Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Jón Þór Stefánsson skrifar 10. desember 2024 22:10 Luigi Mangione öskraði á leið í dómsal, en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað hann sagði. Getty Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. Samkvæmt BBC heyrðist ekki vel hvað Mangione kallaði, en hann á þó að hafa sagt: „[…] er skammarlegt fyrir vitsmuni Bandaríkjamanna“ Þegar hann var leiddur úr dómshúsinu var hann þögull. Mangione er talinn hafa myrt Brian Thompson, einn forstjóra UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, verið á flótta þangað til hann var handtekinn í útibúi McDonalds í Pennsylvaníu-ríki. Mangione var leiddur fyrir dóm þar sem krafa ákæruvaldsins um að framselja hann frá Pennsylvaníu til New York-ríkis var tekin fyrir. Verjandi hans, sem var skipaður af dómstólnum, mótmælir þeirri beiðni. Niðurstaða varðandi framsalið liggur ekki fyrir og það gæti tekið marga daga, jafnvel mánuði að fá úr skorið um það. Dómarinn hafnaði því að Mangione myndi fá að ganga laus gegn tryggingu. „Ekki segja eitt einasta orð“ Samkvæmt New York Times sagði Mangione lítið í réttarsalnum. Fram hefur komið að hann er talinn hafa klæðst grímu nánast linnulaust frá því að hann á að hafa framið morðið þangað til að hann var handtekinn. Um er að ræða sóttvarnagrímu. Verjandi Mangione sagði að mögulega hafi hann verið með umrædda grímu vegna ótta við Covid-19. Þá mun Mangione hafa gripið inn í og sagt: „Ég kom með grímuna.“ En þá hafi lögmaðurinn aftur tekið orðið, sussað á hann og sagt: „Nei, nei, Ekki segja eitt einasta orð.“ Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. 9. desember 2024 21:04 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. 5. desember 2024 17:52 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Samkvæmt BBC heyrðist ekki vel hvað Mangione kallaði, en hann á þó að hafa sagt: „[…] er skammarlegt fyrir vitsmuni Bandaríkjamanna“ Þegar hann var leiddur úr dómshúsinu var hann þögull. Mangione er talinn hafa myrt Brian Thompson, einn forstjóra UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, verið á flótta þangað til hann var handtekinn í útibúi McDonalds í Pennsylvaníu-ríki. Mangione var leiddur fyrir dóm þar sem krafa ákæruvaldsins um að framselja hann frá Pennsylvaníu til New York-ríkis var tekin fyrir. Verjandi hans, sem var skipaður af dómstólnum, mótmælir þeirri beiðni. Niðurstaða varðandi framsalið liggur ekki fyrir og það gæti tekið marga daga, jafnvel mánuði að fá úr skorið um það. Dómarinn hafnaði því að Mangione myndi fá að ganga laus gegn tryggingu. „Ekki segja eitt einasta orð“ Samkvæmt New York Times sagði Mangione lítið í réttarsalnum. Fram hefur komið að hann er talinn hafa klæðst grímu nánast linnulaust frá því að hann á að hafa framið morðið þangað til að hann var handtekinn. Um er að ræða sóttvarnagrímu. Verjandi Mangione sagði að mögulega hafi hann verið með umrædda grímu vegna ótta við Covid-19. Þá mun Mangione hafa gripið inn í og sagt: „Ég kom með grímuna.“ En þá hafi lögmaðurinn aftur tekið orðið, sussað á hann og sagt: „Nei, nei, Ekki segja eitt einasta orð.“
Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. 9. desember 2024 21:04 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. 5. desember 2024 17:52 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. 9. desember 2024 21:04
Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07
Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. 5. desember 2024 17:52
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent