Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Jón Þór Stefánsson skrifar 9. desember 2024 21:04 Mangione er 26 ára gamall og frá Maryland í Bandaríkjunum. Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. Í síðustu viku var Brian Thompson, einn forstjóri UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, skotinn til bana úti á götu í New York. Drápið náðist á upptöku öryggismyndavéla og þótti það benda til þess að morðinginn hefði beðið sérstaklega eftir hinum látna. Morðinginn flúði af vettvangi, en talið var að hann hefði komið sér á brott með strætisvagni og síðan flúið New York-ríki. Við tók gríðarlega umfangsmikil leit að viðkomandi. Sagður hafa látið undarlega Greint var frá því á blaðamannafundi í dag að lögreglu hefði borist ábending frá starfsmanni McDonalds um Mangione. Lögreglan hafi komið á vettvang og tekið skýrslu af honum. Hann er sagður hafa látið undarlega og verið með mörg fölsuð skilríki og vegabréf undir höndum. Mangione er sagður hafa verið með byssu og hljóðdeyfi, en grunur er um byssan hafi verið þrívíddarprentuð. „Þar að auki lögðum við hald á handskrifað skjal þar sem hvatningu og hugarástandi hans er lýst,“ sagði Jessica Tisch, talskona lögregluyfirvalda. Lögreglumenn frá New York eru sagðir á leið til Pennsylvaníu til að taka frekari skýrslur af Mangione. „Hann er undir sterkum grun,“ sagði Eric Adams, borgarstjóri New York. „Hann passar við lýsinguna á þeim sem við höfðum verið að leita að. Þar að auki var hann með ýmsa muni sem við teljum að tengi hann við málið.“ Háskólamenntaður dúx Luigi Mangione er 26 ára gamall. Hann var frá Maryland-ríkinu í Bandaríkjunum, en talið er að síðasti búsetustaður hans hafi verið í Honolulu í Hawaii. Hann hafði aldrei áður verið handtekinn í New York, eða annars staðar í Bandaríkjunum svo vitað sé til. Forbes segir að miðað við samfélagsmiðla Mangione hafi hann útskrifast úr Háskólanum í Pennsylvaníu árið 2020 með bachelor- og meistaragráðu í tölvunar- og upplýsingafræðum. Þá var greint frá því árið 2016 í New York Times að Mangione hefði dúxað úr einkaskóla í Maryland. The Daily Pennsylvanian, stúdentablað Háskólans í Pennsylvaníu, greindi frá því að Mangione hefði stofnað klúbb í skólanum sem snerist um rannsóknir og framleiðslu tölvuleikja. Samkvæmt LinkedIn-síðu í nafni Mangione hafði hann farið í starfsnám hjá John Hopkins-háskólanum og hjá tölvuleikjaframleiðandanum Firaxis Games. Þá hafði hann síðastliðinn fjögur ár starfað hjá TrueCar, bílasöluvefsíðu í Kaliforníuríki. Umsögn um Unabomberinn Síða í nafni Mangione á síðunni GoodReads hefur vakið athygli í kjölfar þess að nafn hans var gert opinbert. Þar má meðal annars finna bókadóm um Industrial Society and Its Future, stefnuyfirlýsingu hryðjuverkamannsins Ted Kaczynski, sem er þekktur undir nafninu Unabomber. Kaczynski, sem lést á síðasta ári, myrti þrjá og slasaði 23 á árunum 1978 til 1995 með bréfasprengjum. Árásir hans beindust að fólki sem hann taldi standa að tækniþróun, sem hann taldi slæma og auka eyðileggingu náttúrunnar. Í stuttum bókadómi Mangione, sem er frá janúar á þessu ári, segir hann að spádómar Kaczynski hafi margir hverjir ræst. „Hann var ofbeldisfullur einstaklingur, sem var réttilega fangelsaður, og réðst að saklausu fólki. Gjörðir hans eru oft sagðar á ábyrgð brjálaðs afturhaldssinna, en réttara er að skoða þær sem gjörðir byltingarsinna með öfgakenndar pólitískar skoðanir,“ skrifaði Mangione. Jafnframt vísaði hann í aðra umsögn um skrif Kaczynski þar sem því er haldið fram að ofbeldi sé nauðsynlegt. Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Sjá meira
Í síðustu viku var Brian Thompson, einn forstjóri UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, skotinn til bana úti á götu í New York. Drápið náðist á upptöku öryggismyndavéla og þótti það benda til þess að morðinginn hefði beðið sérstaklega eftir hinum látna. Morðinginn flúði af vettvangi, en talið var að hann hefði komið sér á brott með strætisvagni og síðan flúið New York-ríki. Við tók gríðarlega umfangsmikil leit að viðkomandi. Sagður hafa látið undarlega Greint var frá því á blaðamannafundi í dag að lögreglu hefði borist ábending frá starfsmanni McDonalds um Mangione. Lögreglan hafi komið á vettvang og tekið skýrslu af honum. Hann er sagður hafa látið undarlega og verið með mörg fölsuð skilríki og vegabréf undir höndum. Mangione er sagður hafa verið með byssu og hljóðdeyfi, en grunur er um byssan hafi verið þrívíddarprentuð. „Þar að auki lögðum við hald á handskrifað skjal þar sem hvatningu og hugarástandi hans er lýst,“ sagði Jessica Tisch, talskona lögregluyfirvalda. Lögreglumenn frá New York eru sagðir á leið til Pennsylvaníu til að taka frekari skýrslur af Mangione. „Hann er undir sterkum grun,“ sagði Eric Adams, borgarstjóri New York. „Hann passar við lýsinguna á þeim sem við höfðum verið að leita að. Þar að auki var hann með ýmsa muni sem við teljum að tengi hann við málið.“ Háskólamenntaður dúx Luigi Mangione er 26 ára gamall. Hann var frá Maryland-ríkinu í Bandaríkjunum, en talið er að síðasti búsetustaður hans hafi verið í Honolulu í Hawaii. Hann hafði aldrei áður verið handtekinn í New York, eða annars staðar í Bandaríkjunum svo vitað sé til. Forbes segir að miðað við samfélagsmiðla Mangione hafi hann útskrifast úr Háskólanum í Pennsylvaníu árið 2020 með bachelor- og meistaragráðu í tölvunar- og upplýsingafræðum. Þá var greint frá því árið 2016 í New York Times að Mangione hefði dúxað úr einkaskóla í Maryland. The Daily Pennsylvanian, stúdentablað Háskólans í Pennsylvaníu, greindi frá því að Mangione hefði stofnað klúbb í skólanum sem snerist um rannsóknir og framleiðslu tölvuleikja. Samkvæmt LinkedIn-síðu í nafni Mangione hafði hann farið í starfsnám hjá John Hopkins-háskólanum og hjá tölvuleikjaframleiðandanum Firaxis Games. Þá hafði hann síðastliðinn fjögur ár starfað hjá TrueCar, bílasöluvefsíðu í Kaliforníuríki. Umsögn um Unabomberinn Síða í nafni Mangione á síðunni GoodReads hefur vakið athygli í kjölfar þess að nafn hans var gert opinbert. Þar má meðal annars finna bókadóm um Industrial Society and Its Future, stefnuyfirlýsingu hryðjuverkamannsins Ted Kaczynski, sem er þekktur undir nafninu Unabomber. Kaczynski, sem lést á síðasta ári, myrti þrjá og slasaði 23 á árunum 1978 til 1995 með bréfasprengjum. Árásir hans beindust að fólki sem hann taldi standa að tækniþróun, sem hann taldi slæma og auka eyðileggingu náttúrunnar. Í stuttum bókadómi Mangione, sem er frá janúar á þessu ári, segir hann að spádómar Kaczynski hafi margir hverjir ræst. „Hann var ofbeldisfullur einstaklingur, sem var réttilega fangelsaður, og réðst að saklausu fólki. Gjörðir hans eru oft sagðar á ábyrgð brjálaðs afturhaldssinna, en réttara er að skoða þær sem gjörðir byltingarsinna með öfgakenndar pólitískar skoðanir,“ skrifaði Mangione. Jafnframt vísaði hann í aðra umsögn um skrif Kaczynski þar sem því er haldið fram að ofbeldi sé nauðsynlegt.
Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Sjá meira