Grautfúl að tapa forsetakosningunum Heimir Már Pétursson skrifar 12. desember 2024 19:45 Katrín Jakobsdóttirsegist hafa boðið sig fram til embættis forseta til að vinna kosningarnar og því orðið grútfúl að tapa þeim. Hún sjái hins vegar ekki eftir að hafa boðið sig fram. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir segist hafa orðið grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningunum því hún hafi að sjálfsögðu farið í þær til að vinna kosningarnar. Í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 í kvöld segist hún hafa fundið til djúprar sorgar þegar Vinstri græn félllu af þingi í nýafstöðnum alþingiskosningum. Hreyfingin hafi þrátt fyrir allt komið mörgum góðum málum í gegn en verið hart dæmd. Í dag er hún sérlegur sendifulltrúi Hringborðs norðuslóða og útilokar ekki að gefa minningar sínar út á bók. Katrín Jakobsdóttir segir að það hafi verið mikið áfall þegar Vinstri græn féllu af þingi eftir 25 ára veru þar.Vísir/Vilhelm „Ég ætla ekki að ljúga neinu um það að sunnudaginn eftir kosningar upplifði ég verulega djúpa sorg. Ég ætla líka að segja að mér fannst við hart dæmd," sagði Katrín. Þau 25 ár sem Vinstrihreyfingin grænt framboð var á þingi hafi hreyfingin haft ótrúlega mikil áhrif á landsmálin. „Bæði í stjórnarandstöðu fyrir hrun í ríkisstjórninni sem sinnti endurreisnarstarfi eftir hrun. Sem flokkur í stjórnarandstöðu sem alltaf var á vaktinni fyrir ýmis mannréttindamál, náttúruvernd og umhverfisvernd og auðvitað fyrir gildi félagshyggjunnar. Og svo auðvitað á síðustu sjö árum í ríkisstjórn þar sem ég tel að við höfum náð miklum árangri þótt að auðvitað hafi ekki allt náðst í gegn," sagði Katrín í Samtalinu. Það þarf kannski líka að huga að heilbrigði hreyfingarinnar og kannski er það að koma í bakið á hreyfingunni núna að hún sýndi of mikið langlundargeð? „Alveg vafalaust og vafalaust má benda á mig í þeim efnum. Það má örugglega benda á einhverja fleiri ef fólk vill. Stóra málið held ég og verkefnið sem formaður hreyfingarinar stendur fyrir og hennar fólk í forystunni er hvernig ætla þau núna að halda áfram," sagði forsætisráðherrann fyrrverandi. Flokkur væri bara tæki utanum einhver mál og þessi mál væru ekkert að fara. Katrín segir það bíða núverandi formanns og forystu Vinstri grænna að byggja hreyfinguna upp.Vísir/Vilhelm Katrín fékk rétt rúmlega 25 prósent atkvæða í forsetakosningunum í júni og hlaut næst mesta fylgið á eftir Höllu Tómasdóttur sem var kjörin með rétt rúmlega 34 prósentum atkvæða. „Í fyrsta lagi fannst mér gaman í þessari forsetakosningabaráttu. Ég kynntist nýju fólki, fékk einhvern veginn aðra sýn á samfélagið. Þegar maður er á ferð um landið til dæmis sem stjórnmálamaður færðu ákveðna sýn og þu hittir ákveðið fólk. Svo ferðu sem forsetaframbjóðandi og hittir annað fólk sem hefur aðra hluti að segja þér. Þannig að það var í fyrsta lagi mjög gefandi. Ég var auðvitað grautfúl að tapa þessum kosningum. Ég fór í þetta til að vinna, að sjálfsögðu," sagði Katrín Jakobsdóttir. Í Samtalinu ræddi hún einnig meðal annars hvað hún væri með á prjónunum þessa dagana. Það væru nokkur bretti með skjölum frá henni á Þjóðskjalasafninu sem hún væri að grúska í og útilokaði ekki að gefa út endurminningar sínar. Hér má sjá Samtalið í heild sinni: Klippa: Samtalið með Heimi Má: Katrín Jakobsdóttir Samtalið Forsetakosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. 16. nóvember 2024 08:02 Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður Pírata er sannfærð um að hreyfingunni takist að koma fulltrúum á þing þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum að undanförnu. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún Pírata stefna að því að komast í ríkisstjórn en muni þó ekki mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. 7. nóvember 2024 16:28 Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. 2. nóvember 2024 08:02 Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02 Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02 Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02 Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Hreyfingin hafi þrátt fyrir allt komið mörgum góðum málum í gegn en verið hart dæmd. Í dag er hún sérlegur sendifulltrúi Hringborðs norðuslóða og útilokar ekki að gefa minningar sínar út á bók. Katrín Jakobsdóttir segir að það hafi verið mikið áfall þegar Vinstri græn féllu af þingi eftir 25 ára veru þar.Vísir/Vilhelm „Ég ætla ekki að ljúga neinu um það að sunnudaginn eftir kosningar upplifði ég verulega djúpa sorg. Ég ætla líka að segja að mér fannst við hart dæmd," sagði Katrín. Þau 25 ár sem Vinstrihreyfingin grænt framboð var á þingi hafi hreyfingin haft ótrúlega mikil áhrif á landsmálin. „Bæði í stjórnarandstöðu fyrir hrun í ríkisstjórninni sem sinnti endurreisnarstarfi eftir hrun. Sem flokkur í stjórnarandstöðu sem alltaf var á vaktinni fyrir ýmis mannréttindamál, náttúruvernd og umhverfisvernd og auðvitað fyrir gildi félagshyggjunnar. Og svo auðvitað á síðustu sjö árum í ríkisstjórn þar sem ég tel að við höfum náð miklum árangri þótt að auðvitað hafi ekki allt náðst í gegn," sagði Katrín í Samtalinu. Það þarf kannski líka að huga að heilbrigði hreyfingarinnar og kannski er það að koma í bakið á hreyfingunni núna að hún sýndi of mikið langlundargeð? „Alveg vafalaust og vafalaust má benda á mig í þeim efnum. Það má örugglega benda á einhverja fleiri ef fólk vill. Stóra málið held ég og verkefnið sem formaður hreyfingarinar stendur fyrir og hennar fólk í forystunni er hvernig ætla þau núna að halda áfram," sagði forsætisráðherrann fyrrverandi. Flokkur væri bara tæki utanum einhver mál og þessi mál væru ekkert að fara. Katrín segir það bíða núverandi formanns og forystu Vinstri grænna að byggja hreyfinguna upp.Vísir/Vilhelm Katrín fékk rétt rúmlega 25 prósent atkvæða í forsetakosningunum í júni og hlaut næst mesta fylgið á eftir Höllu Tómasdóttur sem var kjörin með rétt rúmlega 34 prósentum atkvæða. „Í fyrsta lagi fannst mér gaman í þessari forsetakosningabaráttu. Ég kynntist nýju fólki, fékk einhvern veginn aðra sýn á samfélagið. Þegar maður er á ferð um landið til dæmis sem stjórnmálamaður færðu ákveðna sýn og þu hittir ákveðið fólk. Svo ferðu sem forsetaframbjóðandi og hittir annað fólk sem hefur aðra hluti að segja þér. Þannig að það var í fyrsta lagi mjög gefandi. Ég var auðvitað grautfúl að tapa þessum kosningum. Ég fór í þetta til að vinna, að sjálfsögðu," sagði Katrín Jakobsdóttir. Í Samtalinu ræddi hún einnig meðal annars hvað hún væri með á prjónunum þessa dagana. Það væru nokkur bretti með skjölum frá henni á Þjóðskjalasafninu sem hún væri að grúska í og útilokaði ekki að gefa út endurminningar sínar. Hér má sjá Samtalið í heild sinni: Klippa: Samtalið með Heimi Má: Katrín Jakobsdóttir
Samtalið Forsetakosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. 16. nóvember 2024 08:02 Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður Pírata er sannfærð um að hreyfingunni takist að koma fulltrúum á þing þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum að undanförnu. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún Pírata stefna að því að komast í ríkisstjórn en muni þó ekki mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. 7. nóvember 2024 16:28 Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. 2. nóvember 2024 08:02 Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02 Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02 Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02 Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01
Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03
Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. 16. nóvember 2024 08:02
Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður Pírata er sannfærð um að hreyfingunni takist að koma fulltrúum á þing þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum að undanförnu. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún Pírata stefna að því að komast í ríkisstjórn en muni þó ekki mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. 7. nóvember 2024 16:28
Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. 2. nóvember 2024 08:02
Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02
Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02
Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02
Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00
Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01
Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01