McTominay tryggði Napoli þá 1-0 útisigur á Torino sem skilar liðinu fjögurra stiga forskoti á toppnum.
Eina markið kom á 31. mínútu leiksins en það skoraði McTominay eftir undirbúning Georgíumannsins Khvicha Kvaratskhelia.
Markið skoraði Skotinn með lágu vinstri fótar skoti utarlega úr teignum. Hann er fyrir löngu orðinn mikið uppáhald hjá blóðheitum stuðningsmönnum Napoli.
Þetta var þriðja mark McTominay í deildinni á tímabilinu en Kvaratskhelia er kominn með fimm mörk og þrjár stoðsendingar.