„Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Aron Guðmundsson skrifar 3. desember 2024 08:31 Maté Dalmay er ekki lengur þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta Komið er að leiðarlokum í samstarfi Hauka og þjálfarans Maté Dalmay. Greint var frá starfslokum hans í gær. Haukar eru á botni Bónus deildarinnar og segir Maté að álit manna hafi verið að fullreynt hafi verið með samstarfið. Haukar hafa tapað öllum leikjum á yfirstandandi tímabili en ákveðið var fyrir tímabilið að keyra liðið áfram á ungum og efnilegum leikmönnum í bland við erlenda atvinnumenn. Maté hefur haldið utan um stjórnartauma hjá liðinu síðan árið 2021 og í yfirlýsingu körfuknattleiksdeildar Hauka í gær sagði að samkomulag hefði náðst um starfslok hans. Það var hins vegar ekki að frumkvæði Maté sem var ekki á því að gefast upp. „Mönnum fannst þetta bara fullreynt hjá mér,“ segir Maté í samtali við íþróttadeild. „Við erum náttúrulega 0-8. Þá þarf þjálfarinn stundum að stíga frá og maður skilur það alveg.“ „Ég er bara þannig að ég hef alltaf trú á sjálfum mér þó svo að við höfum verið að tapa. Ég hefði nú viljað undirbúa næsta leik, vinna hann og sagði það svo sem við stjórnina fyrir viku síðan að ef þeir vildu nýjan þjálfara þá þyrftu þeir að sparka mér héðan því ég gefst ekki upp sjálfur. Á sama tíma erum við með átta töp, núll sigra og þá gekk ekki vel hjá okkur í fyrra. Alveg eins og ég hef rekið einhverja tíu til tólf leikmenn á síðustu sex árum þá er þetta bara hluti af þessum heimi.“ „Náðum ekki að byggja upp trú eftir þann leik“ Ekki hafi tekist að byggja upp trú á verkefninu eins og hann hefði viljað eftir afar súrt tap gegn Álftanesi í sjöttu umferð og segist Maté svekktur að hafa ekki valið betur í sumar hvað erlenda leikmenn varðar er hann setti liðið saman. „Það komu tveir leikir sem voru 50/50, á móti Þór Þorlákshöfn og Álftanesi og mér leið svakalega illa eftir að við töpuðum fyrir Álftanesi því mér leið eins og að það hafi verið tækifærið til að stóru póstarnir í liðinu fengju trú á því að gætum unnið saman. Þjálfarinn og leikmenn. Ég held að við höfum ekki náð að byggja upp trú eftir þann leik. Kannski getur nýr þjálfari það. Ég er svekktur að hafa ekki valið betur í sumar þegar að ég setti saman liðið mitt. Ég hefði þurft að negla alveg svakalega á erlendu leikmenn liðsins. Það tókst ekki. Við hefðum þurft betri leikmenn, meiri leiðtoga í þennan unga kjarna sem er í Haukum af íslenskum leikmönnum. Ég á eftir að fara í gegnum ferlið, hvað maður lærir af þessu. Ég held að vandamálið hafi ekki verið hvers konar motion kerfi við hlupum í sókn. Samsetningin virkaði ekki. Ég setti þetta saman. Það er mér að kenna.“ Finnst þér þessir erlendu leikmenn að einhverju leiti hafa brugðist þér og félaginu? „Ég ætla ekki að mæta hingað og henda þeim fyrir rútuna. Það eru aðrir búnir að ræða það í sjónvarpsþáttum og hlaðvörpum. Ég þarf því ekkert líka að gagnrýna þá ofan á allt og alla.“ Úr rústum Covid í efstu deild En ertu klár í að hoppa strax aftur út í þjálfun? „Ég veit það ekki. Ég er núna búinn að þjálfa níu ár í röð í efstu tveimur deildunum. Tók við Haukum í 1.deild og það voru tveir leikmenn í liðinu. Emil Barja og bróðir hans. Svo einhverjir undir átján ára strákar. Þetta hefur verið ágætis uppbygging þó svo að við séum á vondum stað núna í efstu deild. Tveir leikmenn þegar að ég tók við liðinu í fyrstu deild í kjölfarið á Covid rústum víða. Við áttum gott ár í fyrstu deild, eitt gott ár í efstu deild og því miður erum við núna búnir að eiga vont eitt og hálft ár núna. Þannig hugurinn er kannski í því núna að slaka aðeins á.“ „Ég hef lært gríðarlega mikið og auðvitað er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að koma inn í stóran klúbb í íslenskum körfubolta. Ég var að keyra í fjögur ár til Hveragerðis, og er líka þakklátur fyrir það því ég á engan landsliðsferil sem leikmaður, enga vini sem að hreyfa nálina í þessum bransa þannig lagað séð. Maður er þakklátur fyrir að hafa fengið að þjálfa Hauka. Svona er þetta bara í íþróttum. Það eru miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir.“ Sjá má viðtalið við Mate í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Haukar Körfubolti Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Haukar hafa tapað öllum leikjum á yfirstandandi tímabili en ákveðið var fyrir tímabilið að keyra liðið áfram á ungum og efnilegum leikmönnum í bland við erlenda atvinnumenn. Maté hefur haldið utan um stjórnartauma hjá liðinu síðan árið 2021 og í yfirlýsingu körfuknattleiksdeildar Hauka í gær sagði að samkomulag hefði náðst um starfslok hans. Það var hins vegar ekki að frumkvæði Maté sem var ekki á því að gefast upp. „Mönnum fannst þetta bara fullreynt hjá mér,“ segir Maté í samtali við íþróttadeild. „Við erum náttúrulega 0-8. Þá þarf þjálfarinn stundum að stíga frá og maður skilur það alveg.“ „Ég er bara þannig að ég hef alltaf trú á sjálfum mér þó svo að við höfum verið að tapa. Ég hefði nú viljað undirbúa næsta leik, vinna hann og sagði það svo sem við stjórnina fyrir viku síðan að ef þeir vildu nýjan þjálfara þá þyrftu þeir að sparka mér héðan því ég gefst ekki upp sjálfur. Á sama tíma erum við með átta töp, núll sigra og þá gekk ekki vel hjá okkur í fyrra. Alveg eins og ég hef rekið einhverja tíu til tólf leikmenn á síðustu sex árum þá er þetta bara hluti af þessum heimi.“ „Náðum ekki að byggja upp trú eftir þann leik“ Ekki hafi tekist að byggja upp trú á verkefninu eins og hann hefði viljað eftir afar súrt tap gegn Álftanesi í sjöttu umferð og segist Maté svekktur að hafa ekki valið betur í sumar hvað erlenda leikmenn varðar er hann setti liðið saman. „Það komu tveir leikir sem voru 50/50, á móti Þór Þorlákshöfn og Álftanesi og mér leið svakalega illa eftir að við töpuðum fyrir Álftanesi því mér leið eins og að það hafi verið tækifærið til að stóru póstarnir í liðinu fengju trú á því að gætum unnið saman. Þjálfarinn og leikmenn. Ég held að við höfum ekki náð að byggja upp trú eftir þann leik. Kannski getur nýr þjálfari það. Ég er svekktur að hafa ekki valið betur í sumar þegar að ég setti saman liðið mitt. Ég hefði þurft að negla alveg svakalega á erlendu leikmenn liðsins. Það tókst ekki. Við hefðum þurft betri leikmenn, meiri leiðtoga í þennan unga kjarna sem er í Haukum af íslenskum leikmönnum. Ég á eftir að fara í gegnum ferlið, hvað maður lærir af þessu. Ég held að vandamálið hafi ekki verið hvers konar motion kerfi við hlupum í sókn. Samsetningin virkaði ekki. Ég setti þetta saman. Það er mér að kenna.“ Finnst þér þessir erlendu leikmenn að einhverju leiti hafa brugðist þér og félaginu? „Ég ætla ekki að mæta hingað og henda þeim fyrir rútuna. Það eru aðrir búnir að ræða það í sjónvarpsþáttum og hlaðvörpum. Ég þarf því ekkert líka að gagnrýna þá ofan á allt og alla.“ Úr rústum Covid í efstu deild En ertu klár í að hoppa strax aftur út í þjálfun? „Ég veit það ekki. Ég er núna búinn að þjálfa níu ár í röð í efstu tveimur deildunum. Tók við Haukum í 1.deild og það voru tveir leikmenn í liðinu. Emil Barja og bróðir hans. Svo einhverjir undir átján ára strákar. Þetta hefur verið ágætis uppbygging þó svo að við séum á vondum stað núna í efstu deild. Tveir leikmenn þegar að ég tók við liðinu í fyrstu deild í kjölfarið á Covid rústum víða. Við áttum gott ár í fyrstu deild, eitt gott ár í efstu deild og því miður erum við núna búnir að eiga vont eitt og hálft ár núna. Þannig hugurinn er kannski í því núna að slaka aðeins á.“ „Ég hef lært gríðarlega mikið og auðvitað er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að koma inn í stóran klúbb í íslenskum körfubolta. Ég var að keyra í fjögur ár til Hveragerðis, og er líka þakklátur fyrir það því ég á engan landsliðsferil sem leikmaður, enga vini sem að hreyfa nálina í þessum bransa þannig lagað séð. Maður er þakklátur fyrir að hafa fengið að þjálfa Hauka. Svona er þetta bara í íþróttum. Það eru miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir.“ Sjá má viðtalið við Mate í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Haukar Körfubolti Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira