Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2024 07:00 Sýrlenska landsliðið stillir sér hér upp fyrir framan þjóðfánann sinn fyrir landsleik á móti Íran. Hér má sjá þá í rauðu landsliðsbúningunum sínum en þeir spila ekki í þeim lengur. Getty/Adam Nurkiewicz Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli af uppreisnarmönnum um helgina en borgarastríð hefur geisað þar í þrettán ár. Þessi breyting á valdhafa í landinu hefur bein áhrif á útlit sýrlenska fótboltalandsliðsins. Sýrlenska fótboltasambandið gaf það fljótlega út eftir að Al-Assad flúði land að stjórn sambandsins hafi ákveðið að breyta um lit á landsliðsbúningnum. Sýrlensku landsliðsmennirnir hafa síðustu ár klæðst rauðum landsliðstreyjum en núna skipta þeir yfir í grænt. Um leið breytti sambandið um lit á merki sambandsins þar sem rauði liturinn víkur fyrir þeim græna. The Syrian national football team officially changed its logo. pic.twitter.com/M8iebRRkRj— Clash Report (@clashreport) December 8, 2024 „Þetta er nýi landsliðsbúningur okkar liðs. Þetta er fyrsta sögulega breytingin í sögu sýrlenskra íþrótta og tákn fyrir það að við erum laus við frændahyglingu, laus við hlutdrægni og mismunun og laus við spillingu,“ stóð í færslunni. Rauði liturinn spilaði stórt hlutverk hjá stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. Sá rauði litur táknaði meðal annars uppreisn Araba gegn Tyrkjaveldi [Ottoman Empire] í fyrri heimsstyrjöldinni. Græni liturinn er aftur á móti mjög mikilvægur í múhameðstrúnni. Fyrir marga múslíma þá stendur liturinn fyrir hreinleika og lífi í paradís eftir dauðann. Sýrlenska knattspyrnulandsliðið var í 95. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Liðið komst hæst í 68. sæti í júlí árið 2018 en þremur árum fyrr var liðið í 152. sæti (Mars 2015). Sýrland hefur aldrei komist á HM og liðið á ekki lengur möguleika á því að komst á næsta heimsmeistaramót sem fer fram næsta sumar. Liðið sat eftir í annarri umferð undankeppni Asíu en Japan og Norður-Kórea fóru upp úr þeirra riðli. 🗣️ "The first historic change to happen in the history of Syrian sports, far from nepotism, favoritism and corruption."🇸🇾The Syrian FA announced a new kit and logo, shifting from their traditional red to green. The change comes after rebels toppled the regime of Syrian… pic.twitter.com/OXhNvqlskP— DW Sports (@dw_sports) December 9, 2024 Sýrland Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Sýrlenska fótboltasambandið gaf það fljótlega út eftir að Al-Assad flúði land að stjórn sambandsins hafi ákveðið að breyta um lit á landsliðsbúningnum. Sýrlensku landsliðsmennirnir hafa síðustu ár klæðst rauðum landsliðstreyjum en núna skipta þeir yfir í grænt. Um leið breytti sambandið um lit á merki sambandsins þar sem rauði liturinn víkur fyrir þeim græna. The Syrian national football team officially changed its logo. pic.twitter.com/M8iebRRkRj— Clash Report (@clashreport) December 8, 2024 „Þetta er nýi landsliðsbúningur okkar liðs. Þetta er fyrsta sögulega breytingin í sögu sýrlenskra íþrótta og tákn fyrir það að við erum laus við frændahyglingu, laus við hlutdrægni og mismunun og laus við spillingu,“ stóð í færslunni. Rauði liturinn spilaði stórt hlutverk hjá stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. Sá rauði litur táknaði meðal annars uppreisn Araba gegn Tyrkjaveldi [Ottoman Empire] í fyrri heimsstyrjöldinni. Græni liturinn er aftur á móti mjög mikilvægur í múhameðstrúnni. Fyrir marga múslíma þá stendur liturinn fyrir hreinleika og lífi í paradís eftir dauðann. Sýrlenska knattspyrnulandsliðið var í 95. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Liðið komst hæst í 68. sæti í júlí árið 2018 en þremur árum fyrr var liðið í 152. sæti (Mars 2015). Sýrland hefur aldrei komist á HM og liðið á ekki lengur möguleika á því að komst á næsta heimsmeistaramót sem fer fram næsta sumar. Liðið sat eftir í annarri umferð undankeppni Asíu en Japan og Norður-Kórea fóru upp úr þeirra riðli. 🗣️ "The first historic change to happen in the history of Syrian sports, far from nepotism, favoritism and corruption."🇸🇾The Syrian FA announced a new kit and logo, shifting from their traditional red to green. The change comes after rebels toppled the regime of Syrian… pic.twitter.com/OXhNvqlskP— DW Sports (@dw_sports) December 9, 2024
Sýrland Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira