sigurður Ingi sagði að ekki væri alltaf einfalt mál að rýna í niðurstöður lýðræðislegra kosninga og fá út einhvern einn vilja. alltaf sé flókið að setja saman ríkisstjórn. En ríkisstjórninni var hafnað? „Já, við skulum nú átta okkur á því að ég var sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn þannig að við skulum nú ekki einu sinni ræða þetta,“ sagði Bjarni og hló. Alþingiskosningar 2024 Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Fjölmargir hafa lýst því yfir að við blasi að „Valkyrkjustjórnin“ svokölluð, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, hljóti að vera fyrsti kostur í stöðunni. Bjarni sat fyrir svörum á Sprengisandi ásamt þeim Bergþóri Ólasyni Miðflokki og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins og hann var ekki á því. Bjarni bar sig vel. „Flokkurinn er áfram klettur í íslenskum stjórnmálum,“ sagði Bjarni og var til þess að gera brattur. „Samfylkingin er að koma úr mikilli eyðimerkurgöngu og fór með himinskautum. En hann gerði eiginlega ekkert annað alla kosningabaráttuna en að tapa fylgi. þetta er alls ekki þessi afgerandi sigur, þetta er minna en ég fékk í síðustu kosningum og þá töluðu menn um afhroð,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að ef Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar yrði sett við borðið með þeim félögum, kona sem hann eigi erfitt með að sjá fyrir sér sem vinstri mann þó hún hafi verið að færast í átt til einhvers konar miðju jafnaðarmennsku uppá síðkastið, þá værum við með ríflegan meirihluta. „Og það er ekki vinstri niðurstaða.“ Sigurður Ingi sagði að ekki væri alltaf einfalt mál að rýna í niðurstöður lýðræðislegra kosninga og fá út einhvern einn vilja. alltaf sé flókið að setja saman ríkisstjórn. En ríkisstjórninni var hafnað? „Já, við skulum nú átta okkur á því að ég var sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn þannig að við skulum nú ekki einu sinni ræða þetta,“ sagði Bjarni og hló.
Alþingiskosningar 2024 Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira