Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2024 10:30 Sherif Ali Kenney hefur ekki skilað næstum því sama til Valsliðsins og aðrir Bandaríkjamenn eru að skila til sinna liða í deildinni. Vísir/Diego Valsmenn töpuðu öðrum leiknum í röð í gærkvöldi og um leið í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum í Bónus deildinni í körfubolta. Fyrir vikið sitja Íslandsmeistarar í fallsæti deildarinnar. Valsmenn voru líka deildarmeistarar í fyrra og unnu þá 18 af 22 leikjum sínum. Núna er liðið búið að tapa tveimur fleiri leikjum eða alls sex af níu leikjum. Það eru þó töpin að undanförnu sem valda mestu áhyggjum því þau hafa öll komið á móti liðunum í neðri hlutanum. Valur tapaði þar á móti Hetti. ÍR og Haukum en ekkert þeirra liða situr í úrslitakeppnissæti eins og er. Valsmenn eru með jafnmörg stig og bæði Höttur og ÍR en sitja í fallsætinu þar sem þeir eru 0-2 í innbyrðis leikjum á móti fyrrnefndum liðum. Þegar þjálfari Vals var spurður út í leikmannabreytingar hjá liðinu þá var svarið skýrt og skorinort. „Já það eru breytingar og það verður tilkynnt á morgun [í dag]. Eitthvað verður að gera en einn leikmaður inn er ekki að fara að breyta öllu. Við þurfum að grafa djúpt og finna einhverjar leiðir til að verða betra körfuboltalið og gera betur,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, í viðtali við Árna Jóhannsson eftir leikinn. Bandaríkjamaðurinn Sherif Ali Kenney var aðeins með sjö stig og eina stoðsendingu í gær og hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik með félaginu. Valsmenn hafa hins vegar unnið báða leiki sína í vetur þar sem hann hefur skorað fimmtán stig eða meira (á móti Álftanesi og Keflavík). Taiwo Badmus var frábær með 36 stig eins og hann hefur verið í allan vetur en það hefur bara ekki dugað til. Liðið saknar auðvitað mikið Kristófers Acox sem er enn að vinna sig til baka eftir hnémeiðslin í oddaleiknum um titilinn síðasta vor. Annað áhyggjuefni er að næstu þrír leikir Valsliðsins eru á móti Grindavík, Tindastól og Stjörnunni (eftir áramót). Verkefnið verður því afar krefjandi á næstunni ætli liðið að komast upp úr fallsætinu. Bónus-deild karla Valur Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Valsmenn voru líka deildarmeistarar í fyrra og unnu þá 18 af 22 leikjum sínum. Núna er liðið búið að tapa tveimur fleiri leikjum eða alls sex af níu leikjum. Það eru þó töpin að undanförnu sem valda mestu áhyggjum því þau hafa öll komið á móti liðunum í neðri hlutanum. Valur tapaði þar á móti Hetti. ÍR og Haukum en ekkert þeirra liða situr í úrslitakeppnissæti eins og er. Valsmenn eru með jafnmörg stig og bæði Höttur og ÍR en sitja í fallsætinu þar sem þeir eru 0-2 í innbyrðis leikjum á móti fyrrnefndum liðum. Þegar þjálfari Vals var spurður út í leikmannabreytingar hjá liðinu þá var svarið skýrt og skorinort. „Já það eru breytingar og það verður tilkynnt á morgun [í dag]. Eitthvað verður að gera en einn leikmaður inn er ekki að fara að breyta öllu. Við þurfum að grafa djúpt og finna einhverjar leiðir til að verða betra körfuboltalið og gera betur,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, í viðtali við Árna Jóhannsson eftir leikinn. Bandaríkjamaðurinn Sherif Ali Kenney var aðeins með sjö stig og eina stoðsendingu í gær og hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik með félaginu. Valsmenn hafa hins vegar unnið báða leiki sína í vetur þar sem hann hefur skorað fimmtán stig eða meira (á móti Álftanesi og Keflavík). Taiwo Badmus var frábær með 36 stig eins og hann hefur verið í allan vetur en það hefur bara ekki dugað til. Liðið saknar auðvitað mikið Kristófers Acox sem er enn að vinna sig til baka eftir hnémeiðslin í oddaleiknum um titilinn síðasta vor. Annað áhyggjuefni er að næstu þrír leikir Valsliðsins eru á móti Grindavík, Tindastól og Stjörnunni (eftir áramót). Verkefnið verður því afar krefjandi á næstunni ætli liðið að komast upp úr fallsætinu.
Bónus-deild karla Valur Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira