Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 11:34 Sigurður Ingi segir ekkert fararsnið á sér. Flokkur hans verði í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og formaður Framsóknar segir eðlilegt að óánægja komi upp eftir vonbrigðakosningar. Hann hefur ekki heyrt af mögulegum formannaskiptum hjá flokknum. Það sé eðlilegt að Framsókn verði í stjórnarandstöðu. Allir samflokksmenn Sigurðar við ríkisstjórnarborðið féllu út af þingi í nýafstöðnum kosningum. Það eru þau Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Á kosninganótt var lengi vel útlit fyrir að Sigurður myndi ekki ná inn á þing, en þegar síðustu tölur bárust varð ljóst að hann kæmi inn sem uppbótarþingmaður, á kostnað Willums. Eftirsjá fyrir flokk, þing og þjóð Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður okkar ræddi við Sigurð Inga að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, og hann spurður hvernig hljóðið væri í fráfarandi ráðherrum Framsóknar og flokksmönnum. „Þetta voru vonbrigði, þessar kosningar. Það er mikil eftirsjá af svo öflugu fólki, bæði fyrir Framsókn en líka fyrir þingið og þjóðina, að missa svona reynslumikið fólk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segir Framsóknarmenn eðlilega svekkta með úrslit kosninganna. Flokkurinn fékk 7,8 prósent atkvæða á landsvísu og fer úr þrettán þingmönnum í fimm. „Eins og ég sagði fyrir kosningar þá er það formaðurinn sem ber ríkasta ábyrgð. Ég tek hana til mín.“ Ekki möguleiki á Framsókn í ríkisstjórn Hann segir, þrátt fyrir stöðu flokksins, að ekki hafi verið rætt um formannsskipti. „Það er ekkert fararsnið á mér.“ Sigurður segir augljóst á úrslitum kosninga að ákall hafi verið um breytingar, og að Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins myndu láta reyna á stjórnarmyndunarviðræður eins og nú er raunin. „Mér líst bara ágætlega á það,“ sagði Sigurður. Ef svo færi að þetta verður eitthvað flókið í framhaldinu og byrjað að ræða við ykkur, heldurðu að það sé einhver möguleiki á því í ljósi stöðunnar og væruð þið tilbúin til þess? „Nei. Niðurstöður kosninganna voru mjög skýrar. Það er ákall um breytingar og að þessir þrír flokkar axli þá ábyrgð. Málið er hjá þeim og kosningarnar enduðu þannig að það er eðlilegt að við í Framsókn séum í stjórnarandstöðu.ô Alþingiskosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við formenn annarra flokka á Alþingi varðandi möguleg stjórnarmynstur. Nú séu formenn þriggja annarra flokka að ræða saman og ekki sé gott að segja til um það hvernig úr þeim viðræðum spilast. 6. desember 2024 11:25 Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Allir samflokksmenn Sigurðar við ríkisstjórnarborðið féllu út af þingi í nýafstöðnum kosningum. Það eru þau Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Á kosninganótt var lengi vel útlit fyrir að Sigurður myndi ekki ná inn á þing, en þegar síðustu tölur bárust varð ljóst að hann kæmi inn sem uppbótarþingmaður, á kostnað Willums. Eftirsjá fyrir flokk, þing og þjóð Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður okkar ræddi við Sigurð Inga að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, og hann spurður hvernig hljóðið væri í fráfarandi ráðherrum Framsóknar og flokksmönnum. „Þetta voru vonbrigði, þessar kosningar. Það er mikil eftirsjá af svo öflugu fólki, bæði fyrir Framsókn en líka fyrir þingið og þjóðina, að missa svona reynslumikið fólk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segir Framsóknarmenn eðlilega svekkta með úrslit kosninganna. Flokkurinn fékk 7,8 prósent atkvæða á landsvísu og fer úr þrettán þingmönnum í fimm. „Eins og ég sagði fyrir kosningar þá er það formaðurinn sem ber ríkasta ábyrgð. Ég tek hana til mín.“ Ekki möguleiki á Framsókn í ríkisstjórn Hann segir, þrátt fyrir stöðu flokksins, að ekki hafi verið rætt um formannsskipti. „Það er ekkert fararsnið á mér.“ Sigurður segir augljóst á úrslitum kosninga að ákall hafi verið um breytingar, og að Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins myndu láta reyna á stjórnarmyndunarviðræður eins og nú er raunin. „Mér líst bara ágætlega á það,“ sagði Sigurður. Ef svo færi að þetta verður eitthvað flókið í framhaldinu og byrjað að ræða við ykkur, heldurðu að það sé einhver möguleiki á því í ljósi stöðunnar og væruð þið tilbúin til þess? „Nei. Niðurstöður kosninganna voru mjög skýrar. Það er ákall um breytingar og að þessir þrír flokkar axli þá ábyrgð. Málið er hjá þeim og kosningarnar enduðu þannig að það er eðlilegt að við í Framsókn séum í stjórnarandstöðu.ô
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við formenn annarra flokka á Alþingi varðandi möguleg stjórnarmynstur. Nú séu formenn þriggja annarra flokka að ræða saman og ekki sé gott að segja til um það hvernig úr þeim viðræðum spilast. 6. desember 2024 11:25 Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Ég hef átt ákveðin samtöl“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við formenn annarra flokka á Alþingi varðandi möguleg stjórnarmynstur. Nú séu formenn þriggja annarra flokka að ræða saman og ekki sé gott að segja til um það hvernig úr þeim viðræðum spilast. 6. desember 2024 11:25
Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44