Stofnuðu Félag ungra mæðra til að rjúfa félagslega einangrun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2024 13:24 Það verður að segjast eins og er að félagsfundur Félags ungra mæðra var einstaklega krúttlegur. Vísir/Sigurjón Það getur verið einmanalegt að vera ung móðir. Þetta segja mæður sem nýlega stofnuðu Félag ungra mæðra sem hefur það að meginmarkmiði að rjúfa félagslega einangrun eftir fæðingu. Margrét Helga, fréttamaður, fékk að sitja fund með framtakssömum ungum mæðrum og börnum þeirra. Fjórtán ungar mæður ákváðu að stofna félagið eftir að hafa fundið fyrir einmanaleika eftir fæðingu og vildu finna aðrar í sömu stöðu. Þetta byrjaði allt í Facebookhópnum Mæðratips. „Það var alltaf að aukast póstar þar inni þar sem ungar mæður sögðu frá því að þær væru kannski bara einmana og búnar að missa margar vinkonur og vini út frá því að eignast börn. Fólk einangrar sig og það var alveg eins hjá mér,“ segir Rósa Björk Einarsdóttir, formaður Félags ungra mæðra. Rósa Björk. formaður, á góðum degi með dóttur sinni.Aðsend Þær vilja þó taka skýrt fram að það sé yndislegt að vera móðir en stundum geti það verið einmanalegt. „Líka bara því ég er fyrst til að eignast barn í mínum vinahópi þannig að viðkvæðið var oft "ekki vera að trufla Álfheiði, hún er með nýfætt barn" en mig langar að fá boð,“ segir Álfheiður Björk. Ásókn í félagið er slík að á nokkrum dögum telur fjöldi félagskvenna nokkur hundruð. „Okkur langar að geta haft dagskrá og haft vikulega eitthvað planað, svo við getum hist með og án barna þannig að okkur langar að við þurfum ekki alltaf að vera með börnin og fá að kynnast okkur aftur og að fara úr mömmuhlutverkinu og vera bara við sjálfar sem við vorum áður en við eignuðumst börn, það er stórt fyrir okkur,“ segir María Rós, varaformaður félagsins en bætir við að auðvitað fái börnin líka oft að vera með. Félagsskapurinn og stuðningurinn sé aðalatriðið. „Mér finnst líka bara svo mikilvægt að mæður sem eru með fæðingarþunglyndi, eða eru kvíðnar fyrir, að við séum samfélag sem þú getur leitað til, að það er alltaf einhver hér. Þú ert kannski vakandi um miðja nótt hágrátandi og þá getur þú sent inn í hópinn „er einhver annar vakandi?“ og þá segir einhver, „ég er hér,“ segir Álfheiður og réttir upp hönd og bætir við að hún sjálf hefði virkilega þurft á slíkum félagsskap og stuðningi að halda. „Mig langar að vera þessi manneskja fyrir aðra.“ Mæðurnar ungu eru stórhuga og ætla að safna dósum til að byggja upp félagið og benda fyrirtækjum á að vera ófeimin við að hafa samband ef þau eru með einhverjar hugmyndir. Ungu mæðurnar láta verkin tala - og þær vilja flöskurnar þínar.aðsend „Svo við getum boðið ungum mömmum og samfélaginu sem við erum að búa til hérna upp á einhverja viðburði og hittinga og ég hvet fyrirtæki ef þau hafi einhverjar hugmyndir sem við gætum gert eitthvað saman og þá væri það ótrúlega gaman. Við ætlum allavega á rúntinn að sækja dósir í vikunni þannig að ef þið eigið dósapoka liggjandi heima og ég veit að þið eruð öll með það, það eru allir með nokkra poka inni í bílskúr þá endilega leyfið okkur að koma og sækja þá,“ segir Rósa Björk, til þjónustu reiðubúin! Hér er slóðin á Facebooksíðu Félags ungra mæðra og hér er slóðin á Instagramsíðu félagsins. Börn og uppeldi Fæðingarorlof Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Fjórtán ungar mæður ákváðu að stofna félagið eftir að hafa fundið fyrir einmanaleika eftir fæðingu og vildu finna aðrar í sömu stöðu. Þetta byrjaði allt í Facebookhópnum Mæðratips. „Það var alltaf að aukast póstar þar inni þar sem ungar mæður sögðu frá því að þær væru kannski bara einmana og búnar að missa margar vinkonur og vini út frá því að eignast börn. Fólk einangrar sig og það var alveg eins hjá mér,“ segir Rósa Björk Einarsdóttir, formaður Félags ungra mæðra. Rósa Björk. formaður, á góðum degi með dóttur sinni.Aðsend Þær vilja þó taka skýrt fram að það sé yndislegt að vera móðir en stundum geti það verið einmanalegt. „Líka bara því ég er fyrst til að eignast barn í mínum vinahópi þannig að viðkvæðið var oft "ekki vera að trufla Álfheiði, hún er með nýfætt barn" en mig langar að fá boð,“ segir Álfheiður Björk. Ásókn í félagið er slík að á nokkrum dögum telur fjöldi félagskvenna nokkur hundruð. „Okkur langar að geta haft dagskrá og haft vikulega eitthvað planað, svo við getum hist með og án barna þannig að okkur langar að við þurfum ekki alltaf að vera með börnin og fá að kynnast okkur aftur og að fara úr mömmuhlutverkinu og vera bara við sjálfar sem við vorum áður en við eignuðumst börn, það er stórt fyrir okkur,“ segir María Rós, varaformaður félagsins en bætir við að auðvitað fái börnin líka oft að vera með. Félagsskapurinn og stuðningurinn sé aðalatriðið. „Mér finnst líka bara svo mikilvægt að mæður sem eru með fæðingarþunglyndi, eða eru kvíðnar fyrir, að við séum samfélag sem þú getur leitað til, að það er alltaf einhver hér. Þú ert kannski vakandi um miðja nótt hágrátandi og þá getur þú sent inn í hópinn „er einhver annar vakandi?“ og þá segir einhver, „ég er hér,“ segir Álfheiður og réttir upp hönd og bætir við að hún sjálf hefði virkilega þurft á slíkum félagsskap og stuðningi að halda. „Mig langar að vera þessi manneskja fyrir aðra.“ Mæðurnar ungu eru stórhuga og ætla að safna dósum til að byggja upp félagið og benda fyrirtækjum á að vera ófeimin við að hafa samband ef þau eru með einhverjar hugmyndir. Ungu mæðurnar láta verkin tala - og þær vilja flöskurnar þínar.aðsend „Svo við getum boðið ungum mömmum og samfélaginu sem við erum að búa til hérna upp á einhverja viðburði og hittinga og ég hvet fyrirtæki ef þau hafi einhverjar hugmyndir sem við gætum gert eitthvað saman og þá væri það ótrúlega gaman. Við ætlum allavega á rúntinn að sækja dósir í vikunni þannig að ef þið eigið dósapoka liggjandi heima og ég veit að þið eruð öll með það, það eru allir með nokkra poka inni í bílskúr þá endilega leyfið okkur að koma og sækja þá,“ segir Rósa Björk, til þjónustu reiðubúin! Hér er slóðin á Facebooksíðu Félags ungra mæðra og hér er slóðin á Instagramsíðu félagsins.
Börn og uppeldi Fæðingarorlof Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira