Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2024 21:26 Orion geimfarið sem skotið var á loft í Artemis I. NASA/Ben Smegelsky Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lýst því yfir að annað geimskot Artemis-áætlunarinnar eigi að fara fram í apríl árið 2026. Þá á að skjóta fjórum geimförum til tunglsins í fyrsta sinn í marga áratugi. Ekki stendur þó til að lenda geimförunum á tunglinu að þessu sinni. Það á að gera í Artemis III um mitt ár 2027. Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Fyrir daginn í dag stóð til að senda Artemis II af stað í september á næsta ári. Því er um rúmlega hálfs árs töf að ræða. Í Artemis II verða þrír bandarískir og einn kanadískur geimfari sendir á braut um tunglið og til baka og á geimferðin að taka átta daga. Christina Koch, Victor Glover, Reid Wiseman og Jeremy Hansen (frá Kanada) munu fara á braut um tunglið árið 2026.AP/Josh Valcarcel Hitaskjöldurinn sagður virka fínt Í Artemis II stendur til að notast við Orion-geimfarið, sem einnig var notast við í fyrstu geimferð Artemis, þegar tómt geimfar var sent á braut um tunglið og til baka. Þá fundust miklar skemmdir á hitaskildi geimfarsins. Þegar geimför snúa til jarðar eru þau á gífurlegum hraða og þegar þau mæta andrúmslofti hitna þau mjög mikið. Í þessu tilfelli náði yfirborðshiti Orion í allt að 2.760 gráður. Hitaskjöldum er í einföldu máli ætlað að verja geimför og geimfara gegn þessum hita. Sjá einnig: Enn í basli með skemmdir á hitaskildi Orion Í tilkynningu á vef NASA segir að rannsókn hafi leitt í ljós hvað hafi valdið þessum skemmdum og að hægt sé að ráða úr því. Öruggt sé að senda geimfara til tunglsins og til baka um borð í samskonar geimfari með samskonar hitaskjöld. Þrátt fyrir skemmdirnar á hitaskildinum sína mælingar að hitastigið inn í geimfarinu hækkaði ekki svo mikið að það hefði haft áhrif á geimfara. Þar segir einnig að ákveðið hafi verið að fresta geimskotinu vegna þeirra breytinga sem þarf að gera og til að gera breytingar á öðrum búnaði geimfarsins sem er geimförum nauðsynlegur í svona löngum geimferðum. Thorough analysis has identified the root cause of char loss seen on the Artemis I heat shield. NASA determined that crew can safely fly on #Artemis II using the existing Orion heat shield design. Launch is now targeted for April 2026. More: https://t.co/SF4RsDGriO pic.twitter.com/3XBz2kVoYb— Orion Spacecraft (@NASA_Orion) December 5, 2024 Á leið út og segist stoltur „Artemis-áætlunin er kræfasta og tæknilega erfiðasta alþjóðlega samvinnuverkefni sem mannkynið hefur farið í,“ segir Bill Nelson, yfirmaður NASA, í áðurnefndri tilkynningu. Hann segir starfsmenn NASA hafa náð miklum árangri á undanförnum árum og að hann sé stoltur af starfsfólki stofnunarinnar. „Við þurfum að framkvæma þetta næsta tilraunaflug rétt. Þannig mun Artemis-áætlunin ganga eftir.“ Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna opinberaði í gær að hann ætlaði að setja auðjöfurinn Jared Isaacman yfir NASA í janúar. Meðal þess sem Isaacman er sagður vilja gera er að binda enda á þróun Space Launch System eldflaugarinnar (SLS). Hann og Trump eru báðir sagðir hafa áhuga á því en þróun hennar og framleiðsla hefur farið langt fram úr öllum áætlunum. Þrátt fyrir það nýtur verkefnið stuðnings á bandaríska þinginu og er það að mestu vegna starfa sem verkefnið skapar og þá aðallega í Alabama. Fyrst átti að skjóta SLS-eldflaug á loft árið 2016. Því varð svo ítrekað frestað og var fyrsta skotið ekki fyrr en í nóvember 2022 sem eldflaugin fór fyrst á loft. Þá var búið að fresta geimskoti Artemis I ítrekað vegna bilana. Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Í frétt Ars Technica segir að viðræður um framtíð SLS eldflauganna séu þegar byrjaðar. Einn mögulegur samningur um að binda enda á verkefnið snýst um að flytja yfirstjórn geimdeildar bandaríska hersins í staðinn til Alabama. Gangi þetta eftir og verði SLS-eldflaugin kastað á öskuhaug sögunnar, ef svo má segja, kemur til greina að skjóta Orion á loft með New Glenn eldflaug, frá Blue Origin. Á braut um jörðu gæti geimfarið svo tengst Centaur efra stigi sem skotið væri á loft með Vulcan eldflaug frá United Launch Alliance og efra stigið gæti sent Orion af stað til tunglsins. Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00 Þróa lestarkerfi fyrir tunglið Forsvarsmenn DARPA, rannsóknarstofnunar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafa leitað til fyrirtækisins Northrop Grumman varðandi þróunarvinnu fyrir mögulegt lestarkerfi á tunglinu. Kerfi þetta ætti að vera hægt að nota til að flytja menn og birgðir milli staða á tunglinu í framtíðinni. 20. mars 2024 10:47 Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Bandaríkjamenn lentu í gærkvöldi fyrsta farinu á tunglinu í rúma hálfa öld. Lendingarfarið Ódysseifur, sem þróað var af starfsmönnum fyrirtækisins Intuitive Machines, með stuðningi Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) lenti við suðurpól tunglsins en óljóst er hversu vel lendingin heppnaðist. 23. febrúar 2024 10:55 Bezos sýndi nýtt tunglfar Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar. 29. október 2023 14:36 Stækka geimstöðina og bjóða öðrum í heimsókn Kínverjar ætla að gera geimstöð sína tvöfalt stærri og fjölga hlutum hennar úr þremur í sex. Þá stendur einnig til að bjóða geimförum annarra þjóða að ferðast til geimstöðvarinnar og halda þar til. 5. október 2023 15:50 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Það á að gera í Artemis III um mitt ár 2027. Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Fyrir daginn í dag stóð til að senda Artemis II af stað í september á næsta ári. Því er um rúmlega hálfs árs töf að ræða. Í Artemis II verða þrír bandarískir og einn kanadískur geimfari sendir á braut um tunglið og til baka og á geimferðin að taka átta daga. Christina Koch, Victor Glover, Reid Wiseman og Jeremy Hansen (frá Kanada) munu fara á braut um tunglið árið 2026.AP/Josh Valcarcel Hitaskjöldurinn sagður virka fínt Í Artemis II stendur til að notast við Orion-geimfarið, sem einnig var notast við í fyrstu geimferð Artemis, þegar tómt geimfar var sent á braut um tunglið og til baka. Þá fundust miklar skemmdir á hitaskildi geimfarsins. Þegar geimför snúa til jarðar eru þau á gífurlegum hraða og þegar þau mæta andrúmslofti hitna þau mjög mikið. Í þessu tilfelli náði yfirborðshiti Orion í allt að 2.760 gráður. Hitaskjöldum er í einföldu máli ætlað að verja geimför og geimfara gegn þessum hita. Sjá einnig: Enn í basli með skemmdir á hitaskildi Orion Í tilkynningu á vef NASA segir að rannsókn hafi leitt í ljós hvað hafi valdið þessum skemmdum og að hægt sé að ráða úr því. Öruggt sé að senda geimfara til tunglsins og til baka um borð í samskonar geimfari með samskonar hitaskjöld. Þrátt fyrir skemmdirnar á hitaskildinum sína mælingar að hitastigið inn í geimfarinu hækkaði ekki svo mikið að það hefði haft áhrif á geimfara. Þar segir einnig að ákveðið hafi verið að fresta geimskotinu vegna þeirra breytinga sem þarf að gera og til að gera breytingar á öðrum búnaði geimfarsins sem er geimförum nauðsynlegur í svona löngum geimferðum. Thorough analysis has identified the root cause of char loss seen on the Artemis I heat shield. NASA determined that crew can safely fly on #Artemis II using the existing Orion heat shield design. Launch is now targeted for April 2026. More: https://t.co/SF4RsDGriO pic.twitter.com/3XBz2kVoYb— Orion Spacecraft (@NASA_Orion) December 5, 2024 Á leið út og segist stoltur „Artemis-áætlunin er kræfasta og tæknilega erfiðasta alþjóðlega samvinnuverkefni sem mannkynið hefur farið í,“ segir Bill Nelson, yfirmaður NASA, í áðurnefndri tilkynningu. Hann segir starfsmenn NASA hafa náð miklum árangri á undanförnum árum og að hann sé stoltur af starfsfólki stofnunarinnar. „Við þurfum að framkvæma þetta næsta tilraunaflug rétt. Þannig mun Artemis-áætlunin ganga eftir.“ Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna opinberaði í gær að hann ætlaði að setja auðjöfurinn Jared Isaacman yfir NASA í janúar. Meðal þess sem Isaacman er sagður vilja gera er að binda enda á þróun Space Launch System eldflaugarinnar (SLS). Hann og Trump eru báðir sagðir hafa áhuga á því en þróun hennar og framleiðsla hefur farið langt fram úr öllum áætlunum. Þrátt fyrir það nýtur verkefnið stuðnings á bandaríska þinginu og er það að mestu vegna starfa sem verkefnið skapar og þá aðallega í Alabama. Fyrst átti að skjóta SLS-eldflaug á loft árið 2016. Því varð svo ítrekað frestað og var fyrsta skotið ekki fyrr en í nóvember 2022 sem eldflaugin fór fyrst á loft. Þá var búið að fresta geimskoti Artemis I ítrekað vegna bilana. Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Í frétt Ars Technica segir að viðræður um framtíð SLS eldflauganna séu þegar byrjaðar. Einn mögulegur samningur um að binda enda á verkefnið snýst um að flytja yfirstjórn geimdeildar bandaríska hersins í staðinn til Alabama. Gangi þetta eftir og verði SLS-eldflaugin kastað á öskuhaug sögunnar, ef svo má segja, kemur til greina að skjóta Orion á loft með New Glenn eldflaug, frá Blue Origin. Á braut um jörðu gæti geimfarið svo tengst Centaur efra stigi sem skotið væri á loft með Vulcan eldflaug frá United Launch Alliance og efra stigið gæti sent Orion af stað til tunglsins.
Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00 Þróa lestarkerfi fyrir tunglið Forsvarsmenn DARPA, rannsóknarstofnunar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafa leitað til fyrirtækisins Northrop Grumman varðandi þróunarvinnu fyrir mögulegt lestarkerfi á tunglinu. Kerfi þetta ætti að vera hægt að nota til að flytja menn og birgðir milli staða á tunglinu í framtíðinni. 20. mars 2024 10:47 Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Bandaríkjamenn lentu í gærkvöldi fyrsta farinu á tunglinu í rúma hálfa öld. Lendingarfarið Ódysseifur, sem þróað var af starfsmönnum fyrirtækisins Intuitive Machines, með stuðningi Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) lenti við suðurpól tunglsins en óljóst er hversu vel lendingin heppnaðist. 23. febrúar 2024 10:55 Bezos sýndi nýtt tunglfar Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar. 29. október 2023 14:36 Stækka geimstöðina og bjóða öðrum í heimsókn Kínverjar ætla að gera geimstöð sína tvöfalt stærri og fjölga hlutum hennar úr þremur í sex. Þá stendur einnig til að bjóða geimförum annarra þjóða að ferðast til geimstöðvarinnar og halda þar til. 5. október 2023 15:50 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00
Þróa lestarkerfi fyrir tunglið Forsvarsmenn DARPA, rannsóknarstofnunar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafa leitað til fyrirtækisins Northrop Grumman varðandi þróunarvinnu fyrir mögulegt lestarkerfi á tunglinu. Kerfi þetta ætti að vera hægt að nota til að flytja menn og birgðir milli staða á tunglinu í framtíðinni. 20. mars 2024 10:47
Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Bandaríkjamenn lentu í gærkvöldi fyrsta farinu á tunglinu í rúma hálfa öld. Lendingarfarið Ódysseifur, sem þróað var af starfsmönnum fyrirtækisins Intuitive Machines, með stuðningi Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) lenti við suðurpól tunglsins en óljóst er hversu vel lendingin heppnaðist. 23. febrúar 2024 10:55
Bezos sýndi nýtt tunglfar Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar. 29. október 2023 14:36
Stækka geimstöðina og bjóða öðrum í heimsókn Kínverjar ætla að gera geimstöð sína tvöfalt stærri og fjölga hlutum hennar úr þremur í sex. Þá stendur einnig til að bjóða geimförum annarra þjóða að ferðast til geimstöðvarinnar og halda þar til. 5. október 2023 15:50