Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. desember 2024 07:02 Deila Georges Russell og Max Verstappen er ansi harðvítug. getty/Bryn Lennon George Russell, ökumaður Mercedes, hefur svarað Max Verstappen. Hann segir að heimsmeistarinn hafi hótað að klessa á hann í kappakstrinum í Katar og meiða hann. Russell og Verstappen lenti saman í Katar um síðustu helgi. Verstappen var ósáttur við hversu hart Russell gekk fram í tilraun sinni til að láta refsa heimsmeistaranum eftir tímatökur. Ráspólinn var tekinn af Verstappen eftir að hann þótti hafa ekið óþarflega hægt fyrir lokahring tímatakanna. Russell fékk ráspólinn eftir úrskurð keppnisstjórnar. Þrátt fyrir að hafa misst ráspólinn vann Verstappen kappaksturinn í Katar. Eftir hann lét hann Russell heyra það og sagðist hafa misst alla virðingu fyrir honum. Russell hefur nú svarað fyrir sig. Honum segist hafa brugðið þegar Verstappen hótaði að aka viljandi á hann. „Hann sagðist ætla að klessa á mig og setja hausinn á mér í vegginn. Ég veit að þetta var sagt í hita leiksins en daginn eftir vorum við að grínast með [Sergio] Perez og Carlos [Sainz] og ég sá að hann meinti þetta,“ sagði Russell. „Hann er fjórfaldur meistari. Lewis [Hamilton] er meistari að mínu skapi. Harður en sanngjarn. Fer aldrei yfir strikið. Að heimsmeistari segi að hann ætli að leggja sig fram um að klessa á einhvern og setja hann á hausinn er ekki fordæmið sem við ættum að sýna.“ Verstappen gaf lítið fyrir þessi ummæli Russells í samtali við hollenska blaðið De Telegraf. Hann sagði Russell vera svikulan vesaling og kvaðst ekki hafa sagt það sem hann sakaði hann um. „Það er ekki satt. Ég sagði þetta ekki svona. Hann er að reyna að ýkja þetta aftur,“ sagði Verstappen. Síðasta keppni tímabilsins fer fram í Abú Dabí um helgina. Akstursíþróttir Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Russell og Verstappen lenti saman í Katar um síðustu helgi. Verstappen var ósáttur við hversu hart Russell gekk fram í tilraun sinni til að láta refsa heimsmeistaranum eftir tímatökur. Ráspólinn var tekinn af Verstappen eftir að hann þótti hafa ekið óþarflega hægt fyrir lokahring tímatakanna. Russell fékk ráspólinn eftir úrskurð keppnisstjórnar. Þrátt fyrir að hafa misst ráspólinn vann Verstappen kappaksturinn í Katar. Eftir hann lét hann Russell heyra það og sagðist hafa misst alla virðingu fyrir honum. Russell hefur nú svarað fyrir sig. Honum segist hafa brugðið þegar Verstappen hótaði að aka viljandi á hann. „Hann sagðist ætla að klessa á mig og setja hausinn á mér í vegginn. Ég veit að þetta var sagt í hita leiksins en daginn eftir vorum við að grínast með [Sergio] Perez og Carlos [Sainz] og ég sá að hann meinti þetta,“ sagði Russell. „Hann er fjórfaldur meistari. Lewis [Hamilton] er meistari að mínu skapi. Harður en sanngjarn. Fer aldrei yfir strikið. Að heimsmeistari segi að hann ætli að leggja sig fram um að klessa á einhvern og setja hann á hausinn er ekki fordæmið sem við ættum að sýna.“ Verstappen gaf lítið fyrir þessi ummæli Russells í samtali við hollenska blaðið De Telegraf. Hann sagði Russell vera svikulan vesaling og kvaðst ekki hafa sagt það sem hann sakaði hann um. „Það er ekki satt. Ég sagði þetta ekki svona. Hann er að reyna að ýkja þetta aftur,“ sagði Verstappen. Síðasta keppni tímabilsins fer fram í Abú Dabí um helgina.
Akstursíþróttir Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira