Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. desember 2024 18:23 Landris er hafið á ný í Svartsengi. vísir/vilhelm Virkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur dregist saman hægt og rólega síðustu daga. Minni virkni er sýnileg á vefmyndavélum og gosórói hefur farið minnkandi þegar horft er til síðustu daga. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Nýjustu aflögunargögn Veðurstofunnar benda til þess að landris sé hafið að nýju í Svartsengi GPS mælingar sýna hæga breytingu upp á við á nokkrum stöðvum. Nýjustu gervitunglamyndir frá ICEYE staðfesta þau merki sem berast frá GPS mælum. Ingibjörg Andrea Borgþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að þetta segi lítið til um hvort það muni gjósa aftur á svæðinu. „Það er erfitt að fullyrða það að svo stöddu. Þetta þýðir það að kvika heldur áfram að streyma að neðan í kvikuhólfið. Á meðan það heldur áfram, þýðir það að það gæti komið gos en það gæti líka stöðvast eftir mánuð eða einn og hálfan. Þetta er vísbending um það að þessi svokallaði taktur sem við erum búin að sjá, landris og eldgos til skiptis. Þetta er vísbending um að það muni halda áfram en síðan getur jörðin tekið upp á því að gera eitthvað aðeins öðruvísi,“ sagði Ingibjörg. Þá hefur hraunflæði haldið sig innan eldri hraunbreiðunnar á svæðinu og mælist lítið sem ekkert framskrið utan hennar. Gasmengun er áfram til staðar þrátt fyrir minnkandi virkni. Hættumat er óbreytt en verður endurskoðað tíunda desember. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Nýjustu aflögunargögn Veðurstofunnar benda til þess að landris sé hafið að nýju í Svartsengi GPS mælingar sýna hæga breytingu upp á við á nokkrum stöðvum. Nýjustu gervitunglamyndir frá ICEYE staðfesta þau merki sem berast frá GPS mælum. Ingibjörg Andrea Borgþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að þetta segi lítið til um hvort það muni gjósa aftur á svæðinu. „Það er erfitt að fullyrða það að svo stöddu. Þetta þýðir það að kvika heldur áfram að streyma að neðan í kvikuhólfið. Á meðan það heldur áfram, þýðir það að það gæti komið gos en það gæti líka stöðvast eftir mánuð eða einn og hálfan. Þetta er vísbending um það að þessi svokallaði taktur sem við erum búin að sjá, landris og eldgos til skiptis. Þetta er vísbending um að það muni halda áfram en síðan getur jörðin tekið upp á því að gera eitthvað aðeins öðruvísi,“ sagði Ingibjörg. Þá hefur hraunflæði haldið sig innan eldri hraunbreiðunnar á svæðinu og mælist lítið sem ekkert framskrið utan hennar. Gasmengun er áfram til staðar þrátt fyrir minnkandi virkni. Hættumat er óbreytt en verður endurskoðað tíunda desember.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Sjá meira