Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2024 22:11 Ross Barkley fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Aston Villa í kvöld. Getty/Maja Hitij Aston Villa vann dramatískan 3-2 sigur á þýska liðinu RB Leipzig í Meistaradeildinni í kvöld og ensku liðin héldu því áfram að vinna þau þýsku í Evrópu í vetur. Ross Barkley skoraði sigurmark Villa manna fimm mínútum fyrir leikslok en hin mörkin skoruðu John McGinn á þriðju mínútu og John Duran á 52. mínútu. Ikoma Lois Openda og Christoph Baumgartner jöfnuðu báðir en það dugði ekki þýska liðinu til að halda sér á lífi í keppninni. Tapið þýðir að RB Leipzig á ekki lengur möguleika á því að komast í útsláttarkeppnina enda stigalaust við botninn. Seinna markið kom eftir skelfileg mistök Emiliano Martinez, markvarðar Aston Villa, en hann slapp með skrekkinn á endanum. Þetta var betra kvöld fyrir þýsku liðin Bayern München og Bayer Leverkusen. Nordi Mukiele tryggði Leverkusen 1-0 sigur á Internazionale með marki á 90. mínútu. Það var fyrsta markið sem Inter menn fá á sig í keppninni í vetur. Leverkusen komst fyrir vikið upp í annað sætið. Þeir deila því með Aston Villa, Inter og Brest sem vann 1-0 sigur á PSV Eindhoven í kvöld. Öll eru með þrettán stig, fimm stigum á eftir toppliði Liverpool. Bayern München er í áttunda sætinu eftir 5-1 stórsigur á Shakhtar Donetsk. Michael Olise skoraði tvö mörk en hin mörkin skoruðu þeir Konrad Laimer, Thomas Müller og Jamal Musiala. Club Brugge vann 2-1 sigur á portúgalska félaginu Sporting Lissabon sem gengur illa eftir að liðið missti þjálfarann Ruben Amorin til Manchester United. Paris Saint-Germain vann líka mikilvægan sigur í kvöld en liðið sótti þrjú stig til Salzburg eftir 3-0 sigur. Goncalo Ramos, Nuno Mendes og Désiré Doué skoruðu mörkin en Achraf Hakimi lagði upp tvö þeirra. PSG er í 24. sæti eftir sigurinn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Ross Barkley skoraði sigurmark Villa manna fimm mínútum fyrir leikslok en hin mörkin skoruðu John McGinn á þriðju mínútu og John Duran á 52. mínútu. Ikoma Lois Openda og Christoph Baumgartner jöfnuðu báðir en það dugði ekki þýska liðinu til að halda sér á lífi í keppninni. Tapið þýðir að RB Leipzig á ekki lengur möguleika á því að komast í útsláttarkeppnina enda stigalaust við botninn. Seinna markið kom eftir skelfileg mistök Emiliano Martinez, markvarðar Aston Villa, en hann slapp með skrekkinn á endanum. Þetta var betra kvöld fyrir þýsku liðin Bayern München og Bayer Leverkusen. Nordi Mukiele tryggði Leverkusen 1-0 sigur á Internazionale með marki á 90. mínútu. Það var fyrsta markið sem Inter menn fá á sig í keppninni í vetur. Leverkusen komst fyrir vikið upp í annað sætið. Þeir deila því með Aston Villa, Inter og Brest sem vann 1-0 sigur á PSV Eindhoven í kvöld. Öll eru með þrettán stig, fimm stigum á eftir toppliði Liverpool. Bayern München er í áttunda sætinu eftir 5-1 stórsigur á Shakhtar Donetsk. Michael Olise skoraði tvö mörk en hin mörkin skoruðu þeir Konrad Laimer, Thomas Müller og Jamal Musiala. Club Brugge vann 2-1 sigur á portúgalska félaginu Sporting Lissabon sem gengur illa eftir að liðið missti þjálfarann Ruben Amorin til Manchester United. Paris Saint-Germain vann líka mikilvægan sigur í kvöld en liðið sótti þrjú stig til Salzburg eftir 3-0 sigur. Goncalo Ramos, Nuno Mendes og Désiré Doué skoruðu mörkin en Achraf Hakimi lagði upp tvö þeirra. PSG er í 24. sæti eftir sigurinn.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira