„Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. desember 2024 21:17 Baldur Ragnarsson er í toppmálum þessa dagana. Vísir/Jón Gautur Stjarnan vann öruggan og nokkuð þægilegan útisigur í kvöld í nágrannaslag gegn Álftanesi, 77-97. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, var sérstaklega ánægður með varnarleikinn að þessu sinni. Patrekur Jóhannesson tók utan um Baldur þegar hann var á leiðinni í viðtalið og sagði: „Góð orka í liðinu!“ sem rammar frammistöðuna ef til vill ágætlega inn. „Þetta er minn maður þarna, Patti, geggjaður. Já, bara mjög góð orka. Frábær varnarleikur heilt yfir, sérstaklega í seinni hálfleik. Ég var mjög ánægður með það.“ Stjarnan byrjaði leikinn á 14-0 áhlaupi og var nokkurn veginn alltaf í bílstjórasætinu eftir það. Baldur viðurkenndi að hann hefði reiknað með jafnari leik fyrirfram. „Ég held að ég sé að segja rétt að það hafa allir leikir hérna verið í framlengingu eða algjört 50/50 og ég reiknaði náttúrulega bara með því að við værum að fara í það. Hrikalega ánægður með frammistöðuna hjá mínum mönnum á varnarvelli og bara orkuna heilt yfir. Menn að hreyfa boltann glæsilega og „eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta.“ Orri Gunnarsson fór fyrir stigaskori gestanna í kvöld en lenti í villuvandræðum í fyrri hálfleik. Það skipti þó engu máli þar sem Stjarnan býr yfir góðu og samstilltu vopnabúri að mati Baldurs. „Það er bara hrikalega góð „kemestría“ í liðinu á milli leikmanna. Menn treysta hver öðrum og erlendu leikmennirnir líka alveg í takti við þá íslensku þannig að ég er bara mjög ánægður með það. Þetta var bara hrikalega góður leikur hjá okkur í dag.“ „Þú mátt ekki taka þessu sem gefnu, þetta var bara góð frammistaða, við vinnum út af því. Ef þú heldur að þú sért eitthvað, þá lendirðu niðri á jörðinni. Er orkan fer, ef varnarleikurinn fer, þá bara taparðu. Þú verður alltaf að vinna vinnuna og halda fókus.“ Stjarnan á bikarleik strax á mánudag en Baldur sagði að hann hefði aldrei haft það á bakvið eyrað að hvíla menn fyrir þann leik. „Nei, í sjálfu sér ætlaði ég bara að vinna leikinn og var ekki að pæla í því eitt né neitt.“ Það er kannski bara Hlynur sem þarf á lengri hvíld að halda? „Hann spilar bara tíu mínútur hvort sem er, hann þarf engan tíma til að jafna sig, hann getur spilað aftur á morgun.“ Bónus-deild karla Körfubolti Stjarnan Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
Patrekur Jóhannesson tók utan um Baldur þegar hann var á leiðinni í viðtalið og sagði: „Góð orka í liðinu!“ sem rammar frammistöðuna ef til vill ágætlega inn. „Þetta er minn maður þarna, Patti, geggjaður. Já, bara mjög góð orka. Frábær varnarleikur heilt yfir, sérstaklega í seinni hálfleik. Ég var mjög ánægður með það.“ Stjarnan byrjaði leikinn á 14-0 áhlaupi og var nokkurn veginn alltaf í bílstjórasætinu eftir það. Baldur viðurkenndi að hann hefði reiknað með jafnari leik fyrirfram. „Ég held að ég sé að segja rétt að það hafa allir leikir hérna verið í framlengingu eða algjört 50/50 og ég reiknaði náttúrulega bara með því að við værum að fara í það. Hrikalega ánægður með frammistöðuna hjá mínum mönnum á varnarvelli og bara orkuna heilt yfir. Menn að hreyfa boltann glæsilega og „eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta.“ Orri Gunnarsson fór fyrir stigaskori gestanna í kvöld en lenti í villuvandræðum í fyrri hálfleik. Það skipti þó engu máli þar sem Stjarnan býr yfir góðu og samstilltu vopnabúri að mati Baldurs. „Það er bara hrikalega góð „kemestría“ í liðinu á milli leikmanna. Menn treysta hver öðrum og erlendu leikmennirnir líka alveg í takti við þá íslensku þannig að ég er bara mjög ánægður með það. Þetta var bara hrikalega góður leikur hjá okkur í dag.“ „Þú mátt ekki taka þessu sem gefnu, þetta var bara góð frammistaða, við vinnum út af því. Ef þú heldur að þú sért eitthvað, þá lendirðu niðri á jörðinni. Er orkan fer, ef varnarleikurinn fer, þá bara taparðu. Þú verður alltaf að vinna vinnuna og halda fókus.“ Stjarnan á bikarleik strax á mánudag en Baldur sagði að hann hefði aldrei haft það á bakvið eyrað að hvíla menn fyrir þann leik. „Nei, í sjálfu sér ætlaði ég bara að vinna leikinn og var ekki að pæla í því eitt né neitt.“ Það er kannski bara Hlynur sem þarf á lengri hvíld að halda? „Hann spilar bara tíu mínútur hvort sem er, hann þarf engan tíma til að jafna sig, hann getur spilað aftur á morgun.“
Bónus-deild karla Körfubolti Stjarnan Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira