Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ Aron Guðmundsson skrifar 11. desember 2024 18:02 Þetta er í fimmta sinn og annað árið í röð sem Sonja er valin íþróttakona ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra Vísir/Vilhelm Sundfólkið Sonja Sigurðardóttir og Róbert Ísak Jónsson voru í dag útnefnd íþróttakona og íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Sonja er ein af okkar reynslumestu sundkonum og hún er hvergi nærri hætt og segir mestu máli skipta að hafa trú á sjálfri sér. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í Reykjavík í dag og er þetta er í fimmta sinn sem Sonja hlýtur verðlaunin. Er þetta alltaf jafn sérstakt? „Já alltaf jafn sérstakt,“ segir Sonja í samtali við Vísi. „Mjög stórt. Góð tilfinning sem þessu fylgir sem hvetur mann til að gera betur í framhaldinu.“ Sonja hefur átt skínandi gengi að fagna á árinu sem nú er að líða. Sett ellefu Íslandsmet og staðið sig vel á Norðurlanda- og Evrópumeistaramótum. Þá synti hún í tveimur greinum á Ólympíuleikum fatlaðra í París í sumar og endaði í sjöunda sæti í 50 metra baksundi á nýju Íslandsmeti. Þetta voru þriðju Ólympíuleikar Sonju. Hvað býr að baki þessum góða árangri? „Að hafa góða trú á sjálfum sér. Hvílast vel og nærast. Allt spilar þetta saman. Líka sálfræðimeðferð, sjúkraþjálfun og nudd. Allt hjálpar þetta.“ Árið 2024 hjá Sonju: Sonja Sigurðardóttir setti alls 11 Íslandsmet í sundi á árinu 2024 í flokki S3, þar af voru sex sett í 25m laug og fimm í 50m laug. Á norðurlandamóti setti Sonja Íslandsmet í 25m laug í 50m baksundi með tímann 1:10,22, 50m skriðsundi með tímann 1:10,18 og 100m baksundi með tímann 2:31,86. Á EM setti hún Íslansmet í 100m skriðsundi þar sem hún kom í mark á tímanum 2:22,15 og í 50m skriðsundi þar sem hún kom í mark á tímanum 1:07,43. Á Paralympics í París setti Sonja einnig Íslandsmet þar sem hún kom í mark í úrslitum í 50m baksundi á tímanum 1:07,46. Sonja tók þátt á tveimur stórmótum árið 2024, á Evrópumeistaramóti IPC (EM) og á Paralympics. Á EM keppti Sonja í 100m skriðsundi og 50m baksundi þar sem hún endaði í 5 sæti í báðum greinum á nýjum Íslandsmetum. Á Paralympics í París keppti Sonja í tveimur greinum, 50m baksundi og 100m baksundi. Sonja komst í úrslit í 50 m baksundi þar sem hún endaði í 7. sæti á nýju Íslansmeti. Þetta er í fimmta sinn sem Sonja hlýtur nafnbótina Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra en hún var fyrst kjörin árið 2008, aftur árið 2009, 2016 og nú seinast árið 2023. Þetta verður því annað árið í röð sem hún hlýtur nafnbótina og alls fimm sinnum. Aðspurð hver hápunkturinn á árinu sem nú er að líða hafi verið stóð ekki á svörum hjá Sonju: „Ég held að það hafi verið leikarnir í París. Þrátt fyrir að ég hafi fengið Covid úti á meðan á þeim stóð. Það gerði mig bara sterkari.“ Sonja er ein af okkar reynslumestu sundkonum og hún er hvergi nærri hætt. „Ég er nú orðin 34 ára. Búin að æfa í tuttugu og sjö ár. Ég held eitthvað áfram. Það er HM á næsta ári.“ Og kannski fleiri Ólympíuleikar? „Já vonandi. Stefni þangað.“ En skipta öll þessi met og verðlaun sem hún er að vinna til einhverju máli? „Þetta skiptir allt máli en mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér. Hitt er bara bónus.“ Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sjá meira
Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í Reykjavík í dag og er þetta er í fimmta sinn sem Sonja hlýtur verðlaunin. Er þetta alltaf jafn sérstakt? „Já alltaf jafn sérstakt,“ segir Sonja í samtali við Vísi. „Mjög stórt. Góð tilfinning sem þessu fylgir sem hvetur mann til að gera betur í framhaldinu.“ Sonja hefur átt skínandi gengi að fagna á árinu sem nú er að líða. Sett ellefu Íslandsmet og staðið sig vel á Norðurlanda- og Evrópumeistaramótum. Þá synti hún í tveimur greinum á Ólympíuleikum fatlaðra í París í sumar og endaði í sjöunda sæti í 50 metra baksundi á nýju Íslandsmeti. Þetta voru þriðju Ólympíuleikar Sonju. Hvað býr að baki þessum góða árangri? „Að hafa góða trú á sjálfum sér. Hvílast vel og nærast. Allt spilar þetta saman. Líka sálfræðimeðferð, sjúkraþjálfun og nudd. Allt hjálpar þetta.“ Árið 2024 hjá Sonju: Sonja Sigurðardóttir setti alls 11 Íslandsmet í sundi á árinu 2024 í flokki S3, þar af voru sex sett í 25m laug og fimm í 50m laug. Á norðurlandamóti setti Sonja Íslandsmet í 25m laug í 50m baksundi með tímann 1:10,22, 50m skriðsundi með tímann 1:10,18 og 100m baksundi með tímann 2:31,86. Á EM setti hún Íslansmet í 100m skriðsundi þar sem hún kom í mark á tímanum 2:22,15 og í 50m skriðsundi þar sem hún kom í mark á tímanum 1:07,43. Á Paralympics í París setti Sonja einnig Íslandsmet þar sem hún kom í mark í úrslitum í 50m baksundi á tímanum 1:07,46. Sonja tók þátt á tveimur stórmótum árið 2024, á Evrópumeistaramóti IPC (EM) og á Paralympics. Á EM keppti Sonja í 100m skriðsundi og 50m baksundi þar sem hún endaði í 5 sæti í báðum greinum á nýjum Íslandsmetum. Á Paralympics í París keppti Sonja í tveimur greinum, 50m baksundi og 100m baksundi. Sonja komst í úrslit í 50 m baksundi þar sem hún endaði í 7. sæti á nýju Íslansmeti. Þetta er í fimmta sinn sem Sonja hlýtur nafnbótina Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra en hún var fyrst kjörin árið 2008, aftur árið 2009, 2016 og nú seinast árið 2023. Þetta verður því annað árið í röð sem hún hlýtur nafnbótina og alls fimm sinnum. Aðspurð hver hápunkturinn á árinu sem nú er að líða hafi verið stóð ekki á svörum hjá Sonju: „Ég held að það hafi verið leikarnir í París. Þrátt fyrir að ég hafi fengið Covid úti á meðan á þeim stóð. Það gerði mig bara sterkari.“ Sonja er ein af okkar reynslumestu sundkonum og hún er hvergi nærri hætt. „Ég er nú orðin 34 ára. Búin að æfa í tuttugu og sjö ár. Ég held eitthvað áfram. Það er HM á næsta ári.“ Og kannski fleiri Ólympíuleikar? „Já vonandi. Stefni þangað.“ En skipta öll þessi met og verðlaun sem hún er að vinna til einhverju máli? „Þetta skiptir allt máli en mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér. Hitt er bara bónus.“
Árið 2024 hjá Sonju: Sonja Sigurðardóttir setti alls 11 Íslandsmet í sundi á árinu 2024 í flokki S3, þar af voru sex sett í 25m laug og fimm í 50m laug. Á norðurlandamóti setti Sonja Íslandsmet í 25m laug í 50m baksundi með tímann 1:10,22, 50m skriðsundi með tímann 1:10,18 og 100m baksundi með tímann 2:31,86. Á EM setti hún Íslansmet í 100m skriðsundi þar sem hún kom í mark á tímanum 2:22,15 og í 50m skriðsundi þar sem hún kom í mark á tímanum 1:07,43. Á Paralympics í París setti Sonja einnig Íslandsmet þar sem hún kom í mark í úrslitum í 50m baksundi á tímanum 1:07,46. Sonja tók þátt á tveimur stórmótum árið 2024, á Evrópumeistaramóti IPC (EM) og á Paralympics. Á EM keppti Sonja í 100m skriðsundi og 50m baksundi þar sem hún endaði í 5 sæti í báðum greinum á nýjum Íslandsmetum. Á Paralympics í París keppti Sonja í tveimur greinum, 50m baksundi og 100m baksundi. Sonja komst í úrslit í 50 m baksundi þar sem hún endaði í 7. sæti á nýju Íslansmeti. Þetta er í fimmta sinn sem Sonja hlýtur nafnbótina Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra en hún var fyrst kjörin árið 2008, aftur árið 2009, 2016 og nú seinast árið 2023. Þetta verður því annað árið í röð sem hún hlýtur nafnbótina og alls fimm sinnum.
Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sjá meira