Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2024 18:54 Ingibjörg Sigurðardóttir var á sínum stað í vörn íslenska liðsins, eins og gegn Bandaríkjunum á dögunum. Hún gerði hins vegar slæm mistök í kvöld, þegar Danir komust í 2-0. Getty/Michael Wade Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði gegn sterku liði Danmerkur í seinni vináttulandsleik sínum á Pinatar Arena á Spáni, 2-0 í kvöld. Segja má að Signe Bruun, markaskorari úr Real Madrid, hafi gert gæfumuninn fyrir Dani í kvöld en hún skoraði bæði mörk liðsins og var nálægt þrennunni þegar hún skoraði rangstöðumark. Íslenska liðið fer frá Spáni án þess að hafa skorað mark, gegn tveimur afar sterkum mótherjum, en liðið var þó betri aðilinn í leiknum við Kanada á föstudaginn. Ísland vann Danmörku 1-0 í Þjóðadeildinni fyrir ári síðan, í fyrsta landsleik Fanneyjar Ingu Birkisdóttur. Hún fékk hins vegar á sig mark eftir korters leik í kvöld, þegar Danir skoruðu í kjölfar hornspyrnu. Signe Bruun, framherji Real Madrid, náði þá að skalla fallega aftur fyrir sig og í markið. Alexandra Jóhannsdóttir var nálægt því að jafna metin á 35. mínútu, einnig eftir hornspyrnu. Ingibjörg náði skalla í varnarmann og boltinn féll til Alexöndru en skot hennar úr góðu færi var varið. Afglöp Ingibjargar Þess í stað komst Danmörk í 2-0 fimm mínútum fyrir hálfleik, eftir skelfileg mistök Ingibjargar Sigurðardóttur. Engin hætta var á ferð þegar Ingibjörg ætlaði að senda boltann aftur á Fanney Ingu í markinu, en sendingin var laflaus og Bruun skoraði auðveldlega sitt annað mark með laglegri vippu. Signe Bruun var íslenska liðinu erfið í kvöld.Getty/Aitor Alcalde Ísland fékk frábært færi til að minnka muninn snemma í seinni hálfleik, þegar Sveindís Jane Jónsdóttir kom boltanum inn í miðjan teiginn en Katla Tryggvadóttir, í sínum fyrsta byrjunarliðslandsleik, hitti boltann illa og skotið var of laust. Signe Bruune kom boltanum í markið í þriðja sinn þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir, með skoti af stuttu færi, en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og íslensku stelpurnar bíða núna eftir drættinum fyrir EM í Sviss næsta sumar, en dregið verður þann 16. desember. Fimm byrjuðu báða leikina Byrjunarlið Íslands í kvöld var mikið breytt frá 0-0 jafnteflinu við Kanada á föstudaginn, eins og Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hafði þá þegar gefið út. Fimm héldu þó sæti sínu í liðinu og þar af þrjár í vörninni, þær Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir, en einnig Selma Sól Magnúsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Lið Íslands í dag: Fanney Inga Birkisdóttir – Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir – Alexandra Jóhannsdóttir, Katla Tryggvadóttir, Selma Sól Magnúsdóttir – Diljá Ýr Zomers, Hlín Eiríksdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Getafe - Real Madrid | Mbappé mættur aftur AC Milan - Fiorentina | Albert mætir til Mílanó Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Sjá meira
Segja má að Signe Bruun, markaskorari úr Real Madrid, hafi gert gæfumuninn fyrir Dani í kvöld en hún skoraði bæði mörk liðsins og var nálægt þrennunni þegar hún skoraði rangstöðumark. Íslenska liðið fer frá Spáni án þess að hafa skorað mark, gegn tveimur afar sterkum mótherjum, en liðið var þó betri aðilinn í leiknum við Kanada á föstudaginn. Ísland vann Danmörku 1-0 í Þjóðadeildinni fyrir ári síðan, í fyrsta landsleik Fanneyjar Ingu Birkisdóttur. Hún fékk hins vegar á sig mark eftir korters leik í kvöld, þegar Danir skoruðu í kjölfar hornspyrnu. Signe Bruun, framherji Real Madrid, náði þá að skalla fallega aftur fyrir sig og í markið. Alexandra Jóhannsdóttir var nálægt því að jafna metin á 35. mínútu, einnig eftir hornspyrnu. Ingibjörg náði skalla í varnarmann og boltinn féll til Alexöndru en skot hennar úr góðu færi var varið. Afglöp Ingibjargar Þess í stað komst Danmörk í 2-0 fimm mínútum fyrir hálfleik, eftir skelfileg mistök Ingibjargar Sigurðardóttur. Engin hætta var á ferð þegar Ingibjörg ætlaði að senda boltann aftur á Fanney Ingu í markinu, en sendingin var laflaus og Bruun skoraði auðveldlega sitt annað mark með laglegri vippu. Signe Bruun var íslenska liðinu erfið í kvöld.Getty/Aitor Alcalde Ísland fékk frábært færi til að minnka muninn snemma í seinni hálfleik, þegar Sveindís Jane Jónsdóttir kom boltanum inn í miðjan teiginn en Katla Tryggvadóttir, í sínum fyrsta byrjunarliðslandsleik, hitti boltann illa og skotið var of laust. Signe Bruune kom boltanum í markið í þriðja sinn þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir, með skoti af stuttu færi, en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og íslensku stelpurnar bíða núna eftir drættinum fyrir EM í Sviss næsta sumar, en dregið verður þann 16. desember. Fimm byrjuðu báða leikina Byrjunarlið Íslands í kvöld var mikið breytt frá 0-0 jafnteflinu við Kanada á föstudaginn, eins og Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hafði þá þegar gefið út. Fimm héldu þó sæti sínu í liðinu og þar af þrjár í vörninni, þær Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir, en einnig Selma Sól Magnúsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Lið Íslands í dag: Fanney Inga Birkisdóttir – Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir – Alexandra Jóhannsdóttir, Katla Tryggvadóttir, Selma Sól Magnúsdóttir – Diljá Ýr Zomers, Hlín Eiríksdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Getafe - Real Madrid | Mbappé mættur aftur AC Milan - Fiorentina | Albert mætir til Mílanó Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti