Halla forseti hittir alla formennina á morgun Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 14:56 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra þegar sá síðarnefndi óskaði eftir þingrofsbeiðni. vísir/vilhelm Halla Tómasdóttir forseti Íslands segist ætla að hitta alla formenn flokkanna á morgun, það er þeirra sem náðu inn á þing, með það fyrir augum að taka afstöðu til stjórnarmyndunarumboðs. Þetta kemur fram í fullveldisdagsávarpi Höllu sem hún birti á Facebook-síðu Forseta Íslands. „Við skulum gefa því ferli þann tíma og svigrúm sem nauðsyn krefur,“ segir Halla. Hún segir auk þess kosningar aðferð frjálsra og fullvalda lýðræðisþjóða til að ráða ráðum sínum. „Kjósendur hafa nú falið kjörnum fulltrúum umboð til að setjast á þing og vinna að hagsmunum þjóðarinnar allrar næstu fjögur árin og til framtíðar. Því fylgir bæði ábyrgð og gleði og óska ég öllum þeim til hamingju sem hlotið hafa kosningu, um leið og ég þakka þeim sem nú hverfa á braut úr þingstörfum.“ Forsetinn boðar formenn flokkanna á sinn fund á morgun.vísir/vilhelm Halla segir að næst sé að komast að samkomulagi um myndun ríkisstjórnarinnar. „Og hyggst ég á morgun funda með formönnum allra flokka sem sæti eiga á þingi með það fyrir augum að taka afstöðu til veitingar stjórnarmyndunarumboðs,“ eins og forsetinn orðar það. Halla segir óvenjulegt að fullveldisdagurinn fylgi beint í kjölfar almennra kosninga og er þetta aðeins í annað sinn á lýðveldistímanum sem kosið er um hávetur. „Hefðin hefur verið sú á Íslandi að kjördagur sé að vori og við vorum rækilega minnt á eina af ástæðum þess í landshlutum þar sem vetrarhríð geisaði á kjördag. En íslenska seiglan lætur ekki að sér hæða og kjörsókn var góð, þrátt fyrir allt.“ Forsetinn þakkar öllum þeim sem lögðu mikið á sig til þess að tryggja að kjósendur kæmust á kjörstað og atkvæðin í talningu. Fréttastofa hefur í dag óskað eftir viðbrögðum forseta við kosningum en því hefur ekki verið sinnt. Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Alþingi Halla Tómasdóttir Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þetta kemur fram í fullveldisdagsávarpi Höllu sem hún birti á Facebook-síðu Forseta Íslands. „Við skulum gefa því ferli þann tíma og svigrúm sem nauðsyn krefur,“ segir Halla. Hún segir auk þess kosningar aðferð frjálsra og fullvalda lýðræðisþjóða til að ráða ráðum sínum. „Kjósendur hafa nú falið kjörnum fulltrúum umboð til að setjast á þing og vinna að hagsmunum þjóðarinnar allrar næstu fjögur árin og til framtíðar. Því fylgir bæði ábyrgð og gleði og óska ég öllum þeim til hamingju sem hlotið hafa kosningu, um leið og ég þakka þeim sem nú hverfa á braut úr þingstörfum.“ Forsetinn boðar formenn flokkanna á sinn fund á morgun.vísir/vilhelm Halla segir að næst sé að komast að samkomulagi um myndun ríkisstjórnarinnar. „Og hyggst ég á morgun funda með formönnum allra flokka sem sæti eiga á þingi með það fyrir augum að taka afstöðu til veitingar stjórnarmyndunarumboðs,“ eins og forsetinn orðar það. Halla segir óvenjulegt að fullveldisdagurinn fylgi beint í kjölfar almennra kosninga og er þetta aðeins í annað sinn á lýðveldistímanum sem kosið er um hávetur. „Hefðin hefur verið sú á Íslandi að kjördagur sé að vori og við vorum rækilega minnt á eina af ástæðum þess í landshlutum þar sem vetrarhríð geisaði á kjördag. En íslenska seiglan lætur ekki að sér hæða og kjörsókn var góð, þrátt fyrir allt.“ Forsetinn þakkar öllum þeim sem lögðu mikið á sig til þess að tryggja að kjósendur kæmust á kjörstað og atkvæðin í talningu. Fréttastofa hefur í dag óskað eftir viðbrögðum forseta við kosningum en því hefur ekki verið sinnt.
Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Alþingi Halla Tómasdóttir Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira