Missti tönn en fann hana á vellinum Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 08:00 Dani Olmo missti tönn eftir þessa glímu við Marc Bartra um helgina. Getty/Eric Verhoeven Evrópumeistarinn Dani Olmo missti tönn í baráttu við Marc Bartra, í leik Barcelona og Real Betis í spænsku 1. deildinni í fótbolta um helgina. Olmo og Bartra áttust við á 30. mínútu leiksins, sem var á heimavelli Betis, sem endaði með því að Bartra togaði Olmo niður. Olmo varð þá fyrir því óláni að fá hæl Bartra framan í andlitið og við það missti hann tönn, eða tannkrónu, í grasið. Hann var hins vegar fljótur að átta sig og fann hana strax í grasinu. Dani Olmo lost a tooth after a duel with Marc Bartra, but later found it on the pitch during Barcelona’s match against Real Betis 🦷😲 pic.twitter.com/3O23uJekNL— CentreGoals. (@centregoals) December 8, 2024 Liðsfélagar Olmo virtust hafa gaman að þessu óvenjulega atviki og í hálfleik mátti sjá hina ungu liðsfélaga hans, Lamine Yamal og Pedri, spjalla saman um þetta: „Það blæddi ekkert og hann tók tönnina út,“ sagði Yamal. „Kom ekkert blóð?“ spurði Pedri. „Það kom ekkert blóð út en af hverju hentuð þið henni?“ spurði Yamal. „Hann var með hana í hendinni og ég sagði: Geymdu hana, áttu einhvern fá hana,“ svaraði Pedri. Einn sigur í síðustu fimm Olmo missti ekki bara tönn heldur missti Barcelona af tveimur stigum því Betis náði að tryggja sér 2-2 jafntefli með marki varamannsins Assane Diao undir lokin. Robert Lewandowski hafði komið Barcelona yfir en Giovani Lo Celso jafnaði fyrir Betis af vítapunktinum. Ferran Torres kom Barcelona yfir að nýju þegar um tíu mínútur voru eftir en það dugði ekki til. Barcelona er enn efst í deildinni með 38 stig, tveimur stigum á undan Real Madrid, eftir aðeins einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum. Real á leik til góða. Næsti leikur Börsunga er hins vegar í Meistaradeild Evrópu, gegn Dortmund annað kvöld. Spænski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Olmo og Bartra áttust við á 30. mínútu leiksins, sem var á heimavelli Betis, sem endaði með því að Bartra togaði Olmo niður. Olmo varð þá fyrir því óláni að fá hæl Bartra framan í andlitið og við það missti hann tönn, eða tannkrónu, í grasið. Hann var hins vegar fljótur að átta sig og fann hana strax í grasinu. Dani Olmo lost a tooth after a duel with Marc Bartra, but later found it on the pitch during Barcelona’s match against Real Betis 🦷😲 pic.twitter.com/3O23uJekNL— CentreGoals. (@centregoals) December 8, 2024 Liðsfélagar Olmo virtust hafa gaman að þessu óvenjulega atviki og í hálfleik mátti sjá hina ungu liðsfélaga hans, Lamine Yamal og Pedri, spjalla saman um þetta: „Það blæddi ekkert og hann tók tönnina út,“ sagði Yamal. „Kom ekkert blóð?“ spurði Pedri. „Það kom ekkert blóð út en af hverju hentuð þið henni?“ spurði Yamal. „Hann var með hana í hendinni og ég sagði: Geymdu hana, áttu einhvern fá hana,“ svaraði Pedri. Einn sigur í síðustu fimm Olmo missti ekki bara tönn heldur missti Barcelona af tveimur stigum því Betis náði að tryggja sér 2-2 jafntefli með marki varamannsins Assane Diao undir lokin. Robert Lewandowski hafði komið Barcelona yfir en Giovani Lo Celso jafnaði fyrir Betis af vítapunktinum. Ferran Torres kom Barcelona yfir að nýju þegar um tíu mínútur voru eftir en það dugði ekki til. Barcelona er enn efst í deildinni með 38 stig, tveimur stigum á undan Real Madrid, eftir aðeins einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum. Real á leik til góða. Næsti leikur Börsunga er hins vegar í Meistaradeild Evrópu, gegn Dortmund annað kvöld.
Spænski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira