Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2024 10:05 Mark Zuckerberg í bandaríska þinginu í janúar. AP/Susan Walsh Meta, móðurfélag Facebook sem er í eigu Mark Zuckerberg, hefur gefið milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump. Forsetinn verðandi hefur ítrekað gagnrýnt auðjöfurinn á undanförnum mánuðum og einnig hótað aðgerðum gegn Facebook og öðrum fyrirtækjum sem hann sakar um að hafa farið gegn sér. Trump og Repúblikanar hafa lengi beint spjótum sínum að Zuckerberg og hafa meðal annars sakað hann um að beita Facebook gegn þeim og um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Trump sjálfur sagði eitt sinn að Zuckerberg ætti að sitja í fangelsi fyrir meint „ráðabrugg“ gegn Trump. Þá hefur Zuckerberg einnig deilt við Elon Musk, einn helsta ráðgjafa Trumps þessa dagana. Zuckerberg hefur reynt að brúa bilið milli hans og Trumps og lagði hann til að mynda land undir fót nýverið og heimsótti Trump í Flórída. Ráðgjafar Zuckerberg fóru með honum og funduðu þeir einnig með Marco Rubio, öldungadeildarþingmanni sem Trump ætlar að skipa í embætti utanríkisráðherra, og aðra ráðgjafa Trumps. Þar að auki hefur Zuckerberg að minnsta kosti tvisvar sinnum rætt við Trump í síma, samkvæmt New York Times. Eins og fram kemur í frétt Wall Street Journal er Zuckerberg ekki eini auðjöfurinn sem leitað hefur á náðir Trumps að undanförnu. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hefur gert það einnig. Tim Cook frá Apple og Sundar Pichai frá Google eru einnig sagðir hafa sett sig í samband við Trump-liða. Embættistökusjóðir eru notaðir til að greiða fyrir embættistökuathöfn forseta Bandaríkjanna, skrúðgöngu og aðra fögnuði sem tengjast athöfninni. Engin takmörk eru á því hve mikla peninga menn og fyrirtæki geta gefið í þessa sjóði en slíkar fjárveitingar eru vinsælar hjá aðilum sem vilja komast í náðina hjá verðandi forsetum. Framboð Trumps hefur gefið út að þeir sem gefa milljón dali eða meira í embættistökusjóðinn fá meðal annars að sitja kvöldverð með forsetanum, eiginkonu hans og JD Vance, varaforseta. Bandaríkin Donald Trump Facebook Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim. 10. desember 2024 15:01 Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. 10. desember 2024 08:35 Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, segist ætla að skoða það alvarlega að náða þá sem voru sakfelldir fyrir árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021, eftir að honum mistókst að ná endurkjöri. 9. desember 2024 06:58 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Trump og Repúblikanar hafa lengi beint spjótum sínum að Zuckerberg og hafa meðal annars sakað hann um að beita Facebook gegn þeim og um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Trump sjálfur sagði eitt sinn að Zuckerberg ætti að sitja í fangelsi fyrir meint „ráðabrugg“ gegn Trump. Þá hefur Zuckerberg einnig deilt við Elon Musk, einn helsta ráðgjafa Trumps þessa dagana. Zuckerberg hefur reynt að brúa bilið milli hans og Trumps og lagði hann til að mynda land undir fót nýverið og heimsótti Trump í Flórída. Ráðgjafar Zuckerberg fóru með honum og funduðu þeir einnig með Marco Rubio, öldungadeildarþingmanni sem Trump ætlar að skipa í embætti utanríkisráðherra, og aðra ráðgjafa Trumps. Þar að auki hefur Zuckerberg að minnsta kosti tvisvar sinnum rætt við Trump í síma, samkvæmt New York Times. Eins og fram kemur í frétt Wall Street Journal er Zuckerberg ekki eini auðjöfurinn sem leitað hefur á náðir Trumps að undanförnu. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hefur gert það einnig. Tim Cook frá Apple og Sundar Pichai frá Google eru einnig sagðir hafa sett sig í samband við Trump-liða. Embættistökusjóðir eru notaðir til að greiða fyrir embættistökuathöfn forseta Bandaríkjanna, skrúðgöngu og aðra fögnuði sem tengjast athöfninni. Engin takmörk eru á því hve mikla peninga menn og fyrirtæki geta gefið í þessa sjóði en slíkar fjárveitingar eru vinsælar hjá aðilum sem vilja komast í náðina hjá verðandi forsetum. Framboð Trumps hefur gefið út að þeir sem gefa milljón dali eða meira í embættistökusjóðinn fá meðal annars að sitja kvöldverð með forsetanum, eiginkonu hans og JD Vance, varaforseta.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim. 10. desember 2024 15:01 Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. 10. desember 2024 08:35 Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, segist ætla að skoða það alvarlega að náða þá sem voru sakfelldir fyrir árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021, eftir að honum mistókst að ná endurkjöri. 9. desember 2024 06:58 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim. 10. desember 2024 15:01
Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. 10. desember 2024 08:35
Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, segist ætla að skoða það alvarlega að náða þá sem voru sakfelldir fyrir árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021, eftir að honum mistókst að ná endurkjöri. 9. desember 2024 06:58