Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2024 23:01 Jose Mourinho er vanalega myndaður í bak og fyrir rétt fyrir leiki hjá Fenerbahce. Hann ætti nú að vera orðinn vanur því. Getty/Ahmad Mora Síðustu ár hafa birst ófáar fréttirnar um mótmæli portúgalska knattspyrnustjórans Jose Mourinho og óvild hans í garð dómara. Hann hefur oft fengið rautt spjald og enn oftar hraunað yfir dómara og dómarastéttina. Þess vegna vekja orð hans um helgina sérstaka athygli. Fenerbahce, lið Mourinho, tapaði naumlega í tyrknesku deildinni eða 1-0 á móti nágrönnum sínum í Besiktas. Eftir leikinn var Portúgalinn þó himinlifandi með dómgæsluna í þessum spennuleik. „Ef við munum fá svona dómara í öllum leikjunum í titilbaráttunni þá verður þetta fallegt mót og sigurvegarinn mun eiga skilið að vinna,“ sagði Jose Mourinho. ESPN segir frá. „Dómararnir þurfa líka á smá stuðningi að halda. Ég vil ekki segja að ég sá fyrsti en ég hef ekki oft séð menn í þessu landi hrósa dómara eftir tapleik,“ sagði Mourinho. „Áður en ég kom hingað til að ræða við ykkur blaðamenn þá kom ég við í dómaraherberginu og óskaði dómaranum til hamingju. Mín upplifun var að hann var mjög góður og mjög samkvæmur sjálfum sér. Hann hafði góð tök á leiknum,“ sagði Mourinho. „Við töpuðum af því að þetta er fótbolti. Ég sá hann ekki gera neitt rangt,“ sagði Mourinho. Mourinho er að reyna að skila Fenerbahce fyrsta tyrkneska meistaratitlinum í heilan áratug. Eftir tapið í gær þá er liðið í öðru sæti, fimm stigum á eftir Galatasaray. Tyrkneski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Þess vegna vekja orð hans um helgina sérstaka athygli. Fenerbahce, lið Mourinho, tapaði naumlega í tyrknesku deildinni eða 1-0 á móti nágrönnum sínum í Besiktas. Eftir leikinn var Portúgalinn þó himinlifandi með dómgæsluna í þessum spennuleik. „Ef við munum fá svona dómara í öllum leikjunum í titilbaráttunni þá verður þetta fallegt mót og sigurvegarinn mun eiga skilið að vinna,“ sagði Jose Mourinho. ESPN segir frá. „Dómararnir þurfa líka á smá stuðningi að halda. Ég vil ekki segja að ég sá fyrsti en ég hef ekki oft séð menn í þessu landi hrósa dómara eftir tapleik,“ sagði Mourinho. „Áður en ég kom hingað til að ræða við ykkur blaðamenn þá kom ég við í dómaraherberginu og óskaði dómaranum til hamingju. Mín upplifun var að hann var mjög góður og mjög samkvæmur sjálfum sér. Hann hafði góð tök á leiknum,“ sagði Mourinho. „Við töpuðum af því að þetta er fótbolti. Ég sá hann ekki gera neitt rangt,“ sagði Mourinho. Mourinho er að reyna að skila Fenerbahce fyrsta tyrkneska meistaratitlinum í heilan áratug. Eftir tapið í gær þá er liðið í öðru sæti, fimm stigum á eftir Galatasaray.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira