Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. desember 2024 08:08 Singh sagði ekkert til í staðhæfingum þingmannsins. Getty/Kevin Dietsch Talsmaður Pentagon neitar því staðfastlega að drónar sem sést hafa í New Jersey á síðustu vikum komi frá „móðurskipi“ Írana við austurströnd Bandaríkjanna. Tugir dróna hafa sést yfir New Jersey í nokkrar vikur, meðal annars við herstöðvar og golfvöll í eigu Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseta. Íbúar hafa krafist viðbragða en fátt verið um svör. Fjallað hefur verið um málið í miðlum vestanhafs síðustu daga en það tók nýja stefnu þegar Jeff Van Drew, þingmaður Repúblikanaflokksins frá New Jersey, sagðist í samtali við Fox News hafa það frá háttsettum heimildarmönnum að drónarnir kæmu frá „móðurskipi“ Íran í Atlantshafi. Van Drew sagði að réttast væri að skjóta drónana niður. Sabrina Singh, talsmaður Pentagon, sagði hins vegar á reglubundnum blaðamannafundi í gær að ekkert væri til í fullyrðingum þingmannsins. „Það er ekkert íranskt skip við strendur Bandaríkjanna og það er ekkert svokallað móðurskip að senda dróna yfir Bandaríkin,“ sagði hún. Það væri raunar mat hermálayfirvalda að drónarnir tengdust ekki erlendum aðilum eða andstæðingum. Alríkislögreglan hefur málið til rannsóknar en hefur ekki getað veitt útskýringar enn sem komið er. Phil Murphy, ríkisstjóri New Jersey, sagði 49 tilkynningar hafa borist um dróna bara á sunnudag, en hann ítrekaði að ekki væri talið að þeir ógnuðu öryggi almennings. Bandaríkin Hernaður Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Tugir dróna hafa sést yfir New Jersey í nokkrar vikur, meðal annars við herstöðvar og golfvöll í eigu Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseta. Íbúar hafa krafist viðbragða en fátt verið um svör. Fjallað hefur verið um málið í miðlum vestanhafs síðustu daga en það tók nýja stefnu þegar Jeff Van Drew, þingmaður Repúblikanaflokksins frá New Jersey, sagðist í samtali við Fox News hafa það frá háttsettum heimildarmönnum að drónarnir kæmu frá „móðurskipi“ Íran í Atlantshafi. Van Drew sagði að réttast væri að skjóta drónana niður. Sabrina Singh, talsmaður Pentagon, sagði hins vegar á reglubundnum blaðamannafundi í gær að ekkert væri til í fullyrðingum þingmannsins. „Það er ekkert íranskt skip við strendur Bandaríkjanna og það er ekkert svokallað móðurskip að senda dróna yfir Bandaríkin,“ sagði hún. Það væri raunar mat hermálayfirvalda að drónarnir tengdust ekki erlendum aðilum eða andstæðingum. Alríkislögreglan hefur málið til rannsóknar en hefur ekki getað veitt útskýringar enn sem komið er. Phil Murphy, ríkisstjóri New Jersey, sagði 49 tilkynningar hafa borist um dróna bara á sunnudag, en hann ítrekaði að ekki væri talið að þeir ógnuðu öryggi almennings.
Bandaríkin Hernaður Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent