„Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Jón Þór Stefánsson skrifar 10. desember 2024 19:31 Luigi Mangione er 26 ára gamall. EPA Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. Manigone var handtekinn í gærkvöld eftir umfangsmikla leit í nokkurra daga. Hann er talinn hafa myrt Brian Thompson, einn forstjóra UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, verið á flótta þangað til hann var handtekinn í útibúi McDonalds í Pennsylvaníu-ríki. „Miðað við viðbrögð við skotárásinni á netinu, þar sem drápi á yfirmanni sjúkratryggingafyrirtækis er fagnað, er hætta á að margir öfgamenn muni líta á Manigone sem píslarvott, fordæmi sem hægt verði að fylgja eftir,“ segir í lögregluskýrslunni. Lítur líkleg á sig sem hetju Manigone var með í fórum sínum nokkurra blaðsíðna stefnuyfirlýsingu. Að mati lögreglunnar gefur yfirlýsingin til kynna að hann „líti líklega á sjálfan sig sem eins konar hetju sem ákvað loksins að bregðast við ósanngirninni.“ Mangione er kominn af auðugri fjölskyldu frá Baltimore í Maryland sem hefur verið viðloðin fasteignaviðskipti um árabil. Hann dúxaði í einkaskóla á barnsaldri og útskrifaðist úr Háskólanum í Pennsylvaníu árið 2020 með BA og meistaragráðu í tölvunar- og upplýsingafræðum. Útibú McDonalds í Pennsylvaníu þar sem Mangione fannst eftir nokkurra daga leit.EPA Að loknu h´askólanámi fór hann í starfsnám hjá John Hopkins-háskólanum og tölvuleikjaframleiðandanum Firaxis Games. Þar á eftir starfaði hann hjá bílasöluvefsíðunni TrueCar. Grunaði hann alls ekki New York Times segir hann hafa verið í reglulegu sambandi við fjölskyldu sína þar til fyrir sex mánuðum þegar hann hætti þeim samskiptum skyndilega. Luigi Mangione er grunaður um að hafa orðið Brian Thompson, einum forstjóra UnitedHealthcare, að bana.EPA „Hann var síðasta manneskjan sem nokkurn myndi nokkuru sinni gruna,“ hefur New York Times eftir Thomas J. Maronick lögmanni og útvarpsmanni sem þekkir til Mangione-fjölskyldunnar. „Þessi fjölskylda er mikils virt. Hún hefur verið framarlega í Baltimore.“ Jafnramt var rætt við vin Mangione, Aaron Cranston, sem stundaði nám með honum í Gilman-skólanum, sem þykir einn fremsti einkaskólinn í Baltimore. Hann sagði Mangione hafa verið sérstaklega gáfaðan, jafnvel þann klárasta í þessum virta skóla. Mangione hefði verið félagslyndur, vinalegur og ekki sérlega pólitískur. Bakveikindi tekið mikið á Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum vestanhafs að í aðdraganda árásarinnar í síðustu viku hafi Mangione glímt við mikinn verk í baki. R.J. Martin, sem kynntist Mangione í Honolulu í Hawaii, þar sem hann hefur dvalið mikið síðustu ár, sagði að bakveikindi hafi háð honum verulega. „Hann vissi að það væri erfitt að fara á stefnumót og vera líkamlega náin einhverjum með bakið í þessu ástandi,“ sagði Martin. „Ég man eftir því þegar hann sagði mér það, og ég greindi djúpria sorg í honum.“ Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð í New York Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York. 10. desember 2024 09:15 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. 5. desember 2024 17:52 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Manigone var handtekinn í gærkvöld eftir umfangsmikla leit í nokkurra daga. Hann er talinn hafa myrt Brian Thompson, einn forstjóra UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, verið á flótta þangað til hann var handtekinn í útibúi McDonalds í Pennsylvaníu-ríki. „Miðað við viðbrögð við skotárásinni á netinu, þar sem drápi á yfirmanni sjúkratryggingafyrirtækis er fagnað, er hætta á að margir öfgamenn muni líta á Manigone sem píslarvott, fordæmi sem hægt verði að fylgja eftir,“ segir í lögregluskýrslunni. Lítur líkleg á sig sem hetju Manigone var með í fórum sínum nokkurra blaðsíðna stefnuyfirlýsingu. Að mati lögreglunnar gefur yfirlýsingin til kynna að hann „líti líklega á sjálfan sig sem eins konar hetju sem ákvað loksins að bregðast við ósanngirninni.“ Mangione er kominn af auðugri fjölskyldu frá Baltimore í Maryland sem hefur verið viðloðin fasteignaviðskipti um árabil. Hann dúxaði í einkaskóla á barnsaldri og útskrifaðist úr Háskólanum í Pennsylvaníu árið 2020 með BA og meistaragráðu í tölvunar- og upplýsingafræðum. Útibú McDonalds í Pennsylvaníu þar sem Mangione fannst eftir nokkurra daga leit.EPA Að loknu h´askólanámi fór hann í starfsnám hjá John Hopkins-háskólanum og tölvuleikjaframleiðandanum Firaxis Games. Þar á eftir starfaði hann hjá bílasöluvefsíðunni TrueCar. Grunaði hann alls ekki New York Times segir hann hafa verið í reglulegu sambandi við fjölskyldu sína þar til fyrir sex mánuðum þegar hann hætti þeim samskiptum skyndilega. Luigi Mangione er grunaður um að hafa orðið Brian Thompson, einum forstjóra UnitedHealthcare, að bana.EPA „Hann var síðasta manneskjan sem nokkurn myndi nokkuru sinni gruna,“ hefur New York Times eftir Thomas J. Maronick lögmanni og útvarpsmanni sem þekkir til Mangione-fjölskyldunnar. „Þessi fjölskylda er mikils virt. Hún hefur verið framarlega í Baltimore.“ Jafnramt var rætt við vin Mangione, Aaron Cranston, sem stundaði nám með honum í Gilman-skólanum, sem þykir einn fremsti einkaskólinn í Baltimore. Hann sagði Mangione hafa verið sérstaklega gáfaðan, jafnvel þann klárasta í þessum virta skóla. Mangione hefði verið félagslyndur, vinalegur og ekki sérlega pólitískur. Bakveikindi tekið mikið á Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum vestanhafs að í aðdraganda árásarinnar í síðustu viku hafi Mangione glímt við mikinn verk í baki. R.J. Martin, sem kynntist Mangione í Honolulu í Hawaii, þar sem hann hefur dvalið mikið síðustu ár, sagði að bakveikindi hafi háð honum verulega. „Hann vissi að það væri erfitt að fara á stefnumót og vera líkamlega náin einhverjum með bakið í þessu ástandi,“ sagði Martin. „Ég man eftir því þegar hann sagði mér það, og ég greindi djúpria sorg í honum.“
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð í New York Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York. 10. desember 2024 09:15 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. 5. desember 2024 17:52 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Ákærður fyrir morð í New York Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York. 10. desember 2024 09:15
Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07
Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. 5. desember 2024 17:52