Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2024 10:05 Mark Zuckerberg í bandaríska þinginu í janúar. AP/Susan Walsh Meta, móðurfélag Facebook sem er í eigu Mark Zuckerberg, hefur gefið milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump. Forsetinn verðandi hefur ítrekað gagnrýnt auðjöfurinn á undanförnum mánuðum og einnig hótað aðgerðum gegn Facebook og öðrum fyrirtækjum sem hann sakar um að hafa farið gegn sér. Trump og Repúblikanar hafa lengi beint spjótum sínum að Zuckerberg og hafa meðal annars sakað hann um að beita Facebook gegn þeim og um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Trump sjálfur sagði eitt sinn að Zuckerberg ætti að sitja í fangelsi fyrir meint „ráðabrugg“ gegn Trump. Þá hefur Zuckerberg einnig deilt við Elon Musk, einn helsta ráðgjafa Trumps þessa dagana. Zuckerberg hefur reynt að brúa bilið milli hans og Trumps og lagði hann til að mynda land undir fót nýverið og heimsótti Trump í Flórída. Ráðgjafar Zuckerberg fóru með honum og funduðu þeir einnig með Marco Rubio, öldungadeildarþingmanni sem Trump ætlar að skipa í embætti utanríkisráðherra, og aðra ráðgjafa Trumps. Þar að auki hefur Zuckerberg að minnsta kosti tvisvar sinnum rætt við Trump í síma, samkvæmt New York Times. Eins og fram kemur í frétt Wall Street Journal er Zuckerberg ekki eini auðjöfurinn sem leitað hefur á náðir Trumps að undanförnu. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hefur gert það einnig. Tim Cook frá Apple og Sundar Pichai frá Google eru einnig sagðir hafa sett sig í samband við Trump-liða. Embættistökusjóðir eru notaðir til að greiða fyrir embættistökuathöfn forseta Bandaríkjanna, skrúðgöngu og aðra fögnuði sem tengjast athöfninni. Engin takmörk eru á því hve mikla peninga menn og fyrirtæki geta gefið í þessa sjóði en slíkar fjárveitingar eru vinsælar hjá aðilum sem vilja komast í náðina hjá verðandi forsetum. Framboð Trumps hefur gefið út að þeir sem gefa milljón dali eða meira í embættistökusjóðinn fá meðal annars að sitja kvöldverð með forsetanum, eiginkonu hans og JD Vance, varaforseta. Bandaríkin Donald Trump Facebook Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim. 10. desember 2024 15:01 Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. 10. desember 2024 08:35 Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, segist ætla að skoða það alvarlega að náða þá sem voru sakfelldir fyrir árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021, eftir að honum mistókst að ná endurkjöri. 9. desember 2024 06:58 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Trump og Repúblikanar hafa lengi beint spjótum sínum að Zuckerberg og hafa meðal annars sakað hann um að beita Facebook gegn þeim og um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Trump sjálfur sagði eitt sinn að Zuckerberg ætti að sitja í fangelsi fyrir meint „ráðabrugg“ gegn Trump. Þá hefur Zuckerberg einnig deilt við Elon Musk, einn helsta ráðgjafa Trumps þessa dagana. Zuckerberg hefur reynt að brúa bilið milli hans og Trumps og lagði hann til að mynda land undir fót nýverið og heimsótti Trump í Flórída. Ráðgjafar Zuckerberg fóru með honum og funduðu þeir einnig með Marco Rubio, öldungadeildarþingmanni sem Trump ætlar að skipa í embætti utanríkisráðherra, og aðra ráðgjafa Trumps. Þar að auki hefur Zuckerberg að minnsta kosti tvisvar sinnum rætt við Trump í síma, samkvæmt New York Times. Eins og fram kemur í frétt Wall Street Journal er Zuckerberg ekki eini auðjöfurinn sem leitað hefur á náðir Trumps að undanförnu. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hefur gert það einnig. Tim Cook frá Apple og Sundar Pichai frá Google eru einnig sagðir hafa sett sig í samband við Trump-liða. Embættistökusjóðir eru notaðir til að greiða fyrir embættistökuathöfn forseta Bandaríkjanna, skrúðgöngu og aðra fögnuði sem tengjast athöfninni. Engin takmörk eru á því hve mikla peninga menn og fyrirtæki geta gefið í þessa sjóði en slíkar fjárveitingar eru vinsælar hjá aðilum sem vilja komast í náðina hjá verðandi forsetum. Framboð Trumps hefur gefið út að þeir sem gefa milljón dali eða meira í embættistökusjóðinn fá meðal annars að sitja kvöldverð með forsetanum, eiginkonu hans og JD Vance, varaforseta.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim. 10. desember 2024 15:01 Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. 10. desember 2024 08:35 Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, segist ætla að skoða það alvarlega að náða þá sem voru sakfelldir fyrir árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021, eftir að honum mistókst að ná endurkjöri. 9. desember 2024 06:58 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim. 10. desember 2024 15:01
Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. 10. desember 2024 08:35
Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, segist ætla að skoða það alvarlega að náða þá sem voru sakfelldir fyrir árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021, eftir að honum mistókst að ná endurkjöri. 9. desember 2024 06:58