Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Jón Þór Stefánsson skrifar 6. desember 2024 10:54 Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms en breytti ákvörðun um refsingu. Vísir/Vilhelm Aron Már Aðalsteinsson, 22 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Það er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt hann í tveggja ára fangelsi þar sem refsingin var skilorðsbundin, nema þrír mánuðir. Aroni var gefið að sök að nauðga manni þann 2. janúar 2021 á heimili mannsins. Í ákæru segir að hann hafi beitt manninum ólögmætri nauðung og haft við hann endaþarmsmök án samþykkis þó að maðurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Maðurinn, brotaþoli málsins, tilkynnti um brotið daginn eftir. Hann sagði þá vera fyrrverandi kærustupar. Í skýrslu fyrir héraðsdómi sagði hann að Aron hefði komið til hans til að laga tölvu en það hefði ekki tekist. Þegar maðurinn hafi ætlað að kveðja Aron með faðmlagi hefði hann ýtt honum í rúmið, byrjað að klæða hann úr fötunum og síðan nauðgað honum. Aron neitaði sök. Hann lýsti atvikum málsins að einhverju lagi með svipuðum hætti. Hann hafi komið til að laga tölvu mannsins. Það hafi ekki tekist og þeir fallist í faðma og fallið í rúmið. Hins vegar vildi Aron meina að þeir hefðu stundað kynlíf. Ótrúverðugar skýringar Héraðsdómur vísaði til framburðar Arons hjá lögreglu en þar sagði hann að maðurinn hefði beðið hann um að stoppa á meðan á kynlífinu stóð. Hann vildi meina að manninum fyndist „skemmtilegt að segja stopp, stopp, stopp og ég hægði aðeins á mér og en hélt áfram því að ég var vanur að heyra þetta og átti samt ekkert að stoppa.“ Hann sagði jafnframt að þetta hefði var alvanalegt þegar þeir voru í sambandi. Þegar hann var spurður hvort hann hefði ekki átt að athuga hvort þarna væri raunverulegur vilji fyrir hendi sagði hann: „Jú, ég í raun og veru hefði átt að gera það.“ „Það hefur verið tímabil sem maður hefur stoppað og hann hafi eiginlega bara, hvað ertu að gera, haltu áfram og eitthvað svoleiðis. Þetta var örugglega eitt af nokkrum skiptunum sem ég ákvað ekki að stoppa.“ Fyrir dómi sagði Aron hins vegar að maðurinn hefði ekki beðið hann um að stoppa. Hann útskýrði framburð sinn hjá lögreglu þannig að hann hefði verið að lýsa atvikum eins og þau voru þegar þeir voru í sambandi. Dómurinn sagðist hafa farið vandlega yfir framburð Arons og sagði skýringar hans ótrúverðugar. Útilokað væri að hann hefði verið að vísa til annars en atviksins sem málið varðar. Hins vegar þótti framburður mannsins stöðugur og fá stuðning í öðrum gögnum málsins. Dómnum þótti því maðurinn trúverðugur en Aron ótrúverðugur. Því þótti sannað að Aron hefði framið brotið sem honum var gefið að sök. Líkt og áður segir dæmdi Héraðsdómur Aron í tveggja ára fangelsi þar sem 21 mánuður voru skilorðsbundnir. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sekt Arons en breytti refsingunni þannig að hún væri alfarið óskilorðsbundin. Þá er Aroni gert að greiða manninum tvær milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Sjá meira
Aroni var gefið að sök að nauðga manni þann 2. janúar 2021 á heimili mannsins. Í ákæru segir að hann hafi beitt manninum ólögmætri nauðung og haft við hann endaþarmsmök án samþykkis þó að maðurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Maðurinn, brotaþoli málsins, tilkynnti um brotið daginn eftir. Hann sagði þá vera fyrrverandi kærustupar. Í skýrslu fyrir héraðsdómi sagði hann að Aron hefði komið til hans til að laga tölvu en það hefði ekki tekist. Þegar maðurinn hafi ætlað að kveðja Aron með faðmlagi hefði hann ýtt honum í rúmið, byrjað að klæða hann úr fötunum og síðan nauðgað honum. Aron neitaði sök. Hann lýsti atvikum málsins að einhverju lagi með svipuðum hætti. Hann hafi komið til að laga tölvu mannsins. Það hafi ekki tekist og þeir fallist í faðma og fallið í rúmið. Hins vegar vildi Aron meina að þeir hefðu stundað kynlíf. Ótrúverðugar skýringar Héraðsdómur vísaði til framburðar Arons hjá lögreglu en þar sagði hann að maðurinn hefði beðið hann um að stoppa á meðan á kynlífinu stóð. Hann vildi meina að manninum fyndist „skemmtilegt að segja stopp, stopp, stopp og ég hægði aðeins á mér og en hélt áfram því að ég var vanur að heyra þetta og átti samt ekkert að stoppa.“ Hann sagði jafnframt að þetta hefði var alvanalegt þegar þeir voru í sambandi. Þegar hann var spurður hvort hann hefði ekki átt að athuga hvort þarna væri raunverulegur vilji fyrir hendi sagði hann: „Jú, ég í raun og veru hefði átt að gera það.“ „Það hefur verið tímabil sem maður hefur stoppað og hann hafi eiginlega bara, hvað ertu að gera, haltu áfram og eitthvað svoleiðis. Þetta var örugglega eitt af nokkrum skiptunum sem ég ákvað ekki að stoppa.“ Fyrir dómi sagði Aron hins vegar að maðurinn hefði ekki beðið hann um að stoppa. Hann útskýrði framburð sinn hjá lögreglu þannig að hann hefði verið að lýsa atvikum eins og þau voru þegar þeir voru í sambandi. Dómurinn sagðist hafa farið vandlega yfir framburð Arons og sagði skýringar hans ótrúverðugar. Útilokað væri að hann hefði verið að vísa til annars en atviksins sem málið varðar. Hins vegar þótti framburður mannsins stöðugur og fá stuðning í öðrum gögnum málsins. Dómnum þótti því maðurinn trúverðugur en Aron ótrúverðugur. Því þótti sannað að Aron hefði framið brotið sem honum var gefið að sök. Líkt og áður segir dæmdi Héraðsdómur Aron í tveggja ára fangelsi þar sem 21 mánuður voru skilorðsbundnir. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sekt Arons en breytti refsingunni þannig að hún væri alfarið óskilorðsbundin. Þá er Aroni gert að greiða manninum tvær milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Sjá meira