Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2024 07:27 Sýrlendingar fagna komu uppreisnarmanna til höfuðborgarinnar Damaskus 8. desember 2024. AP/Omar Sanadiki Stjórn Sýrlands hefur verið komið frá völdum eftir að skyndiárás uppreisnarmanna batt enda á fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. Sýrlenska ríkissjónvarpið sendi út myndbandsyfirlýsingu frá hópi manna þar sem fullyrt er að Bashar Assad forseta hafi verið steypt af stóli og allir fangar látnir lausir úr fangelsum. Maðurinn sem las yfirlýsinguna sagði að uppreisnarhópurinn hvatti alla stjórnarandstæðinga og almenna borgara til að standa vörð um ríkisstofnanir „hins frjálsa sýrlenska ríkis“. Borgarastríð hefur ríkt í Sýrlandi í fjórtán ár þar sem uppreisnarmenn hafa reynt að koma Bashar Assad frá völdum en hann tók við af föður sínum árið 2000. Yfirlýsingin birtist nokkrum klukkustundum eftir að fulltrúi stjórnarandstæðinga gaf út að Assad hefði flúið landið og væri kominn á ótilgreindan stað. Uppreisnarmenn komust inn í höfuðborgina Damaskus eftir snögga sókn en það tók uppreisnarmenn tíu daga að þvera yfirráðasvæði stjórnvalda og komast inn í höfuðborgina. AP-fréttaveitan greinir frá þessu. Forsætisráðherra vill vinna með uppreisnarmönnum Mohammed Ghazi Jalali, forsætisráðherra Sýrlands sagði að ríkisstjórnin væri reiðubúin að „rétta fram hönd sína“ til stjórnarandstöðunnar og færa störf sín í hendur bráðabirgðastjórnar. „Ég er í húsinu mínu og hef ekki farið, og þetta er vegna þess að ég vil tilheyra þessu landi,“ sagði Jalili í myndbandsyfirlýsingu. Hann sagðist ætla að fara á skrifstofu sína til að halda vinnu áfram í fyrramálið og hvatti sýrlenska ríkisborgara til að skemma ekki opinberar eignir. Hann minntist ekkert á fregnir um að Assad forseti hefði flúið landið. Bashar Assad tók við af föður sínum sem forseti Sýrlands árið 2000.AP/Saudi Press Agency Rami Abdurrahman hjá The Syrian Observatory for Human Rights, sem tekur saman upplýsingar um stöðu átaka og mannréttindabrota í Sýrlandi, sagði í samtali við AP-fréttaveituna að Assad hafi flogið frá Damaskus-borg á sunnudag. Ríkissjónvarpið í Íran, sem var helsti bakhjarl Assads á stríðsárunum í Sýrlandi, greindi frá því að Assad hefði yfirgefið höfuðborgina og vísaði í upplýsingar Al Jazeera-fréttastofunnar. Engin yfirlýsing hefur borist frá sýrlenskum stjórnvöldum. Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa verið í stórsókn undanfarna daga. Á föstudag ráku þeir stjórnarliða Assad og aðrar sveitir hliðhollar forsetanum frá borginni Hama sem er ein af stærri borgum landsins. Fyrir það féll hvert úthverfið á fætur öðru í hendur uppreisnarmanna. Ráðamenn í Sýrlandi höfðu lýst því yfir að öflugar varnir væru til staðar við Damaskus til að brjóta sókn uppreisnarmanna á bak aftur. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnarandstæðingar komast til Damaskus frá árinu 2018, þegar sýrlenskir hermenn náðu aftur svæði í útjaðri höfuðborgarinnar eftir áralangt umsátur. Sýrlendingar fagna komu stjórnarandstæðinga til Damaskus í Sýrlandi.Ap/Omar Sanadiki Fögnuðu í miðborginni Þegar leið á morgun safnaðist mannfjöldi saman í Damaskus til að biðjast fyrir í moskum borgarinnar og fagna á torginum. Að sögn AP-fréttaveitunnar söng fólk einnig slagorð gegn Assad og þeyttu bílaflautur. Á sumum svæðum heyrðist fólk fagna með byssuskotum. Á sama tíma höfðu hermenn og lögreglumenn flúið stöður sínar og búið var að brjótast inn í höfuðstöðvar varnarmálaráðuneytisins. „Tilfinningar mínar eru ólýsanlegar,“ sagði Omar Daher, 29 ára lögfræðingur. „Eftir óttann sem Assad og faðir hans hafa látið okkur búa við í mörg ár, og skelfinguna og skelfingarástandið sem ég bjó við, þá trúi ég þessu ekki.“ Daher sagði að faðir hans hafi verið drepinn af öryggissveitum Assads og óljóst sé um örlög bróður hans sem hafi verið í haldi stjórnvalda. Assad „er glæpamaður, harðstjóri og hundur,“ bætti hann við í samtali við AP. Sýrlenskir stjórnarandstæðingar keyra um göturnar í kjölfar yfirtöku stjórnarandstöðunnar á Hama í Sýrlandi á föstudag.AP/Ghaith Alsayed „Þetta er bæn hvers kúgaðs manns og Guð svaraði henni í dag. Við héldum að við myndum aldrei sjá það, en guði sé lof, við sáum það,“ sagði Ghazal al-Sharif, sem fagnaði sömuleiðis í miðborg Damaskus. Höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni virtust vera yfirgefnar í morgun og engir lögreglumenn fyrir utan. Blaðamaður AP tók myndir af yfirgefinni eftirlitsstöð hersins þar sem einkennisbúningum hafði verið hent á jörðina undir veggspjaldi af andliti Assads. Sham FM-útvarpsstöðin, sem hefur verið hlynnt stjórnvöldum, greindi frá því að flugvöllurinn í Damaskus hefði verið rýmdur og allt flug stöðvað. Uppreisnarmennirnir tilkynntu að þeir hefðu farið inn í hið alræmda Saydnaya-herfangelsi norður af höfuðborginni og „frelsað“ fanga sína þar. Þúsundir reynt að flýja landið Í gær náðu stjórnarandstæðingar Homs, þriðju stærstu borg Sýrlands, á vald sitt þegar stjórnarherinn yfirgaf hana. Uppreisnarmennirnir höfðu þegar náð borgunum Aleppo og Hama á sitt vald í skyndisókninni sem hófst 27. nóvember. Uppreisnarmenn herjuðu á höfuðborgina Damaskus í kjölfar þess að sýrlenski herinn dró sig frá stórum hluta suðurhluta landsins og skildi eftir svæði, þar á meðal nokkrar héraðshöfuðborgir, undir stjórn stjórnarandstæðinga. Uppreisnarmennirnir eru leiddir af hópi sem á uppruna sinn í al-Qaeda og er hópurinn skilgreindur sem hryðjuverkasamtök af Bandaríkjunum og Sameinuðu þjóðunum. Uppreisnarmennirnir hafa undir forystu Hayat Tahrir al-Sham hópsins mætt lítilli mótspyrnu frá sýrlenska hernum, að sögn AP-fréttaveitunnar. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna kallaði eftir umræðum á vettvangi þeirra til að tryggja „skipulega“ valdatilfærslu í Sýrlandi. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem er helsti bakhjarl Assads á alþjóðavettvangi, sagði að hann vorkenni sýrlensku þjóðinni. Íbúar í Damaskus hafa sumir keppst við að safna saman nauðsynjum og þúsundir fóru að landamærum Sýrlands að Líbanon og reyndu að yfirgefa landið. Líbönsk landamærayfirvöld lokuðu aðallandamærastöðinni í Masnaa seint á laugardag og hefur fjöldi fólks safnast þar saman. AP hefur eftir íbúa að margar verslanir í höfuðborginni séu lokaðar og þær sem séu opnar skorti nauðsynjavörur eins og sykur. Á sama tíma væru sumir að selja vörur á þreföldu verði. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út að verið væri að flytja ónauðsynlegt starfsfólk frá Sýrlandi í varúðarskyni. Fréttin hefur verið uppfærð. Sýrland Tengdar fréttir Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Uppreisnar- og vígamenn í Sýrlandi leggja nú undir sig hvert úthverfið á eftir öðru í Damaskus, höfuðborg landsins. Talsmaður yfirvalda í Sýrlandi þvertekur fyrir það að forseti ríkisins, Bashar al-Assad, hafi lagt á flótta. 7. desember 2024 21:15 Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Uppreisnar- og vígamenn hafa rekið stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir hliðhollar forsetanum frá borginni Hama. Það er ein af stærri borgum landsins en einungis tveir dagar eru síðan uppreisnarmennirnir hófu sóknina að borginni og var það í kjölfar óvæntrar skyndisóknar gegn Aleppo, í norðvesturhluta landsins. 5. desember 2024 18:49 Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Harðir bardagar eru sagðir eiga sér stað milli uppreisnar- og vígamanna annars vegar og stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, og annarra sveita honum hliðhollar hinsvegar norður af borginni Hama. Það er ein af stærstu borgum Sýrlands og höfuðborg Hama-héraðs og hafa uppreisnarmennirnir tekið nokkra bæi norður af borginni í dag. 3. desember 2024 18:31 Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Hundruð meðlima írakskra vopnahópa hafa streymt yfir landamærin til Sýrlands í dag. Þar ætla þeir að aðstoða sveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, gegn uppreisnar- og vígamönnum sem tóku stjórn á borginni Aleppo og stórum nærliggjandi svæðum í vikunni. 2. desember 2024 18:38 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Maðurinn sem las yfirlýsinguna sagði að uppreisnarhópurinn hvatti alla stjórnarandstæðinga og almenna borgara til að standa vörð um ríkisstofnanir „hins frjálsa sýrlenska ríkis“. Borgarastríð hefur ríkt í Sýrlandi í fjórtán ár þar sem uppreisnarmenn hafa reynt að koma Bashar Assad frá völdum en hann tók við af föður sínum árið 2000. Yfirlýsingin birtist nokkrum klukkustundum eftir að fulltrúi stjórnarandstæðinga gaf út að Assad hefði flúið landið og væri kominn á ótilgreindan stað. Uppreisnarmenn komust inn í höfuðborgina Damaskus eftir snögga sókn en það tók uppreisnarmenn tíu daga að þvera yfirráðasvæði stjórnvalda og komast inn í höfuðborgina. AP-fréttaveitan greinir frá þessu. Forsætisráðherra vill vinna með uppreisnarmönnum Mohammed Ghazi Jalali, forsætisráðherra Sýrlands sagði að ríkisstjórnin væri reiðubúin að „rétta fram hönd sína“ til stjórnarandstöðunnar og færa störf sín í hendur bráðabirgðastjórnar. „Ég er í húsinu mínu og hef ekki farið, og þetta er vegna þess að ég vil tilheyra þessu landi,“ sagði Jalili í myndbandsyfirlýsingu. Hann sagðist ætla að fara á skrifstofu sína til að halda vinnu áfram í fyrramálið og hvatti sýrlenska ríkisborgara til að skemma ekki opinberar eignir. Hann minntist ekkert á fregnir um að Assad forseti hefði flúið landið. Bashar Assad tók við af föður sínum sem forseti Sýrlands árið 2000.AP/Saudi Press Agency Rami Abdurrahman hjá The Syrian Observatory for Human Rights, sem tekur saman upplýsingar um stöðu átaka og mannréttindabrota í Sýrlandi, sagði í samtali við AP-fréttaveituna að Assad hafi flogið frá Damaskus-borg á sunnudag. Ríkissjónvarpið í Íran, sem var helsti bakhjarl Assads á stríðsárunum í Sýrlandi, greindi frá því að Assad hefði yfirgefið höfuðborgina og vísaði í upplýsingar Al Jazeera-fréttastofunnar. Engin yfirlýsing hefur borist frá sýrlenskum stjórnvöldum. Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa verið í stórsókn undanfarna daga. Á föstudag ráku þeir stjórnarliða Assad og aðrar sveitir hliðhollar forsetanum frá borginni Hama sem er ein af stærri borgum landsins. Fyrir það féll hvert úthverfið á fætur öðru í hendur uppreisnarmanna. Ráðamenn í Sýrlandi höfðu lýst því yfir að öflugar varnir væru til staðar við Damaskus til að brjóta sókn uppreisnarmanna á bak aftur. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnarandstæðingar komast til Damaskus frá árinu 2018, þegar sýrlenskir hermenn náðu aftur svæði í útjaðri höfuðborgarinnar eftir áralangt umsátur. Sýrlendingar fagna komu stjórnarandstæðinga til Damaskus í Sýrlandi.Ap/Omar Sanadiki Fögnuðu í miðborginni Þegar leið á morgun safnaðist mannfjöldi saman í Damaskus til að biðjast fyrir í moskum borgarinnar og fagna á torginum. Að sögn AP-fréttaveitunnar söng fólk einnig slagorð gegn Assad og þeyttu bílaflautur. Á sumum svæðum heyrðist fólk fagna með byssuskotum. Á sama tíma höfðu hermenn og lögreglumenn flúið stöður sínar og búið var að brjótast inn í höfuðstöðvar varnarmálaráðuneytisins. „Tilfinningar mínar eru ólýsanlegar,“ sagði Omar Daher, 29 ára lögfræðingur. „Eftir óttann sem Assad og faðir hans hafa látið okkur búa við í mörg ár, og skelfinguna og skelfingarástandið sem ég bjó við, þá trúi ég þessu ekki.“ Daher sagði að faðir hans hafi verið drepinn af öryggissveitum Assads og óljóst sé um örlög bróður hans sem hafi verið í haldi stjórnvalda. Assad „er glæpamaður, harðstjóri og hundur,“ bætti hann við í samtali við AP. Sýrlenskir stjórnarandstæðingar keyra um göturnar í kjölfar yfirtöku stjórnarandstöðunnar á Hama í Sýrlandi á föstudag.AP/Ghaith Alsayed „Þetta er bæn hvers kúgaðs manns og Guð svaraði henni í dag. Við héldum að við myndum aldrei sjá það, en guði sé lof, við sáum það,“ sagði Ghazal al-Sharif, sem fagnaði sömuleiðis í miðborg Damaskus. Höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni virtust vera yfirgefnar í morgun og engir lögreglumenn fyrir utan. Blaðamaður AP tók myndir af yfirgefinni eftirlitsstöð hersins þar sem einkennisbúningum hafði verið hent á jörðina undir veggspjaldi af andliti Assads. Sham FM-útvarpsstöðin, sem hefur verið hlynnt stjórnvöldum, greindi frá því að flugvöllurinn í Damaskus hefði verið rýmdur og allt flug stöðvað. Uppreisnarmennirnir tilkynntu að þeir hefðu farið inn í hið alræmda Saydnaya-herfangelsi norður af höfuðborginni og „frelsað“ fanga sína þar. Þúsundir reynt að flýja landið Í gær náðu stjórnarandstæðingar Homs, þriðju stærstu borg Sýrlands, á vald sitt þegar stjórnarherinn yfirgaf hana. Uppreisnarmennirnir höfðu þegar náð borgunum Aleppo og Hama á sitt vald í skyndisókninni sem hófst 27. nóvember. Uppreisnarmenn herjuðu á höfuðborgina Damaskus í kjölfar þess að sýrlenski herinn dró sig frá stórum hluta suðurhluta landsins og skildi eftir svæði, þar á meðal nokkrar héraðshöfuðborgir, undir stjórn stjórnarandstæðinga. Uppreisnarmennirnir eru leiddir af hópi sem á uppruna sinn í al-Qaeda og er hópurinn skilgreindur sem hryðjuverkasamtök af Bandaríkjunum og Sameinuðu þjóðunum. Uppreisnarmennirnir hafa undir forystu Hayat Tahrir al-Sham hópsins mætt lítilli mótspyrnu frá sýrlenska hernum, að sögn AP-fréttaveitunnar. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna kallaði eftir umræðum á vettvangi þeirra til að tryggja „skipulega“ valdatilfærslu í Sýrlandi. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem er helsti bakhjarl Assads á alþjóðavettvangi, sagði að hann vorkenni sýrlensku þjóðinni. Íbúar í Damaskus hafa sumir keppst við að safna saman nauðsynjum og þúsundir fóru að landamærum Sýrlands að Líbanon og reyndu að yfirgefa landið. Líbönsk landamærayfirvöld lokuðu aðallandamærastöðinni í Masnaa seint á laugardag og hefur fjöldi fólks safnast þar saman. AP hefur eftir íbúa að margar verslanir í höfuðborginni séu lokaðar og þær sem séu opnar skorti nauðsynjavörur eins og sykur. Á sama tíma væru sumir að selja vörur á þreföldu verði. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út að verið væri að flytja ónauðsynlegt starfsfólk frá Sýrlandi í varúðarskyni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sýrland Tengdar fréttir Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Uppreisnar- og vígamenn í Sýrlandi leggja nú undir sig hvert úthverfið á eftir öðru í Damaskus, höfuðborg landsins. Talsmaður yfirvalda í Sýrlandi þvertekur fyrir það að forseti ríkisins, Bashar al-Assad, hafi lagt á flótta. 7. desember 2024 21:15 Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Uppreisnar- og vígamenn hafa rekið stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir hliðhollar forsetanum frá borginni Hama. Það er ein af stærri borgum landsins en einungis tveir dagar eru síðan uppreisnarmennirnir hófu sóknina að borginni og var það í kjölfar óvæntrar skyndisóknar gegn Aleppo, í norðvesturhluta landsins. 5. desember 2024 18:49 Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Harðir bardagar eru sagðir eiga sér stað milli uppreisnar- og vígamanna annars vegar og stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, og annarra sveita honum hliðhollar hinsvegar norður af borginni Hama. Það er ein af stærstu borgum Sýrlands og höfuðborg Hama-héraðs og hafa uppreisnarmennirnir tekið nokkra bæi norður af borginni í dag. 3. desember 2024 18:31 Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Hundruð meðlima írakskra vopnahópa hafa streymt yfir landamærin til Sýrlands í dag. Þar ætla þeir að aðstoða sveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, gegn uppreisnar- og vígamönnum sem tóku stjórn á borginni Aleppo og stórum nærliggjandi svæðum í vikunni. 2. desember 2024 18:38 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Uppreisnar- og vígamenn í Sýrlandi leggja nú undir sig hvert úthverfið á eftir öðru í Damaskus, höfuðborg landsins. Talsmaður yfirvalda í Sýrlandi þvertekur fyrir það að forseti ríkisins, Bashar al-Assad, hafi lagt á flótta. 7. desember 2024 21:15
Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Uppreisnar- og vígamenn hafa rekið stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir hliðhollar forsetanum frá borginni Hama. Það er ein af stærri borgum landsins en einungis tveir dagar eru síðan uppreisnarmennirnir hófu sóknina að borginni og var það í kjölfar óvæntrar skyndisóknar gegn Aleppo, í norðvesturhluta landsins. 5. desember 2024 18:49
Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Harðir bardagar eru sagðir eiga sér stað milli uppreisnar- og vígamanna annars vegar og stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, og annarra sveita honum hliðhollar hinsvegar norður af borginni Hama. Það er ein af stærstu borgum Sýrlands og höfuðborg Hama-héraðs og hafa uppreisnarmennirnir tekið nokkra bæi norður af borginni í dag. 3. desember 2024 18:31
Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Hundruð meðlima írakskra vopnahópa hafa streymt yfir landamærin til Sýrlands í dag. Þar ætla þeir að aðstoða sveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, gegn uppreisnar- og vígamönnum sem tóku stjórn á borginni Aleppo og stórum nærliggjandi svæðum í vikunni. 2. desember 2024 18:38