Kristrún Frostadóttir mætti fyrst á svæðið enda með stærsta þingflokkinn á nýju þingi. Hinir hafa svo verið að mæta í kjölfarið, í takt við stærð þingflokkanna.
Einnig spáum við í spilin með stjórnmálafræðiprófessor um líklegustu stjórnarmyndunina.
Að auki heyrum við í foreldrum sem fagna því að verföllum hafi nú verið frestað í skólunum. Leiksskólar sem verið hafa í verkfalli opnuðu að nýju í morgun.
Í sportpakkanum er það sögulegur sigur íslenska kvennalandsliðsins gegn Úkraínu á HM sem verður í forgrunni.