Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar 4. desember 2024 07:47 Ég undirritaður milljóneri og fjárfestir hef vart verið mönnum sinnandi hina síðustu mánuði. Skoðanakannanir sýndu svart á hvítu að Sjálfstæðisfálkanum hafði verulega daprast flugið. Kannanir sýndu glögglega að hann stóð lengi vel í tíu til ellefu prósentum. En nú er landið aldeilis farið að rísa víðast hvar. Í Bandaríkjunum hafa kolsvartir (Hér er of djúpt í árina tekið, eigum ekki frekar að segja helbláir) hægrimenn verið á fleygiferð og nú blasir við að ríkisstjórn milljarðamæringa og fjárfesta fái öll völd í hendur undir forsæti hins heiðgula sjarmörs (sem er sko aldeilis ekkert yellow í fasi) D. Trumps. Hann hefur lofað því að lækka skatta á stórfyrirtækjum og milljónerum, loka landamærum fyrir óþjóðalýð, og setja toll á kinverskar vörur. Þetta hefur aldeilis fallið í kramið hjá Sjálfstæðisfálkanum okkar sem og okkar ástsæla ritstjóra Morgunblaðsins. Hér heima bendir nú allt til þess að við þessi tíu prósent sem eigum nánast allt hér á landi séum að ná vopnum okkar og stefnum nú yfir tuttugu prósent kjörfylgi og skjótumst þannig framúr henni Kristrúnu og hljótum aftur forsætis- og fjármálaráðuneytið a.m.k. Við viljum benda á að fátæklingum hefur alltaf liðið vel undir okkar stjórn eins og frú Áslaug ráðfrú komst að orði um daginn. En við megum náttúrulega ekki kalla stefnu okkar helbláa. Eigum við ekki heldur að nefna hana „Bleu Royale. þ.e. kóngabláa. Með sigri okkar verður því forðað að vinstri stjórn setjist hér að völdum í herrans nafni og fjörutíu og Mammons og við fáum haldið áfram því góða starfi sem við höfum sinnt áratugum saman. Við vorum lengi vel uggandi um það að þessi tíu prósent okkar dyggu og ómissandi húskarla og griðkvenna hefðu snúið við okkur baki en þau hafa séð að sér og fylkja sér á nýja leik undir gunnfána Fálkans. En hverjir skyldu nú vera líklegir til að ganga til liðs við okkar forystu. Skyldu það það vera klaustursknaparnir knáu (þeir sem veifa hrossinu á fána sínum). Þeir eru sannir íslendingar, eldri og yngri ungmennafélagar, þ.e. Íslandi allt, Útlandi ekkert og vilja líka lækka skatta á okkur milljónerana. Við munum allvega þreifa á þeim. Þá þykir einboðið að reyna við (máski óheppilega orðað) hina glæsilegu völvu Viðreisnar, frú Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem kann að hugsa í krónum en daðrar ógætilega við evrur en hún er fyrrverandi liðskona okkar sjálfstæðismanna. Það er náttúrulega umhugsunarefni hvernig kjósendur leggja flokka þá í rúst sem voga sér í samstarf við okkur en sosum ekkert skrítið því allt sem miður fer er þeim sjálfum að kenna. Svavarsdóttir lenti í þessu „hvalræði" við Gunnarsson og Loftsson og Sigurður Ingi, sem brýrnar byggir, brenndi auðvitað nokkrar að baki sér er hann gekk í eina sæng með okkur. Þá mun Fálkinn reyna að læsa klónum í frú Kristrúnu. En útá hvaða mið skal nú halda? Það er í rauninni einfalt. Við stefnum í nákvæmlega sömu átt og áður. Í fyrsta lagi munum við hlúa vel að bönkum okkar og bankastjórum sem hafa vaxið og dafnað undir okkar stjórn árum saman. Og vei þeim sem tala illa um þá og segja að þeir hafi fitnað eins og púkarnir á fjósbitunum. Og vei þeim sem halda því fram að segja að þeir hafi haft hreðjatök á íslenskri þjóð. Þeir hafa þjónað okkur dyggilega lengi og vel og gert okkur unnt að græða á háum vöxtum. Í öðru lagi munum við stuðla að því að einkavæða læknavesenið sem gerir okkur milljónerum kleift að vera framarlega í röðinni. Í þriðja lagi munum við hlúa að stórútgerð og stóriðju auðvitað, en hjala blíðlega við trillukalla og grásleppu, item garðyrkjubændur undir rós (takið eftir snilldinni). Sumsé við fjárfestar munum leggja okkur fram við sinna okkar íslensku þjóð að öllu afli. Í fjórða lagi munum við hlúa vel að tvöhundruðogfimmtíu fyrirtækjum sem díla í dollurum og evrum en ríghöldum í krónuna því hún er nógu góð fyrir pöpulinn. EN EN ALDREI MUNUM VIÐ LÁTA ESB GLEYPA OKKUR, því sá félagsskapur er vís með að setja okkur ýmsa stóla fyrir dyr. Í fimmta lagi munum láta reisa hundruði íbúða til þess að við fjárfestar getum fest kaup í þeim og selt þær svo á uppsprengdu verði. Við munum og leggja leigusölum lið í hverju máli nær þeir hyggjast hækka leiguverð Í sjetta lagi lagi er rétt að guma af handbók okkar milljónera sem ber hið hógværa heiti „Eimreiðarelítan“. Við munum hugsanlega bjóða uppá námskeið í þeirri bók ef samningar takast við dr. próf. emerítus Hannes Hólmstein, hinn rómaða læriföður í efnahags- og heimspekistefnu nýfrjálshyggjunnar, sem er eiginlega nýtt vín á gömlum belgjum en eins og áhugamenn um vínmenningu vita þá getur nýtt vín verið soldið súrt og beiskt. Í raun er þetta ævaforn speki hirðingja og safnara ef ekki frumskógarlögmál í anda Darwins (en. survival of the fittest; éta eða vera étinn) og snýst um samkeppni í nútímanum. En sá galli á samkeppni er sá að einhverjir verða láta undan sem er allt í lagi hvað pöpulinn varðar en þá bregðum hinir meiri og öflugri á það ráð að setjast niður með keppinautum og ræða saman bak við luktar dyr svona til að linna sársaukann. Að lokum þetta .Við mælum eindregið með því að áhugamenn um fjárfestingar taki sér áðurnefnda bók í hönd, semsé „Eimreiðarelítan“. Þar má t.d. sjá hvernig hægt er að halda einni þjóð í heljargreipum og græða á henni svo lítið ber á. Undirritaður er gróðafíkill og áhugamaður í póltík, Megi hinn blessaði Mammon líkna oss á Aðventu. Gjört í Upphæðum 29. nóvember 2024, Hannes Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég undirritaður milljóneri og fjárfestir hef vart verið mönnum sinnandi hina síðustu mánuði. Skoðanakannanir sýndu svart á hvítu að Sjálfstæðisfálkanum hafði verulega daprast flugið. Kannanir sýndu glögglega að hann stóð lengi vel í tíu til ellefu prósentum. En nú er landið aldeilis farið að rísa víðast hvar. Í Bandaríkjunum hafa kolsvartir (Hér er of djúpt í árina tekið, eigum ekki frekar að segja helbláir) hægrimenn verið á fleygiferð og nú blasir við að ríkisstjórn milljarðamæringa og fjárfesta fái öll völd í hendur undir forsæti hins heiðgula sjarmörs (sem er sko aldeilis ekkert yellow í fasi) D. Trumps. Hann hefur lofað því að lækka skatta á stórfyrirtækjum og milljónerum, loka landamærum fyrir óþjóðalýð, og setja toll á kinverskar vörur. Þetta hefur aldeilis fallið í kramið hjá Sjálfstæðisfálkanum okkar sem og okkar ástsæla ritstjóra Morgunblaðsins. Hér heima bendir nú allt til þess að við þessi tíu prósent sem eigum nánast allt hér á landi séum að ná vopnum okkar og stefnum nú yfir tuttugu prósent kjörfylgi og skjótumst þannig framúr henni Kristrúnu og hljótum aftur forsætis- og fjármálaráðuneytið a.m.k. Við viljum benda á að fátæklingum hefur alltaf liðið vel undir okkar stjórn eins og frú Áslaug ráðfrú komst að orði um daginn. En við megum náttúrulega ekki kalla stefnu okkar helbláa. Eigum við ekki heldur að nefna hana „Bleu Royale. þ.e. kóngabláa. Með sigri okkar verður því forðað að vinstri stjórn setjist hér að völdum í herrans nafni og fjörutíu og Mammons og við fáum haldið áfram því góða starfi sem við höfum sinnt áratugum saman. Við vorum lengi vel uggandi um það að þessi tíu prósent okkar dyggu og ómissandi húskarla og griðkvenna hefðu snúið við okkur baki en þau hafa séð að sér og fylkja sér á nýja leik undir gunnfána Fálkans. En hverjir skyldu nú vera líklegir til að ganga til liðs við okkar forystu. Skyldu það það vera klaustursknaparnir knáu (þeir sem veifa hrossinu á fána sínum). Þeir eru sannir íslendingar, eldri og yngri ungmennafélagar, þ.e. Íslandi allt, Útlandi ekkert og vilja líka lækka skatta á okkur milljónerana. Við munum allvega þreifa á þeim. Þá þykir einboðið að reyna við (máski óheppilega orðað) hina glæsilegu völvu Viðreisnar, frú Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem kann að hugsa í krónum en daðrar ógætilega við evrur en hún er fyrrverandi liðskona okkar sjálfstæðismanna. Það er náttúrulega umhugsunarefni hvernig kjósendur leggja flokka þá í rúst sem voga sér í samstarf við okkur en sosum ekkert skrítið því allt sem miður fer er þeim sjálfum að kenna. Svavarsdóttir lenti í þessu „hvalræði" við Gunnarsson og Loftsson og Sigurður Ingi, sem brýrnar byggir, brenndi auðvitað nokkrar að baki sér er hann gekk í eina sæng með okkur. Þá mun Fálkinn reyna að læsa klónum í frú Kristrúnu. En útá hvaða mið skal nú halda? Það er í rauninni einfalt. Við stefnum í nákvæmlega sömu átt og áður. Í fyrsta lagi munum við hlúa vel að bönkum okkar og bankastjórum sem hafa vaxið og dafnað undir okkar stjórn árum saman. Og vei þeim sem tala illa um þá og segja að þeir hafi fitnað eins og púkarnir á fjósbitunum. Og vei þeim sem halda því fram að segja að þeir hafi haft hreðjatök á íslenskri þjóð. Þeir hafa þjónað okkur dyggilega lengi og vel og gert okkur unnt að græða á háum vöxtum. Í öðru lagi munum við stuðla að því að einkavæða læknavesenið sem gerir okkur milljónerum kleift að vera framarlega í röðinni. Í þriðja lagi munum við hlúa að stórútgerð og stóriðju auðvitað, en hjala blíðlega við trillukalla og grásleppu, item garðyrkjubændur undir rós (takið eftir snilldinni). Sumsé við fjárfestar munum leggja okkur fram við sinna okkar íslensku þjóð að öllu afli. Í fjórða lagi munum við hlúa vel að tvöhundruðogfimmtíu fyrirtækjum sem díla í dollurum og evrum en ríghöldum í krónuna því hún er nógu góð fyrir pöpulinn. EN EN ALDREI MUNUM VIÐ LÁTA ESB GLEYPA OKKUR, því sá félagsskapur er vís með að setja okkur ýmsa stóla fyrir dyr. Í fimmta lagi munum láta reisa hundruði íbúða til þess að við fjárfestar getum fest kaup í þeim og selt þær svo á uppsprengdu verði. Við munum og leggja leigusölum lið í hverju máli nær þeir hyggjast hækka leiguverð Í sjetta lagi lagi er rétt að guma af handbók okkar milljónera sem ber hið hógværa heiti „Eimreiðarelítan“. Við munum hugsanlega bjóða uppá námskeið í þeirri bók ef samningar takast við dr. próf. emerítus Hannes Hólmstein, hinn rómaða læriföður í efnahags- og heimspekistefnu nýfrjálshyggjunnar, sem er eiginlega nýtt vín á gömlum belgjum en eins og áhugamenn um vínmenningu vita þá getur nýtt vín verið soldið súrt og beiskt. Í raun er þetta ævaforn speki hirðingja og safnara ef ekki frumskógarlögmál í anda Darwins (en. survival of the fittest; éta eða vera étinn) og snýst um samkeppni í nútímanum. En sá galli á samkeppni er sá að einhverjir verða láta undan sem er allt í lagi hvað pöpulinn varðar en þá bregðum hinir meiri og öflugri á það ráð að setjast niður með keppinautum og ræða saman bak við luktar dyr svona til að linna sársaukann. Að lokum þetta .Við mælum eindregið með því að áhugamenn um fjárfestingar taki sér áðurnefnda bók í hönd, semsé „Eimreiðarelítan“. Þar má t.d. sjá hvernig hægt er að halda einni þjóð í heljargreipum og græða á henni svo lítið ber á. Undirritaður er gróðafíkill og áhugamaður í póltík, Megi hinn blessaði Mammon líkna oss á Aðventu. Gjört í Upphæðum 29. nóvember 2024, Hannes
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun