Missti tönn en fann hana á vellinum Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 08:00 Dani Olmo missti tönn eftir þessa glímu við Marc Bartra um helgina. Getty/Eric Verhoeven Evrópumeistarinn Dani Olmo missti tönn í baráttu við Marc Bartra, í leik Barcelona og Real Betis í spænsku 1. deildinni í fótbolta um helgina. Olmo og Bartra áttust við á 30. mínútu leiksins, sem var á heimavelli Betis, sem endaði með því að Bartra togaði Olmo niður. Olmo varð þá fyrir því óláni að fá hæl Bartra framan í andlitið og við það missti hann tönn, eða tannkrónu, í grasið. Hann var hins vegar fljótur að átta sig og fann hana strax í grasinu. Dani Olmo lost a tooth after a duel with Marc Bartra, but later found it on the pitch during Barcelona’s match against Real Betis 🦷😲 pic.twitter.com/3O23uJekNL— CentreGoals. (@centregoals) December 8, 2024 Liðsfélagar Olmo virtust hafa gaman að þessu óvenjulega atviki og í hálfleik mátti sjá hina ungu liðsfélaga hans, Lamine Yamal og Pedri, spjalla saman um þetta: „Það blæddi ekkert og hann tók tönnina út,“ sagði Yamal. „Kom ekkert blóð?“ spurði Pedri. „Það kom ekkert blóð út en af hverju hentuð þið henni?“ spurði Yamal. „Hann var með hana í hendinni og ég sagði: Geymdu hana, áttu einhvern fá hana,“ svaraði Pedri. Einn sigur í síðustu fimm Olmo missti ekki bara tönn heldur missti Barcelona af tveimur stigum því Betis náði að tryggja sér 2-2 jafntefli með marki varamannsins Assane Diao undir lokin. Robert Lewandowski hafði komið Barcelona yfir en Giovani Lo Celso jafnaði fyrir Betis af vítapunktinum. Ferran Torres kom Barcelona yfir að nýju þegar um tíu mínútur voru eftir en það dugði ekki til. Barcelona er enn efst í deildinni með 38 stig, tveimur stigum á undan Real Madrid, eftir aðeins einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum. Real á leik til góða. Næsti leikur Börsunga er hins vegar í Meistaradeild Evrópu, gegn Dortmund annað kvöld. Spænski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Olmo og Bartra áttust við á 30. mínútu leiksins, sem var á heimavelli Betis, sem endaði með því að Bartra togaði Olmo niður. Olmo varð þá fyrir því óláni að fá hæl Bartra framan í andlitið og við það missti hann tönn, eða tannkrónu, í grasið. Hann var hins vegar fljótur að átta sig og fann hana strax í grasinu. Dani Olmo lost a tooth after a duel with Marc Bartra, but later found it on the pitch during Barcelona’s match against Real Betis 🦷😲 pic.twitter.com/3O23uJekNL— CentreGoals. (@centregoals) December 8, 2024 Liðsfélagar Olmo virtust hafa gaman að þessu óvenjulega atviki og í hálfleik mátti sjá hina ungu liðsfélaga hans, Lamine Yamal og Pedri, spjalla saman um þetta: „Það blæddi ekkert og hann tók tönnina út,“ sagði Yamal. „Kom ekkert blóð?“ spurði Pedri. „Það kom ekkert blóð út en af hverju hentuð þið henni?“ spurði Yamal. „Hann var með hana í hendinni og ég sagði: Geymdu hana, áttu einhvern fá hana,“ svaraði Pedri. Einn sigur í síðustu fimm Olmo missti ekki bara tönn heldur missti Barcelona af tveimur stigum því Betis náði að tryggja sér 2-2 jafntefli með marki varamannsins Assane Diao undir lokin. Robert Lewandowski hafði komið Barcelona yfir en Giovani Lo Celso jafnaði fyrir Betis af vítapunktinum. Ferran Torres kom Barcelona yfir að nýju þegar um tíu mínútur voru eftir en það dugði ekki til. Barcelona er enn efst í deildinni með 38 stig, tveimur stigum á undan Real Madrid, eftir aðeins einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum. Real á leik til góða. Næsti leikur Börsunga er hins vegar í Meistaradeild Evrópu, gegn Dortmund annað kvöld.
Spænski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira