Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2024 15:01 Elon Musk og Donald Trump. Getty/Brandon Bell Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim. Musk stofnaði pólitíska aðgerðanefnd fyrir forsetakosningarnar í nóvember og varði um þrjátíu milljörðum króna í að hjálpa Trump að ná kjöri. Eftir kosningarnar hét Musk svo því að beita aðgerðanefnd sinni með umfangsmiklum hætti í forvali Repúblikanaflokksins fyrir næstu þingkosningar, sem haldnar verða eftir tvö ár. Síðar brást Musk við fréttum um að hann myndi mögulega styðja mótframbjóðendur gegn þingmönnum sem neita að styðja þá sem Trump tilnefnir til embætta og sagði auðjöfurinn þá að það væri eina leiðin til bregðast við slíku. AP fréttaveitan segir svo að Musk og auðjöfurinn Vivek Ramaswamy, sem eiga saman að leiða viðleitni Trumps til að draga úr regluverki og skera verulega niður í opinberum rekstri, hafi varað þingmenn sérstaklega við því að standa gegn þeirri vinnu. Marjorie Taylor Greene, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins, sagði auðjöfrana hafa sagt frá því að þeir héldu út lista yfir „óþæga“ og „þæga“ þingmenn, hvernig þeir greiddu atkvæði og hvernig þeir vörðu almannafé. Erfitt að skera niður Musk og Ramaswamy eiga að leiða einskonar stofnun sem kallast Department of Government Efficiency, eða DOGE í höfuðið á grínrafmynd sem Musk hefur áhuga á, og veita ráðamönnum ráðleggingar um reglugerðir sem fella eigi úr gildi og hvernig spara eigi í rekstri ríkisins. Saman hafa þeir heitið umfangsmiklum niðurskurði og vilja segja upp fjölda opinbera starfsmanna í Bandaríkjunum. Hvernig þeir ætla að gera það liggur þó ekki fyrir enn. Þá heimsóttu þeir Musk og Ramaswamy þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku, þar sem þeir ræddu við þingmenn Repúblikanaflokksins og munu þeir þá hafa varað þá við því að standa í vegi þeirra. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings heldur utan um fjárútlát ríkisins og óvíst er hversu mikinn áhuga þingmenn hafa á því að gefa það vald frá sér. Þá hefur ítrekað í gegnum árin reynst erfitt að skera niður þegar kemur að útgjöldum ríkisins og er þetta ekki í fyrsta sinn sem til stendur að reyna það. Þá fela opinber útgjöld oftar en ekki í sér myndun starfa í umdæmum þingmanna, sem þeim er oft illa við að skera niður af ótta við að kjósendur refsi þeim. Þurfa stuðning allra Þá er einnig útlit fyrir því að Musk og Ramaswamy muni þurfa stuðning allra þingmanna Repúblikanaflokksins til að skera niður en meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni dróst saman í kosningunum. Útlit er fyrir að þingið muni skiptast 220-215 á milli flokka næstu tvö árin. Einhverjir sérfræðingar og innanbúðarmenn í Repúblikanaflokknum hafa áhyggjur af hótunum Musks. Einn þeirra sagði í samtali við AP að ef auðjöfurinn færi að grafa undan Repúblikönum væri það líklegt til að enda með því að Demókrati taki sæti þeirra tilteknu þingmanna. Betra væri að Musk færi á eftir þingmönnum Demókrataflokksins í kjördæmum þar sem Trump vann Joe Biden. Það væri líklegra til að reynast Repúblikanaflokknum vel. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Elon Musk Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Musk stofnaði pólitíska aðgerðanefnd fyrir forsetakosningarnar í nóvember og varði um þrjátíu milljörðum króna í að hjálpa Trump að ná kjöri. Eftir kosningarnar hét Musk svo því að beita aðgerðanefnd sinni með umfangsmiklum hætti í forvali Repúblikanaflokksins fyrir næstu þingkosningar, sem haldnar verða eftir tvö ár. Síðar brást Musk við fréttum um að hann myndi mögulega styðja mótframbjóðendur gegn þingmönnum sem neita að styðja þá sem Trump tilnefnir til embætta og sagði auðjöfurinn þá að það væri eina leiðin til bregðast við slíku. AP fréttaveitan segir svo að Musk og auðjöfurinn Vivek Ramaswamy, sem eiga saman að leiða viðleitni Trumps til að draga úr regluverki og skera verulega niður í opinberum rekstri, hafi varað þingmenn sérstaklega við því að standa gegn þeirri vinnu. Marjorie Taylor Greene, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins, sagði auðjöfrana hafa sagt frá því að þeir héldu út lista yfir „óþæga“ og „þæga“ þingmenn, hvernig þeir greiddu atkvæði og hvernig þeir vörðu almannafé. Erfitt að skera niður Musk og Ramaswamy eiga að leiða einskonar stofnun sem kallast Department of Government Efficiency, eða DOGE í höfuðið á grínrafmynd sem Musk hefur áhuga á, og veita ráðamönnum ráðleggingar um reglugerðir sem fella eigi úr gildi og hvernig spara eigi í rekstri ríkisins. Saman hafa þeir heitið umfangsmiklum niðurskurði og vilja segja upp fjölda opinbera starfsmanna í Bandaríkjunum. Hvernig þeir ætla að gera það liggur þó ekki fyrir enn. Þá heimsóttu þeir Musk og Ramaswamy þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku, þar sem þeir ræddu við þingmenn Repúblikanaflokksins og munu þeir þá hafa varað þá við því að standa í vegi þeirra. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings heldur utan um fjárútlát ríkisins og óvíst er hversu mikinn áhuga þingmenn hafa á því að gefa það vald frá sér. Þá hefur ítrekað í gegnum árin reynst erfitt að skera niður þegar kemur að útgjöldum ríkisins og er þetta ekki í fyrsta sinn sem til stendur að reyna það. Þá fela opinber útgjöld oftar en ekki í sér myndun starfa í umdæmum þingmanna, sem þeim er oft illa við að skera niður af ótta við að kjósendur refsi þeim. Þurfa stuðning allra Þá er einnig útlit fyrir því að Musk og Ramaswamy muni þurfa stuðning allra þingmanna Repúblikanaflokksins til að skera niður en meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni dróst saman í kosningunum. Útlit er fyrir að þingið muni skiptast 220-215 á milli flokka næstu tvö árin. Einhverjir sérfræðingar og innanbúðarmenn í Repúblikanaflokknum hafa áhyggjur af hótunum Musks. Einn þeirra sagði í samtali við AP að ef auðjöfurinn færi að grafa undan Repúblikönum væri það líklegt til að enda með því að Demókrati taki sæti þeirra tilteknu þingmanna. Betra væri að Musk færi á eftir þingmönnum Demókrataflokksins í kjördæmum þar sem Trump vann Joe Biden. Það væri líklegra til að reynast Repúblikanaflokknum vel.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Elon Musk Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent