„Heyrt margar reynslusögur“ Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2024 16:00 Oliver Sigurjónsson í Hlégarði í dag, eftir að Afturelding kynnti fjóra leikmenn til leiks. Stöð 2 Sport „Þegar Afturelding hafði samband þá var ekki aftur snúið,“ segir Oliver Sigurjónsson sem genginn er til liðs við Aftureldingu frá Íslandsmeisturum Breiðabliks. Hann hlakkar mikið til að taka þátt í fyrstu leikjum nýliðanna í Bestu deildinni næsta sumar. Oliver er 29 ára, varnarsinnaður miðjumaður, sem kemur með mikla reynslu inn í Aftureldingarliðið. Auk þess að spila með einu besta liði Íslands allan sinn feril hér á landi lék hann með Bodö/Glimt í Noregi og sem táningur hjá AGF í Danmörku, og á að baki 2 A-landsleiki og 50 leiki fyrir yngri landslið. Nú tekur hann þátt í að festa Aftureldingu í sessi í efstu deild. „Það sem Afturelding vill standa fyrir, gildi og trú, passar við það sem ég vil gera í lífinu og fótboltanum. Hér er mikill möguleiki fyrir bætingar, því ég vil bæta mig og klúbburinn líka. Miðað við það sem Maggi [Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar] segir er verið að gera það með réttum hætti, eins og ég vil gera hlutina, og ég er ótrúlega spenntur fyrir að vinna hart að því að byggja upp gildi og trú innan félagsins,“ segir Oliver sem er mun vanari því að vera í toppbaráttu með reyndu liði frekar en að taka þátt í að festa nýliða í sessi í efstu deild. Klippa: Oliver mættur í Aftureldingu „En þegar ég var í Bodö í Noregi þá vorum við að fara upp um deild. Það sem taldi mér trú var að þetta snýst ótrúlega um hvað menn eru að undirbúa sig fyrir, og hvað menn trúa á og eru að gera. Það er undirstaða að því að ná árangri og úrslitum hvernig menn eru að vinna, og hvað þeir ætla að gera. Þegar menn geta leitað í sterkar venjur og gildi tel ég miklu meiri líkur á að ná árangri, þegar menn vita sín hlutverk og hvað þeir vilja gera,“ segir Oliver. En telur Oliver að ætlast sé til þess af sér, sem reynslumiklum leikmanni, að koma með fleira en fótboltalega getu inn í Aftureldingarliðið? „Ég ætlast til þess af sjálfum mér, rétt eins og hjá fyrri klúbbi. Ég er rosalega klár í að komast inn í hópinn og sjá hvort að mitt hlutverk henti ekki fyrir þessa leikmenn og félagið. Auðvitað langar mig að verða betri og gera hina betri, og vonandi hjálpa þeir mér líka. Þetta er samvinna sem við hjá Aftureldingu erum allir spenntir fyrir.“ „Ótrúlega gaman að taka þátt í þessu“ Fleiri kostir voru í stöðunni fyrir Oliver, eftir að samningur hans við Breiðablik rann út: „Það voru ákveðin lið á Íslandi sem sýndu áhuga, sem ég er mjög þakklátur fyrir, og ég átti samræður við þau. En á þessum tímapunkti finnst mér Afturelding mest spennandi. Það er gaman að taka þátt í svona framþróun hjá félagi. Það er geðveikt að gera eitthvað í fyrsta skipti. Maður hefur gert það hjá fyrri félögum. Maður fyllist stolti og gleði yfir að vera að fara að spila fyrsta tímabil Aftureldingar í efstu deild. Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessu með öllu fólkinu í kringum félagið.“ „Snýst um hvað þú gerir frekar en hvað þú segir“ Oliver mun nú spila fyrir þjálfarann unga Magnús Má Einarsson sem á skömmum tíma hefur komið uppeldisfélagi sínu í deild þeirra bestu: „Ég vissi bara hver hann var og spilaði náttúrulega með bróður hans [Antoni Ara markverði] í Breiðabliki, og hef átt óformleg samtöl við hann. Hann þurfti ekki að sannfæra mig mikið. Þetta snýst mikið meira um hvað þú gerir frekar en hvað þú segir. Ég er nógu reynslumikill til að vita það. Ég hef séð leiki með Aftureldingu og talað við marga Aftureldingarstráka, því þeir hafa verið ófáir í Breiðabliki, svo ég veit hvernig Afturelding gerir hlutina, ekki bara hvernig félagið segist ætla að gera hlutina. Það er líka ómetanlegt að sjá hvernig Mosfellsbærinn er á bakvið klúbbinn,“ segir Oliver en sterk taug hefur verið á milli Mosfellsbæjar og Kópavogs og Oliver því átt fjölda samherja sem komið hafa frá Aftureldingu: „Maður hefur heyrt margar reynslusögur og veit af sundlauginni hérna alveg við klefann. Þar eru alvöru meldingar. Ég er búinn að heyra margt og mikið um Aftureldingu og Mosfellsbæ, og er búinn að vera mikill stuðningsmaður liðsins í Lengjudeildinni í nokkur ár. Ég er því með gífurlega ástríðu fyrir félaginu og það verður sjúklega gaman að taka þátt í Bestu deildinni með því.“ Besta deild karla Afturelding Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Oliver er 29 ára, varnarsinnaður miðjumaður, sem kemur með mikla reynslu inn í Aftureldingarliðið. Auk þess að spila með einu besta liði Íslands allan sinn feril hér á landi lék hann með Bodö/Glimt í Noregi og sem táningur hjá AGF í Danmörku, og á að baki 2 A-landsleiki og 50 leiki fyrir yngri landslið. Nú tekur hann þátt í að festa Aftureldingu í sessi í efstu deild. „Það sem Afturelding vill standa fyrir, gildi og trú, passar við það sem ég vil gera í lífinu og fótboltanum. Hér er mikill möguleiki fyrir bætingar, því ég vil bæta mig og klúbburinn líka. Miðað við það sem Maggi [Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar] segir er verið að gera það með réttum hætti, eins og ég vil gera hlutina, og ég er ótrúlega spenntur fyrir að vinna hart að því að byggja upp gildi og trú innan félagsins,“ segir Oliver sem er mun vanari því að vera í toppbaráttu með reyndu liði frekar en að taka þátt í að festa nýliða í sessi í efstu deild. Klippa: Oliver mættur í Aftureldingu „En þegar ég var í Bodö í Noregi þá vorum við að fara upp um deild. Það sem taldi mér trú var að þetta snýst ótrúlega um hvað menn eru að undirbúa sig fyrir, og hvað menn trúa á og eru að gera. Það er undirstaða að því að ná árangri og úrslitum hvernig menn eru að vinna, og hvað þeir ætla að gera. Þegar menn geta leitað í sterkar venjur og gildi tel ég miklu meiri líkur á að ná árangri, þegar menn vita sín hlutverk og hvað þeir vilja gera,“ segir Oliver. En telur Oliver að ætlast sé til þess af sér, sem reynslumiklum leikmanni, að koma með fleira en fótboltalega getu inn í Aftureldingarliðið? „Ég ætlast til þess af sjálfum mér, rétt eins og hjá fyrri klúbbi. Ég er rosalega klár í að komast inn í hópinn og sjá hvort að mitt hlutverk henti ekki fyrir þessa leikmenn og félagið. Auðvitað langar mig að verða betri og gera hina betri, og vonandi hjálpa þeir mér líka. Þetta er samvinna sem við hjá Aftureldingu erum allir spenntir fyrir.“ „Ótrúlega gaman að taka þátt í þessu“ Fleiri kostir voru í stöðunni fyrir Oliver, eftir að samningur hans við Breiðablik rann út: „Það voru ákveðin lið á Íslandi sem sýndu áhuga, sem ég er mjög þakklátur fyrir, og ég átti samræður við þau. En á þessum tímapunkti finnst mér Afturelding mest spennandi. Það er gaman að taka þátt í svona framþróun hjá félagi. Það er geðveikt að gera eitthvað í fyrsta skipti. Maður hefur gert það hjá fyrri félögum. Maður fyllist stolti og gleði yfir að vera að fara að spila fyrsta tímabil Aftureldingar í efstu deild. Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessu með öllu fólkinu í kringum félagið.“ „Snýst um hvað þú gerir frekar en hvað þú segir“ Oliver mun nú spila fyrir þjálfarann unga Magnús Má Einarsson sem á skömmum tíma hefur komið uppeldisfélagi sínu í deild þeirra bestu: „Ég vissi bara hver hann var og spilaði náttúrulega með bróður hans [Antoni Ara markverði] í Breiðabliki, og hef átt óformleg samtöl við hann. Hann þurfti ekki að sannfæra mig mikið. Þetta snýst mikið meira um hvað þú gerir frekar en hvað þú segir. Ég er nógu reynslumikill til að vita það. Ég hef séð leiki með Aftureldingu og talað við marga Aftureldingarstráka, því þeir hafa verið ófáir í Breiðabliki, svo ég veit hvernig Afturelding gerir hlutina, ekki bara hvernig félagið segist ætla að gera hlutina. Það er líka ómetanlegt að sjá hvernig Mosfellsbærinn er á bakvið klúbbinn,“ segir Oliver en sterk taug hefur verið á milli Mosfellsbæjar og Kópavogs og Oliver því átt fjölda samherja sem komið hafa frá Aftureldingu: „Maður hefur heyrt margar reynslusögur og veit af sundlauginni hérna alveg við klefann. Þar eru alvöru meldingar. Ég er búinn að heyra margt og mikið um Aftureldingu og Mosfellsbæ, og er búinn að vera mikill stuðningsmaður liðsins í Lengjudeildinni í nokkur ár. Ég er því með gífurlega ástríðu fyrir félaginu og það verður sjúklega gaman að taka þátt í Bestu deildinni með því.“
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki