Lést aðeins 39 ára eftir langa glímu við átröskun Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 11:33 Hlaupakonan Marthe Katrine Myhre vann til fjölda verðlauna á sínum ferli. Instagram/@marthekatrine Norska hlaupakonan Marthe Katrine Myhre, sem varð meðal annars Noregsmeistari í maraþoni fimm sinnum, er látin, aðeins 39 ára gömul. „Þetta kom sem algjört áfall á föstudaginn,“ sagði bróðir hennar, Anders Myhre, við Dagbladet. „Hún þjáðist af átröskun frá því að hún var 15 ára gömul. Það komu góðir tímar inni á milli en hún glímdi við þetta fram á síðasta dag,“ sagði bróðirinn. Marthe Katrine Myhre vann fimm Noregsmeistaratitla í maraþoni á árunum 2011-2018 og vann einnig til gullverðlauna í hálfmaraþoni og þríþraut. Hennar besti tími í maraþoni var tveir klukkutímar og 40 mínútur, og í hálfmaraþoni var hennar besti tími 1:16:58. „Hlaupin, æfingarnar og íþróttirnar voru henni allt. Hún var snemma mjög efnileg í skíðagöngu en sneri sér svo meira að langhlaupum og þríþraut,“ sagði bróðirinn Anders Myhre. „Á örfáum vikum varðst þú fangi skelfilegs sjúkdóms“ Í frétt staðarmiðilsins Oppland Arbeiderblad í gær segir að til þess að koma í veg fyrir sögusagnir vilji fjölskyldan taka fram að Marthe Katrine Myhre hafi dáði á uppeldisheimili sínu í Hunndalen, og að læknar hafi slegið því föstu að hún hafi dáið af náttúrulegum orsökum, en þó allt of ung. Í Facebook-færslu bróður hennar sést að hann kennir átröskuninni um að systir sín hafi ekki lifað lengur. „Öll eigum við okkar líkama og þeir eru allir ólíkir. Í þínu tilviki varð þinn líkami mjög erfiður þegar þú varst 15 ára. Á örfáum vikum varðst þú fangi skelfilegs sjúkdóms,“ skrifaði bróðirinn og bætti við: „Þrjár innlagnir á sjúkrahúsi og meira en eitt ár rúmliggjandi var bara byrjunin á mörgum, mörgum erfiðum árum. Átröskun er skelfilegur sjúkdómur.“ Átröskun er samheiti yfir nokkra geðsjúkdóma sem lýsa sér í miklum röskunum á matarneyslu og eigin sjálfsmynd. Átraskanir hafa oft mjög alvarlegar líkamlegar afleiðingar og geta jafnvel leitt til dauða. Sálrænu áhrifin eru þó ekki síðri, þar sem sjúklingar þjást gjarnan af miklum kvíða, þunglyndi og brenglaðri sjálfsmynd. Á áttavitinn.is er hægt að lesa meira um átraskanir og hvernig hægt er að leita hjálpar. Hlaup Andlát Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Sjá meira
„Þetta kom sem algjört áfall á föstudaginn,“ sagði bróðir hennar, Anders Myhre, við Dagbladet. „Hún þjáðist af átröskun frá því að hún var 15 ára gömul. Það komu góðir tímar inni á milli en hún glímdi við þetta fram á síðasta dag,“ sagði bróðirinn. Marthe Katrine Myhre vann fimm Noregsmeistaratitla í maraþoni á árunum 2011-2018 og vann einnig til gullverðlauna í hálfmaraþoni og þríþraut. Hennar besti tími í maraþoni var tveir klukkutímar og 40 mínútur, og í hálfmaraþoni var hennar besti tími 1:16:58. „Hlaupin, æfingarnar og íþróttirnar voru henni allt. Hún var snemma mjög efnileg í skíðagöngu en sneri sér svo meira að langhlaupum og þríþraut,“ sagði bróðirinn Anders Myhre. „Á örfáum vikum varðst þú fangi skelfilegs sjúkdóms“ Í frétt staðarmiðilsins Oppland Arbeiderblad í gær segir að til þess að koma í veg fyrir sögusagnir vilji fjölskyldan taka fram að Marthe Katrine Myhre hafi dáði á uppeldisheimili sínu í Hunndalen, og að læknar hafi slegið því föstu að hún hafi dáið af náttúrulegum orsökum, en þó allt of ung. Í Facebook-færslu bróður hennar sést að hann kennir átröskuninni um að systir sín hafi ekki lifað lengur. „Öll eigum við okkar líkama og þeir eru allir ólíkir. Í þínu tilviki varð þinn líkami mjög erfiður þegar þú varst 15 ára. Á örfáum vikum varðst þú fangi skelfilegs sjúkdóms,“ skrifaði bróðirinn og bætti við: „Þrjár innlagnir á sjúkrahúsi og meira en eitt ár rúmliggjandi var bara byrjunin á mörgum, mörgum erfiðum árum. Átröskun er skelfilegur sjúkdómur.“ Átröskun er samheiti yfir nokkra geðsjúkdóma sem lýsa sér í miklum röskunum á matarneyslu og eigin sjálfsmynd. Átraskanir hafa oft mjög alvarlegar líkamlegar afleiðingar og geta jafnvel leitt til dauða. Sálrænu áhrifin eru þó ekki síðri, þar sem sjúklingar þjást gjarnan af miklum kvíða, þunglyndi og brenglaðri sjálfsmynd. Á áttavitinn.is er hægt að lesa meira um átraskanir og hvernig hægt er að leita hjálpar.
Átröskun er samheiti yfir nokkra geðsjúkdóma sem lýsa sér í miklum röskunum á matarneyslu og eigin sjálfsmynd. Átraskanir hafa oft mjög alvarlegar líkamlegar afleiðingar og geta jafnvel leitt til dauða. Sálrænu áhrifin eru þó ekki síðri, þar sem sjúklingar þjást gjarnan af miklum kvíða, þunglyndi og brenglaðri sjálfsmynd. Á áttavitinn.is er hægt að lesa meira um átraskanir og hvernig hægt er að leita hjálpar.
Hlaup Andlát Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Sjá meira