Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 08:31 Albert Guðmundsson og Edoardo Bove komu báðir til Fiorentina í sumar og fagna hér saman sigri gegn AC Milan. Getty/Gabriele Maltinti Fótboltamaðurinn Edoardo Bove, liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, er á réttri braut eftir að hafa hnigið niður í leik gegn Inter 1. desember. Leikurinn var blásin af eftir að Bove hné niður, enda um hjartastopp að ræða og óttast um líf hans. Þessi 22 ára miðjumaður var fluttur í skyndi á sjúkrahús og á gjörgæslu en losnaði af gjörgæsludeild í síðustu viku. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að í dag verði græddur bjargráður í Bove, og að fyrr verði hann ekki útskrifaður af sjúkrahúsi. Bjargráður er lækningatæki sem notað er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir, og getur þannig bjargað fólki ef það fer í hjartastopp. Svona tæki eru bönnuð í ítölsku A-deildinni og Bove þyrfti því að láta fjarlægja bjargráðinn áður en hann gæti spilað að nýju í deildinni. 🚨🚨| Like Christian Eriksen, Edoardo Bove will have to leave Serie A to continue playing football... After suffering a cardiac arrest during a match last Sunday, the midfielder has agreed to have a cardiac defibrillator implanted. However, players are not allowed to play… pic.twitter.com/VvEKm3qDVW— CentreGoals. (@centregoals) December 7, 2024 Daninn Christian Eriksen gat þannig ekki spilað að nýju fyrir Inter eftir að hafa fengið bjargráð, eftir að hann fór í hjartastopp í leik með Dönum á Evrópumótinu 2021. Hann gekk þess í stað í raðir Brentford og er nú leikmaður Manchester United. Bove hefur fengið mikinn stuðning á Ítalíu síðustu daga, sérstaklega frá liðsfélögum og stuðningsmönnum Fiorentina en einnig víðar. Lilðsfélagar Bove hjá Fiorentina hafa verið duglegir að sýna honum stuðning.Getty Ítalska kvennalandsliðið sýndi Bove stuðning fyrir vináttulandsleik gegn Þýskalandi á dögunum.Getty/Marco Steinbrenner Stuðningsmenn Fiorentina heiðruðu Bove á bikarleik gegn Empoli.Getty/Gabrielle Maltinti Paulo Dybala, leikmaður Roma, í treyju með hvatningu til Edoardo Bove fyrir leik með Roma gegn Atalanta.Getty/Silvia Lore Fiorentina er í 4. sæti ítölsku A-deildarinnar með 31 stig, en með leikinn við Inter til góða á topplið Atalanta sem er með 34 stig. Næsti leikur Fiorentina er hins vegar gegn LASK frá Austurríki í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn. Ítalski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Leikurinn var blásin af eftir að Bove hné niður, enda um hjartastopp að ræða og óttast um líf hans. Þessi 22 ára miðjumaður var fluttur í skyndi á sjúkrahús og á gjörgæslu en losnaði af gjörgæsludeild í síðustu viku. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að í dag verði græddur bjargráður í Bove, og að fyrr verði hann ekki útskrifaður af sjúkrahúsi. Bjargráður er lækningatæki sem notað er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir, og getur þannig bjargað fólki ef það fer í hjartastopp. Svona tæki eru bönnuð í ítölsku A-deildinni og Bove þyrfti því að láta fjarlægja bjargráðinn áður en hann gæti spilað að nýju í deildinni. 🚨🚨| Like Christian Eriksen, Edoardo Bove will have to leave Serie A to continue playing football... After suffering a cardiac arrest during a match last Sunday, the midfielder has agreed to have a cardiac defibrillator implanted. However, players are not allowed to play… pic.twitter.com/VvEKm3qDVW— CentreGoals. (@centregoals) December 7, 2024 Daninn Christian Eriksen gat þannig ekki spilað að nýju fyrir Inter eftir að hafa fengið bjargráð, eftir að hann fór í hjartastopp í leik með Dönum á Evrópumótinu 2021. Hann gekk þess í stað í raðir Brentford og er nú leikmaður Manchester United. Bove hefur fengið mikinn stuðning á Ítalíu síðustu daga, sérstaklega frá liðsfélögum og stuðningsmönnum Fiorentina en einnig víðar. Lilðsfélagar Bove hjá Fiorentina hafa verið duglegir að sýna honum stuðning.Getty Ítalska kvennalandsliðið sýndi Bove stuðning fyrir vináttulandsleik gegn Þýskalandi á dögunum.Getty/Marco Steinbrenner Stuðningsmenn Fiorentina heiðruðu Bove á bikarleik gegn Empoli.Getty/Gabrielle Maltinti Paulo Dybala, leikmaður Roma, í treyju með hvatningu til Edoardo Bove fyrir leik með Roma gegn Atalanta.Getty/Silvia Lore Fiorentina er í 4. sæti ítölsku A-deildarinnar með 31 stig, en með leikinn við Inter til góða á topplið Atalanta sem er með 34 stig. Næsti leikur Fiorentina er hins vegar gegn LASK frá Austurríki í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn.
Ítalski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira