Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2024 15:48 Ahmed Al-Sharaa og Ahmed al-Awdah eru hér fyrir miðju. Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. Ahmed Al-Sharaa, sem gengið hefur undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani og leiðir öflugasta uppreisnarhópinn í Sýrlandi, sem ber nafnið HTS, fundaði meðal annars með Ahmed al-Awdah, sem er háttsettur leiðtogi uppreisnarhópa í suðurhluta landsins og öðrum leiðtogum úr þessum hópi. #New: HTS leader Jolani met with the leaders of the southern factions today in a first meeting between the two.The Southern Operation Room released a statement in the wake of the meeting saying it met "brother Ahmed al-Sharaa [Jolani's real name]" saying this was an "important… pic.twitter.com/CpxF6J9gxp— Michael A. Horowitz (@michaelh992) December 11, 2024 Fundurinn fór fram í Damaskus, höfuðborg landsins, en leiðtogar HTS hafa tekið forystu þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi og hafa þeir heitið því að allir þjóðarhópar Sýrlands muni eiga rödd við stjórnarborðið. Sjá einnig: Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Það var skyndisókn HTS í norðurhluta landsins sem var upphafið að endanum á stjórnartíð Bashars al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands. Uppreisnar- og vígamenn frá Idlib streymdu í lok nóvember í átt að Aleppo og tóku borgina á einungis nokkrum dögum. Þaðan settu þeir stefnuna á Hama og féll hún sömuleiðis tiltölulega fljótt. Varnir stjórnarhers Assads féllu hratt saman og þegar HTS-liðar hófu umsátur um hina mikilvægu borg Homs, tóku aðrir uppreisnarhópar upp vopn víðsvegar um landið. Uppreisnarmennirnir í suðurhluta landsins ráku stjórnarherinn hratt frá borginni Daraa, sem sögð er fæðingarstaður uppreisnarinnar 2011, og tóku einnig nærliggjandi sveitir. Það voru svo þeir hópar sem tóku Damaskus á meðan HTS sat enn um Homs. Hin svokallaða uppreisn er mynduð úr aragrúa hópa og fylkinga sem myndaðir eru af vígamönnum, uppreisnarmönnum og málaliðum af fjölbreyttum þjóðarbrotum sem hafa mismunandi hagsmuni og áherslur. Sjá einnig: Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Við það bætast svo Alavítar við strandlengju Sýrlands, sem er minnihlutahópur sem Assad-fjölskyldan tilheyrði, og sýrlenskir Kúrdar í austurhluta landsins. Frá því HTS hóf sókn sína gegn Assaf hafa aðrir uppreisnarmenn í norðurhluta landsins, sem njóta mikils stuðnings frá Tyrklandi, herjað á Kúrdana. Uppreisnarleiðtogar hafa mikið verk fyrir höndum, eigi þeim að takast að halda Sýrlandi sameinuðu. Uppreisnarmenn kveiktu í morgun í grafhýsi Hafez al-Assad, föður Bashars, í bænum Qardaha í morgun. Þar búa að mestu leyti Alavítar. Syrian Islamist fighters destroyed & set fire to the mausoleum of Hafez al-Assad in the Alawite town of Qardaha⁰A resident said fighters kept streaming in, sometimes cursing & intimidating locals who had announced their full cooperation with Syria’s news rulers on Monday. pic.twitter.com/vpK4W7AIds— Timour Azhari (@timourazhari) December 11, 2024 Sýrland Tengdar fréttir Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Ísraelar hafa á undanförnum dögum, eða frá því ríkisstjórn Bashar al-Assads féll, gert hundruð loftárása í Sýrlandi. Markmið þessara árása virðist vera að draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands takist yfir höfuð að mynda hana. 10. desember 2024 13:02 Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. 10. desember 2024 07:05 Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. 8. desember 2024 23:38 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira
Ahmed Al-Sharaa, sem gengið hefur undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani og leiðir öflugasta uppreisnarhópinn í Sýrlandi, sem ber nafnið HTS, fundaði meðal annars með Ahmed al-Awdah, sem er háttsettur leiðtogi uppreisnarhópa í suðurhluta landsins og öðrum leiðtogum úr þessum hópi. #New: HTS leader Jolani met with the leaders of the southern factions today in a first meeting between the two.The Southern Operation Room released a statement in the wake of the meeting saying it met "brother Ahmed al-Sharaa [Jolani's real name]" saying this was an "important… pic.twitter.com/CpxF6J9gxp— Michael A. Horowitz (@michaelh992) December 11, 2024 Fundurinn fór fram í Damaskus, höfuðborg landsins, en leiðtogar HTS hafa tekið forystu þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi og hafa þeir heitið því að allir þjóðarhópar Sýrlands muni eiga rödd við stjórnarborðið. Sjá einnig: Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Það var skyndisókn HTS í norðurhluta landsins sem var upphafið að endanum á stjórnartíð Bashars al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands. Uppreisnar- og vígamenn frá Idlib streymdu í lok nóvember í átt að Aleppo og tóku borgina á einungis nokkrum dögum. Þaðan settu þeir stefnuna á Hama og féll hún sömuleiðis tiltölulega fljótt. Varnir stjórnarhers Assads féllu hratt saman og þegar HTS-liðar hófu umsátur um hina mikilvægu borg Homs, tóku aðrir uppreisnarhópar upp vopn víðsvegar um landið. Uppreisnarmennirnir í suðurhluta landsins ráku stjórnarherinn hratt frá borginni Daraa, sem sögð er fæðingarstaður uppreisnarinnar 2011, og tóku einnig nærliggjandi sveitir. Það voru svo þeir hópar sem tóku Damaskus á meðan HTS sat enn um Homs. Hin svokallaða uppreisn er mynduð úr aragrúa hópa og fylkinga sem myndaðir eru af vígamönnum, uppreisnarmönnum og málaliðum af fjölbreyttum þjóðarbrotum sem hafa mismunandi hagsmuni og áherslur. Sjá einnig: Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Við það bætast svo Alavítar við strandlengju Sýrlands, sem er minnihlutahópur sem Assad-fjölskyldan tilheyrði, og sýrlenskir Kúrdar í austurhluta landsins. Frá því HTS hóf sókn sína gegn Assaf hafa aðrir uppreisnarmenn í norðurhluta landsins, sem njóta mikils stuðnings frá Tyrklandi, herjað á Kúrdana. Uppreisnarleiðtogar hafa mikið verk fyrir höndum, eigi þeim að takast að halda Sýrlandi sameinuðu. Uppreisnarmenn kveiktu í morgun í grafhýsi Hafez al-Assad, föður Bashars, í bænum Qardaha í morgun. Þar búa að mestu leyti Alavítar. Syrian Islamist fighters destroyed & set fire to the mausoleum of Hafez al-Assad in the Alawite town of Qardaha⁰A resident said fighters kept streaming in, sometimes cursing & intimidating locals who had announced their full cooperation with Syria’s news rulers on Monday. pic.twitter.com/vpK4W7AIds— Timour Azhari (@timourazhari) December 11, 2024
Sýrland Tengdar fréttir Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Ísraelar hafa á undanförnum dögum, eða frá því ríkisstjórn Bashar al-Assads féll, gert hundruð loftárása í Sýrlandi. Markmið þessara árása virðist vera að draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands takist yfir höfuð að mynda hana. 10. desember 2024 13:02 Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. 10. desember 2024 07:05 Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. 8. desember 2024 23:38 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira
Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Ísraelar hafa á undanförnum dögum, eða frá því ríkisstjórn Bashar al-Assads féll, gert hundruð loftárása í Sýrlandi. Markmið þessara árása virðist vera að draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands takist yfir höfuð að mynda hana. 10. desember 2024 13:02
Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. 10. desember 2024 07:05
Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. 8. desember 2024 23:38