Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2024 13:44 Nýjar myndir af manninum voru birtar í gær. Lögreglan í New York Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, var skotinn út á götu í New York í síðustu viku og myndband af árásinni, sem fangað var úr öryggismyndavél, bendir til þess að morðginn hafi beðið sérstaklega eftir Thompson. Auk þess að ekki sé búið að bera kennsl á manninn, liggur ekki heldur fyrir hvert tilefni morðsins er. Hann hafði þó skrifað á skotin sem hann notaði til morðsins. Sjá einnig: Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Launmorðinginn flúði af vettvangi og er talinn hafa yfirgefið New York um borð í rútu. Tvær myndir af manninum til viðbótar voru birtar í gær en önnur þeirra sýnir grímuklæddan morðingjann sitja í leigubíl. Lögreglan segir hann hafa tekið leigubílinn um fimmtán mínútum eftir að hann skaut Thompson og var honum keyrt á rútumiðstöð, samkvæmt frétt New York Times. Rannsakendur telja morðingjann hafa verið í New York í tíu daga og kom hann til borgarinnar með rútu frá Atlanta í Georgíu þann 24. nóvember. Samkvæmt AP fréttaveitunni notaði hann fölsk skilríki og greiddi fyrir vörur og þjónustu með reiðufé. Ferðir hans um New York hafa verið kortlagðar með upptökum úr öryggisvélum og var hann yfirleitt með grímu fyrir andliti sínu. Hann var með tveimur öðrum í herbergi á farfuglaheimili í borginni og sáu þeir aldrei framan í hann. Hann tók einu sinni af sér grímuna, svo vitað sé, þegar hann var að daðra við afgreiðslukonu á gistiheimilinu. Þær myndir af honum hafa verið í dreifingu. Rannsakendur telja sig einnig hafa náð fingrafari hans af kaffibolla sem hann keypti á Starbucks nærri staðnum þar sem hann skaut Thompson til bana og hafa lífsýni sem talin eru vera úr manninum verið send til rannsóknar. Ekki liggur fyrir hvort þetta hafi hjálpað lögreglu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Maður sem er grunaður um að hafa skotið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York á miðvikudaginn er nú talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. 6. desember 2024 23:00 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Erlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Fleiri fréttir „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Sjá meira
Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, var skotinn út á götu í New York í síðustu viku og myndband af árásinni, sem fangað var úr öryggismyndavél, bendir til þess að morðginn hafi beðið sérstaklega eftir Thompson. Auk þess að ekki sé búið að bera kennsl á manninn, liggur ekki heldur fyrir hvert tilefni morðsins er. Hann hafði þó skrifað á skotin sem hann notaði til morðsins. Sjá einnig: Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Launmorðinginn flúði af vettvangi og er talinn hafa yfirgefið New York um borð í rútu. Tvær myndir af manninum til viðbótar voru birtar í gær en önnur þeirra sýnir grímuklæddan morðingjann sitja í leigubíl. Lögreglan segir hann hafa tekið leigubílinn um fimmtán mínútum eftir að hann skaut Thompson og var honum keyrt á rútumiðstöð, samkvæmt frétt New York Times. Rannsakendur telja morðingjann hafa verið í New York í tíu daga og kom hann til borgarinnar með rútu frá Atlanta í Georgíu þann 24. nóvember. Samkvæmt AP fréttaveitunni notaði hann fölsk skilríki og greiddi fyrir vörur og þjónustu með reiðufé. Ferðir hans um New York hafa verið kortlagðar með upptökum úr öryggisvélum og var hann yfirleitt með grímu fyrir andliti sínu. Hann var með tveimur öðrum í herbergi á farfuglaheimili í borginni og sáu þeir aldrei framan í hann. Hann tók einu sinni af sér grímuna, svo vitað sé, þegar hann var að daðra við afgreiðslukonu á gistiheimilinu. Þær myndir af honum hafa verið í dreifingu. Rannsakendur telja sig einnig hafa náð fingrafari hans af kaffibolla sem hann keypti á Starbucks nærri staðnum þar sem hann skaut Thompson til bana og hafa lífsýni sem talin eru vera úr manninum verið send til rannsóknar. Ekki liggur fyrir hvort þetta hafi hjálpað lögreglu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Maður sem er grunaður um að hafa skotið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York á miðvikudaginn er nú talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. 6. desember 2024 23:00 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Erlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Fleiri fréttir „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Sjá meira
Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07
Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Maður sem er grunaður um að hafa skotið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York á miðvikudaginn er nú talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. 6. desember 2024 23:00