Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2024 07:02 Leikskólinn Lundur er í Kleppsgörðum og er sjálfstætt starfandi leikskóli. Tæplega þrjátíu börn eru á leikskólanum og langflest á milli eins og tveggja ára. Vísir/Vilhelm Foreldrar barna á ungbarnaleikskólanum Lundi eru upp til hópa ánægðir með leikskólann og merkja vellíðan hjá börnum sínum. Þeir telja að farið hafi verið offari í lýsingum fyrrverandi starfsfólks á samfélagsmiðlum. Þetta segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, um viðbrögð foreldra á fundi með starfsfólki og fulltrúum skóla- og frístundasviðs á miðvikudag. Hann segir mikilvægt í allri umræðu að hafa í huga að um ungbarnaleikskóla sé að ræða og þarfir svo ungra barna ólíkar þeim sem þekkist á leikskólum fyrir tveggja ára börn og eldri. Greint var frá því þann 8. nóvember að starfsfólk Reykjavíkurborgar hefði farið í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað barnanna á leikskólanum. Þá hafði leikskólinn verði til umræðu í Facebook-hópnum Mæðratips þar sem fyrrverandi starfsmaður sagði börnin aldrei fara út að leika, ekkert skipulagt starf væri í leikskólanum og flest börnin væru grátandi lungann úr deginum og að væflast um í herbergjum skólans. „Við höfum unnið að því með leikskólanum að fara í gegnum bæði áskoranir og tækifæri,“ segir Helgi. Farið hafi verið í nokkrar heimsóknir í skólann, rætt við starfsfólk og leikskólastjórann Valgerði H. Valgeirsdóttur. „Á fundinum fórum við yfir það sem við viljum leggja á borð fyrir skólann og fara fram á úrbætur,“ segir Helgi. Hann segist finna fyrir mikilli hlýju hjá starfsfólki sem sé mjög mikilsvert og mikið sé lagt upp úr öryggi barnanna í skólanum. „En við sjáum tækifæri, sérstaklega hjá eldri börnum,“ segir Helgi og bendir á að mikill munur sé á rúmlega eins árs barni og svo tveggja ára barni, hvað varðar tækifæri til að veita meira sjálfræði og sjálfseflingu þegar komi að matartímanum, leiktíma og víðar. „Þetta er eitthvað sem við erum að vinna með leikskólastjóra í að þróa og útfæra. Við notum næstu vikur til að fara í þessar útfærslur á starfinu.“ Fram kom í frétt Mbl.is að meðal krafna um breytinga á aðbúnaði væru ný húsgögn sem hentuðu betur svo ungum börnum. Þau hefðu hingað til setið í háum stólum og verið bundin í þá. „Foreldrar þekkja þetta úr eldhúsum og bílstólum að börn eru bundin því annars gætu þau farið sér að voða,“ segir Helgi. Þau þurfi eðlilega að vera bundin á meðan þau séu að matast, svo þau fari ekki sjálfum sér að voða. „Við teljum að skoða þurfi hve lengi börn sitji í stólunum, hvort þau séu að leika sér, að bíða eða annað. Við viljum auka sjálfstæði barnanna með því að hafa meiri skilgreiningu á því hvenær börn eru í þessum stólum og hvenær ekki.“ Vinnan sem unnin sé með Lundi sé gott veganesti í umræðu um uppbygginu leikskóla, ungbarnadeilda og ungbarnaleikskóla. Upplýsingagjöf mætti vera betri Hann segir foreldra á fundinum hafa talið að skóla- og frístundasvið hefði mátt standa betur að upplýsingagjöf til foreldra undanfarnar vikur. „Þetta eru foreldrar sem eru ánægðir með leikskólann og merkja vellíðan hjá börnum sínum.“ Þeim hafi fundist umræðan á samfélagsmiðlum bæði mjög óvægin og ósanngjörn. „Þess vegna erum við í þessari vegferð. Svo allir séu sáttir.“ Hann segir aldrei áður hafa komið fram ábendingar um að hlutir gætu verið í betri farvegi á leikskólanum Lundi. Þetta séu aðstæður sem lært verði að og tekið inn í breiðara samtal. Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Þetta segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, um viðbrögð foreldra á fundi með starfsfólki og fulltrúum skóla- og frístundasviðs á miðvikudag. Hann segir mikilvægt í allri umræðu að hafa í huga að um ungbarnaleikskóla sé að ræða og þarfir svo ungra barna ólíkar þeim sem þekkist á leikskólum fyrir tveggja ára börn og eldri. Greint var frá því þann 8. nóvember að starfsfólk Reykjavíkurborgar hefði farið í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað barnanna á leikskólanum. Þá hafði leikskólinn verði til umræðu í Facebook-hópnum Mæðratips þar sem fyrrverandi starfsmaður sagði börnin aldrei fara út að leika, ekkert skipulagt starf væri í leikskólanum og flest börnin væru grátandi lungann úr deginum og að væflast um í herbergjum skólans. „Við höfum unnið að því með leikskólanum að fara í gegnum bæði áskoranir og tækifæri,“ segir Helgi. Farið hafi verið í nokkrar heimsóknir í skólann, rætt við starfsfólk og leikskólastjórann Valgerði H. Valgeirsdóttur. „Á fundinum fórum við yfir það sem við viljum leggja á borð fyrir skólann og fara fram á úrbætur,“ segir Helgi. Hann segist finna fyrir mikilli hlýju hjá starfsfólki sem sé mjög mikilsvert og mikið sé lagt upp úr öryggi barnanna í skólanum. „En við sjáum tækifæri, sérstaklega hjá eldri börnum,“ segir Helgi og bendir á að mikill munur sé á rúmlega eins árs barni og svo tveggja ára barni, hvað varðar tækifæri til að veita meira sjálfræði og sjálfseflingu þegar komi að matartímanum, leiktíma og víðar. „Þetta er eitthvað sem við erum að vinna með leikskólastjóra í að þróa og útfæra. Við notum næstu vikur til að fara í þessar útfærslur á starfinu.“ Fram kom í frétt Mbl.is að meðal krafna um breytinga á aðbúnaði væru ný húsgögn sem hentuðu betur svo ungum börnum. Þau hefðu hingað til setið í háum stólum og verið bundin í þá. „Foreldrar þekkja þetta úr eldhúsum og bílstólum að börn eru bundin því annars gætu þau farið sér að voða,“ segir Helgi. Þau þurfi eðlilega að vera bundin á meðan þau séu að matast, svo þau fari ekki sjálfum sér að voða. „Við teljum að skoða þurfi hve lengi börn sitji í stólunum, hvort þau séu að leika sér, að bíða eða annað. Við viljum auka sjálfstæði barnanna með því að hafa meiri skilgreiningu á því hvenær börn eru í þessum stólum og hvenær ekki.“ Vinnan sem unnin sé með Lundi sé gott veganesti í umræðu um uppbygginu leikskóla, ungbarnadeilda og ungbarnaleikskóla. Upplýsingagjöf mætti vera betri Hann segir foreldra á fundinum hafa talið að skóla- og frístundasvið hefði mátt standa betur að upplýsingagjöf til foreldra undanfarnar vikur. „Þetta eru foreldrar sem eru ánægðir með leikskólann og merkja vellíðan hjá börnum sínum.“ Þeim hafi fundist umræðan á samfélagsmiðlum bæði mjög óvægin og ósanngjörn. „Þess vegna erum við í þessari vegferð. Svo allir séu sáttir.“ Hann segir aldrei áður hafa komið fram ábendingar um að hlutir gætu verið í betri farvegi á leikskólanum Lundi. Þetta séu aðstæður sem lært verði að og tekið inn í breiðara samtal.
Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent