Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2024 15:01 Elon Musk og Donald Trump. Getty/Brandon Bell Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim. Musk stofnaði pólitíska aðgerðanefnd fyrir forsetakosningarnar í nóvember og varði um þrjátíu milljörðum króna í að hjálpa Trump að ná kjöri. Eftir kosningarnar hét Musk svo því að beita aðgerðanefnd sinni með umfangsmiklum hætti í forvali Repúblikanaflokksins fyrir næstu þingkosningar, sem haldnar verða eftir tvö ár. Síðar brást Musk við fréttum um að hann myndi mögulega styðja mótframbjóðendur gegn þingmönnum sem neita að styðja þá sem Trump tilnefnir til embætta og sagði auðjöfurinn þá að það væri eina leiðin til bregðast við slíku. AP fréttaveitan segir svo að Musk og auðjöfurinn Vivek Ramaswamy, sem eiga saman að leiða viðleitni Trumps til að draga úr regluverki og skera verulega niður í opinberum rekstri, hafi varað þingmenn sérstaklega við því að standa gegn þeirri vinnu. Marjorie Taylor Greene, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins, sagði auðjöfrana hafa sagt frá því að þeir héldu út lista yfir „óþæga“ og „þæga“ þingmenn, hvernig þeir greiddu atkvæði og hvernig þeir vörðu almannafé. Erfitt að skera niður Musk og Ramaswamy eiga að leiða einskonar stofnun sem kallast Department of Government Efficiency, eða DOGE í höfuðið á grínrafmynd sem Musk hefur áhuga á, og veita ráðamönnum ráðleggingar um reglugerðir sem fella eigi úr gildi og hvernig spara eigi í rekstri ríkisins. Saman hafa þeir heitið umfangsmiklum niðurskurði og vilja segja upp fjölda opinbera starfsmanna í Bandaríkjunum. Hvernig þeir ætla að gera það liggur þó ekki fyrir enn. Þá heimsóttu þeir Musk og Ramaswamy þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku, þar sem þeir ræddu við þingmenn Repúblikanaflokksins og munu þeir þá hafa varað þá við því að standa í vegi þeirra. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings heldur utan um fjárútlát ríkisins og óvíst er hversu mikinn áhuga þingmenn hafa á því að gefa það vald frá sér. Þá hefur ítrekað í gegnum árin reynst erfitt að skera niður þegar kemur að útgjöldum ríkisins og er þetta ekki í fyrsta sinn sem til stendur að reyna það. Þá fela opinber útgjöld oftar en ekki í sér myndun starfa í umdæmum þingmanna, sem þeim er oft illa við að skera niður af ótta við að kjósendur refsi þeim. Þurfa stuðning allra Þá er einnig útlit fyrir því að Musk og Ramaswamy muni þurfa stuðning allra þingmanna Repúblikanaflokksins til að skera niður en meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni dróst saman í kosningunum. Útlit er fyrir að þingið muni skiptast 220-215 á milli flokka næstu tvö árin. Einhverjir sérfræðingar og innanbúðarmenn í Repúblikanaflokknum hafa áhyggjur af hótunum Musks. Einn þeirra sagði í samtali við AP að ef auðjöfurinn færi að grafa undan Repúblikönum væri það líklegt til að enda með því að Demókrati taki sæti þeirra tilteknu þingmanna. Betra væri að Musk færi á eftir þingmönnum Demókrataflokksins í kjördæmum þar sem Trump vann Joe Biden. Það væri líklegra til að reynast Repúblikanaflokknum vel. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Elon Musk Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Musk stofnaði pólitíska aðgerðanefnd fyrir forsetakosningarnar í nóvember og varði um þrjátíu milljörðum króna í að hjálpa Trump að ná kjöri. Eftir kosningarnar hét Musk svo því að beita aðgerðanefnd sinni með umfangsmiklum hætti í forvali Repúblikanaflokksins fyrir næstu þingkosningar, sem haldnar verða eftir tvö ár. Síðar brást Musk við fréttum um að hann myndi mögulega styðja mótframbjóðendur gegn þingmönnum sem neita að styðja þá sem Trump tilnefnir til embætta og sagði auðjöfurinn þá að það væri eina leiðin til bregðast við slíku. AP fréttaveitan segir svo að Musk og auðjöfurinn Vivek Ramaswamy, sem eiga saman að leiða viðleitni Trumps til að draga úr regluverki og skera verulega niður í opinberum rekstri, hafi varað þingmenn sérstaklega við því að standa gegn þeirri vinnu. Marjorie Taylor Greene, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins, sagði auðjöfrana hafa sagt frá því að þeir héldu út lista yfir „óþæga“ og „þæga“ þingmenn, hvernig þeir greiddu atkvæði og hvernig þeir vörðu almannafé. Erfitt að skera niður Musk og Ramaswamy eiga að leiða einskonar stofnun sem kallast Department of Government Efficiency, eða DOGE í höfuðið á grínrafmynd sem Musk hefur áhuga á, og veita ráðamönnum ráðleggingar um reglugerðir sem fella eigi úr gildi og hvernig spara eigi í rekstri ríkisins. Saman hafa þeir heitið umfangsmiklum niðurskurði og vilja segja upp fjölda opinbera starfsmanna í Bandaríkjunum. Hvernig þeir ætla að gera það liggur þó ekki fyrir enn. Þá heimsóttu þeir Musk og Ramaswamy þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku, þar sem þeir ræddu við þingmenn Repúblikanaflokksins og munu þeir þá hafa varað þá við því að standa í vegi þeirra. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings heldur utan um fjárútlát ríkisins og óvíst er hversu mikinn áhuga þingmenn hafa á því að gefa það vald frá sér. Þá hefur ítrekað í gegnum árin reynst erfitt að skera niður þegar kemur að útgjöldum ríkisins og er þetta ekki í fyrsta sinn sem til stendur að reyna það. Þá fela opinber útgjöld oftar en ekki í sér myndun starfa í umdæmum þingmanna, sem þeim er oft illa við að skera niður af ótta við að kjósendur refsi þeim. Þurfa stuðning allra Þá er einnig útlit fyrir því að Musk og Ramaswamy muni þurfa stuðning allra þingmanna Repúblikanaflokksins til að skera niður en meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni dróst saman í kosningunum. Útlit er fyrir að þingið muni skiptast 220-215 á milli flokka næstu tvö árin. Einhverjir sérfræðingar og innanbúðarmenn í Repúblikanaflokknum hafa áhyggjur af hótunum Musks. Einn þeirra sagði í samtali við AP að ef auðjöfurinn færi að grafa undan Repúblikönum væri það líklegt til að enda með því að Demókrati taki sæti þeirra tilteknu þingmanna. Betra væri að Musk færi á eftir þingmönnum Demókrataflokksins í kjördæmum þar sem Trump vann Joe Biden. Það væri líklegra til að reynast Repúblikanaflokknum vel.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Elon Musk Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira