„Ég get líklegast trúað þessu núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2024 07:03 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur átt frábært ár. Hún hefur margbætt Íslands- og Norðurlandamet sín, orðið Evrópumeistari í sínum aldrusflokki og komist í hóp fjögurra bestu á HM. @eyglo_fanndal „Fjórða best í heimi. Ég trúi því ekki að ég sé að segja þessa setningu upphátt,“ skrifaði lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir á miðla sína eftir frábæran árangur sinn á heimsmeistaramótinu í gær. Hún setti tvö Íslandsmet á mótinu og var aðeins einu sæti frá verðlaunapallinum í sínum flokki. Eygló lyfti 107 kílóum í snörun og 132 kílóum í jafnhendingu en það er samanlagt 239 kíló. Þetta var bæting á Íslands- og Norðurlandametinu í -71 kílóa flokki kvenna um tvö kíló. „Mér fannst svolítið eins og ég væri að villa á mér heimildir í aðdraganda keppninnar. Ég sagði það meira að segja í viðtali fyrir nokkrum dögum að markmið mitt á mótinu væri að trúa því fyrir alvöru að ég hætti heima í A-hópnum á heimsmeistaramótum,“ skrifaði Eygló. „Ég get líklegast trúað þessu núna,“ bætti hún við með upphrópunarmerki fyrir aftan. „Ég hugsaði mér sjálfri mér að það yrði klikkað að komast í hóp þeirra tíu bestu og fjórða sætið er því algjörlega fáránlegt í mínum augum. Ég tel að lærdómurinn í þessu fyrir mig sé að hætta að efast um sjálfa mig. Hætta að draga úr öllu og byrja bara að láta mig dreyma enn stærra,“ skrifaði Eygló. „Þetta var svo skemmtileg keppni. Ég skemmti mér konunglega og er svo spennt fyrir því sem bíður í framtíðinni,“ skrifaði Eygló. Hún þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn og fallegar kveðjur. „Það skiptir öllu máli fyrir mig,“ skrifaði Eygló og sendi líka þakkarkveðju til þjálfara síns. „Besti þjálfarinn Ingi Gunnar,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Sjá meira
Hún setti tvö Íslandsmet á mótinu og var aðeins einu sæti frá verðlaunapallinum í sínum flokki. Eygló lyfti 107 kílóum í snörun og 132 kílóum í jafnhendingu en það er samanlagt 239 kíló. Þetta var bæting á Íslands- og Norðurlandametinu í -71 kílóa flokki kvenna um tvö kíló. „Mér fannst svolítið eins og ég væri að villa á mér heimildir í aðdraganda keppninnar. Ég sagði það meira að segja í viðtali fyrir nokkrum dögum að markmið mitt á mótinu væri að trúa því fyrir alvöru að ég hætti heima í A-hópnum á heimsmeistaramótum,“ skrifaði Eygló. „Ég get líklegast trúað þessu núna,“ bætti hún við með upphrópunarmerki fyrir aftan. „Ég hugsaði mér sjálfri mér að það yrði klikkað að komast í hóp þeirra tíu bestu og fjórða sætið er því algjörlega fáránlegt í mínum augum. Ég tel að lærdómurinn í þessu fyrir mig sé að hætta að efast um sjálfa mig. Hætta að draga úr öllu og byrja bara að láta mig dreyma enn stærra,“ skrifaði Eygló. „Þetta var svo skemmtileg keppni. Ég skemmti mér konunglega og er svo spennt fyrir því sem bíður í framtíðinni,“ skrifaði Eygló. Hún þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn og fallegar kveðjur. „Það skiptir öllu máli fyrir mig,“ skrifaði Eygló og sendi líka þakkarkveðju til þjálfara síns. „Besti þjálfarinn Ingi Gunnar,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Sjá meira