Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson skrifar 6. desember 2024 16:32 Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins fengu fyrr í vikunni sent bréf frá stjórn Stjórnarskrárfélagsins þar sem þeim var óskað til hamingju með úrslit kosninganna og velfarnaðar við myndun ríkisstjórnar. Þó svo að stjórnarskrármálið hafi ekki verið efst á baugi í kosningabaráttunni, hlýtur að vekja vonir hjá íbúum landsins að málið er á stefnuskrá allra þessara þriggja flokka. Umræðan í tengslum við nýafstaðnar kosningar og forsetakosningarnar í vor, til dæmis varðandi fjölda meðmælenda, forgangsröðun frambjóðenda eða röðun framboðslista, jafnt vægi atkvæða og fimm prósenta þröskuldinn, undirstrikar brýna þörf fyrir stjórnarskrárbreytingar. Að ekki sé talað um auðlindaákvæði og ákvæði til verndar náttúru landsins. Kjósendur kölluðu eftir slíkum breytingum í víðtæku lýðræðisferli eftir hrun og síðan þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012. Alþingi hefur æ síðan mistekist að sigla málinu í höfn og viðurkenna í verki kosninguna um nýja stjórnarskrá. Í því ljósi hvatti félagið formenn flokkanna þriggja til að gera plan svo stjórnarskrármálið komist upp úr hjólförunum. Nýafstaðinn aðalfundur stjórnarskrárfélagsins hnykkti á þessu með einróma hvatningu: Fundurinn hvetur næstu ríkisstjórn Íslands til að svara af stórhug ákalli kjósenda um breytingar. Ekki aðeins varðandi efnahagsmál heldur einnig lýðræði og stjórnarfar í landinu. Að viðurkenna úrslit kosninga er ófrávíkjanleg regla í lýðræðisríki. Að brjóta þá grundvallarreglu setur stórhættulegt fordæmi fyrir því að Alþingi geti sniðgengið úrslit kosninga og lýðræðislegan vilja meirihluta þjóðarinnar eftir geðþótta. Þannig væri til dæmis hægt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB en virða niðurstöðuna að vettugi ef hún hentaði ekki meirihlutanum á Alþingi hverju sinni. Alþingi hefur á 12 árum ekki auðnast að sigla stjórnarskrármálinu í höfn. Það hlýtur að teljast fullreynt. Til að rjúfa kyrrstöðuna er lagt til að Alþingi kalli saman slembivalið stjórnlagaþing almennra borgara. Þingið hefði það hlutverk að leggja lokahönd á tillögurnar sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár og fá þær Alþingi í hendur. Stjórnlagaþingið vinni með lýðræðislegar grundvallarreglur að leiðarljósi og virðingu við úrslit atkvæðagreiðslunnar, eins og nánar er líst í áskorun Stjórnarskrárfélagsins frá 23. nóvember síðastliðnum. Sjá hér >> Stjórnarskrárfélagið áréttar kröfuna um að úrslit kosninga séu viðurkennd og að tillögur að nýrri stjórnarskrá sem yfir 2/3 hlutar kjósenda (67%) samþykktu sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár í þjóðaratkvæðagreiðslu verði afgreiddar af heilindum og virðingu við lýðræðislega niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Það er brýnt og löngu tímabært að þjóðin fái þá stjórnarskrá sem hún hefur samið sér og samþykkt. — Ný ríkisstjórn sem boðar breytingar hlýtur að taka mið af því. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Alþingi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins fengu fyrr í vikunni sent bréf frá stjórn Stjórnarskrárfélagsins þar sem þeim var óskað til hamingju með úrslit kosninganna og velfarnaðar við myndun ríkisstjórnar. Þó svo að stjórnarskrármálið hafi ekki verið efst á baugi í kosningabaráttunni, hlýtur að vekja vonir hjá íbúum landsins að málið er á stefnuskrá allra þessara þriggja flokka. Umræðan í tengslum við nýafstaðnar kosningar og forsetakosningarnar í vor, til dæmis varðandi fjölda meðmælenda, forgangsröðun frambjóðenda eða röðun framboðslista, jafnt vægi atkvæða og fimm prósenta þröskuldinn, undirstrikar brýna þörf fyrir stjórnarskrárbreytingar. Að ekki sé talað um auðlindaákvæði og ákvæði til verndar náttúru landsins. Kjósendur kölluðu eftir slíkum breytingum í víðtæku lýðræðisferli eftir hrun og síðan þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012. Alþingi hefur æ síðan mistekist að sigla málinu í höfn og viðurkenna í verki kosninguna um nýja stjórnarskrá. Í því ljósi hvatti félagið formenn flokkanna þriggja til að gera plan svo stjórnarskrármálið komist upp úr hjólförunum. Nýafstaðinn aðalfundur stjórnarskrárfélagsins hnykkti á þessu með einróma hvatningu: Fundurinn hvetur næstu ríkisstjórn Íslands til að svara af stórhug ákalli kjósenda um breytingar. Ekki aðeins varðandi efnahagsmál heldur einnig lýðræði og stjórnarfar í landinu. Að viðurkenna úrslit kosninga er ófrávíkjanleg regla í lýðræðisríki. Að brjóta þá grundvallarreglu setur stórhættulegt fordæmi fyrir því að Alþingi geti sniðgengið úrslit kosninga og lýðræðislegan vilja meirihluta þjóðarinnar eftir geðþótta. Þannig væri til dæmis hægt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB en virða niðurstöðuna að vettugi ef hún hentaði ekki meirihlutanum á Alþingi hverju sinni. Alþingi hefur á 12 árum ekki auðnast að sigla stjórnarskrármálinu í höfn. Það hlýtur að teljast fullreynt. Til að rjúfa kyrrstöðuna er lagt til að Alþingi kalli saman slembivalið stjórnlagaþing almennra borgara. Þingið hefði það hlutverk að leggja lokahönd á tillögurnar sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár og fá þær Alþingi í hendur. Stjórnlagaþingið vinni með lýðræðislegar grundvallarreglur að leiðarljósi og virðingu við úrslit atkvæðagreiðslunnar, eins og nánar er líst í áskorun Stjórnarskrárfélagsins frá 23. nóvember síðastliðnum. Sjá hér >> Stjórnarskrárfélagið áréttar kröfuna um að úrslit kosninga séu viðurkennd og að tillögur að nýrri stjórnarskrá sem yfir 2/3 hlutar kjósenda (67%) samþykktu sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár í þjóðaratkvæðagreiðslu verði afgreiddar af heilindum og virðingu við lýðræðislega niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Það er brýnt og löngu tímabært að þjóðin fái þá stjórnarskrá sem hún hefur samið sér og samþykkt. — Ný ríkisstjórn sem boðar breytingar hlýtur að taka mið af því. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun