Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Árni Sæberg skrifar 13. desember 2024 10:57 Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra, í það minnsta þessa stundina. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að sér þætti skemmtilegt að sitja í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur flokkum“. Þar vísar hann til Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem funda nú stíft um myndun ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman til fundar á Hverfisgötu í morgun en ekki er loku fyrir það skotið að fundurinn verði sá síðasti hjá stjórninni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur látið hafa eftir sér að hún sé vongóð og stjórnarmyndun fyrir áramót. Verði af því verður Bjarni áfram eini forsætisráðherrann í sem flytur ekki áramótaávarp í Ríkisútvarpinu, síðan forsætisráðherrar hófu að gera það. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Bjarna að loknum fundi. Það kom frétt í gær um að stjórn yrði jafnvel mynduð um helgina, heldur þú að þetta verði síðasti fundur þessarar starfsstjórnar? „Ég veit ekkert um það. Sagan geymir alls konar dæmi um það hvernig svona hlutir geta þróast. Við skulum bara sjá til, við fundum bara þegar þörf krefur og höfum verið að funda einu sinni í viku núna,“ segir Bjarni glaður í bragði. Tekur því rólega á næstunni Bjarni segist munu taka því rólega á næstunni, jólafrí sé framundan og framhaldið ráðist af því hvernig úr stjórnarmyndunarviðræðunum spilast. „Ef fram heldur sem horfir, að það verði mynduð hérna ný ríkisstjórn, þá fer ég bara inn í jólin eins og aðrir Íslendingar og ætla að koma síðan ferskur inn í nýtt ár.“ Tilbúinn að leiða flokkinn í stjórnarandstöðu Bjarni segist tilbúinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu ef til þess kemur. Sjálfstæðismenn koma saman á landsfundi í febrúar og því hefur verið velt upp að líklega taki nýr formaður við, ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst ekki í ríkisstjórn. Þannig að þú ert tilbúinn að leiða flokkinn í stjórnarandstöðu, allavega fyrstu mánuðina í það minnsta? „Ég held að það væri mjög gaman að gera það. Það væri mjög gaman að sitja í stjórnarandstöðu gegn þessum þremur flokkum og halda þeim við efnið á næstu árum. Það væri mjög skemmtilegt verkefni.“ Væri það krefjandi verkefni? „Ég held að það væri fyrst og fremst gaman. Það er auðvitað krefjandi að standa sig í vinnunni fyrir landsmenn sem hafa veitt manni stuðning. Það er alltaf krefjandi en mikil sóknarfæri líka. Ef það verður okkar hlutskipti núna á þessu kjörtímabili sem er nýhafið, að vera í stjórnarandstöðu, þá munum við gera það allra besta úr því.“ Landsmenn verði miður sín Þá segir Bjarni að hann geri ráð fyrir því að fólk muni sakna hans og Sjálfstæðisflokksins verði af myndun Valkyrjustjórnarinnar svokölluðu. „Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Ég get rétt ímyndað mér að það verði erfitt fyrir marga.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman til fundar á Hverfisgötu í morgun en ekki er loku fyrir það skotið að fundurinn verði sá síðasti hjá stjórninni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur látið hafa eftir sér að hún sé vongóð og stjórnarmyndun fyrir áramót. Verði af því verður Bjarni áfram eini forsætisráðherrann í sem flytur ekki áramótaávarp í Ríkisútvarpinu, síðan forsætisráðherrar hófu að gera það. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Bjarna að loknum fundi. Það kom frétt í gær um að stjórn yrði jafnvel mynduð um helgina, heldur þú að þetta verði síðasti fundur þessarar starfsstjórnar? „Ég veit ekkert um það. Sagan geymir alls konar dæmi um það hvernig svona hlutir geta þróast. Við skulum bara sjá til, við fundum bara þegar þörf krefur og höfum verið að funda einu sinni í viku núna,“ segir Bjarni glaður í bragði. Tekur því rólega á næstunni Bjarni segist munu taka því rólega á næstunni, jólafrí sé framundan og framhaldið ráðist af því hvernig úr stjórnarmyndunarviðræðunum spilast. „Ef fram heldur sem horfir, að það verði mynduð hérna ný ríkisstjórn, þá fer ég bara inn í jólin eins og aðrir Íslendingar og ætla að koma síðan ferskur inn í nýtt ár.“ Tilbúinn að leiða flokkinn í stjórnarandstöðu Bjarni segist tilbúinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu ef til þess kemur. Sjálfstæðismenn koma saman á landsfundi í febrúar og því hefur verið velt upp að líklega taki nýr formaður við, ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst ekki í ríkisstjórn. Þannig að þú ert tilbúinn að leiða flokkinn í stjórnarandstöðu, allavega fyrstu mánuðina í það minnsta? „Ég held að það væri mjög gaman að gera það. Það væri mjög gaman að sitja í stjórnarandstöðu gegn þessum þremur flokkum og halda þeim við efnið á næstu árum. Það væri mjög skemmtilegt verkefni.“ Væri það krefjandi verkefni? „Ég held að það væri fyrst og fremst gaman. Það er auðvitað krefjandi að standa sig í vinnunni fyrir landsmenn sem hafa veitt manni stuðning. Það er alltaf krefjandi en mikil sóknarfæri líka. Ef það verður okkar hlutskipti núna á þessu kjörtímabili sem er nýhafið, að vera í stjórnarandstöðu, þá munum við gera það allra besta úr því.“ Landsmenn verði miður sín Þá segir Bjarni að hann geri ráð fyrir því að fólk muni sakna hans og Sjálfstæðisflokksins verði af myndun Valkyrjustjórnarinnar svokölluðu. „Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Ég get rétt ímyndað mér að það verði erfitt fyrir marga.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira