Sport

Sveit Ís­lands sló átta ára gamalt met

Sindri Sverrisson skrifar
Boðsundssveit Íslands á HM í Búdapest: Guðmundur Leó Rafnsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Símon Elías Statkevicius.
Boðsundssveit Íslands á HM í Búdapest: Guðmundur Leó Rafnsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Símon Elías Statkevicius. Sundsamband Íslands

Nýtt Íslandsmet var sett í 4x50 metra skriðsundi í dag á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem nú stendur yfir í Búdapest.

Sveit Íslands skipuðu þau Símon Elías Statkevicius, Guðmundur Leó Rafnsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir sem syntu á 1:34,12 og bættu tímann um tæpar tvær sekúndur og urðu í 19. sæti. Gamla metið var átta ára gamalt sett á HM árið 2016.

Fleiri Íslendingar voru á ferð í lauginni í dag.

Einar Margeir Ágústson synti 200m bringusund á tímanum 2:09,97 og varð í 27. sæti þegar hann bætti tíma sinn síðan á ÍM25 í nóvember en þá synti hann á 2:10,52.

Birnir Freyr Hálfdánarson synti 100m flugsund á 53,41 og varð í 51 sæti. Íslandsmetið hans í greininni er 52,51 sem hann setti á ÍM25 í nóvember.

Mótið heldur áfram á morgun þar sem þau Jóhanna Elín og Símon Elías synda 50m skriðsund, Snorri Dagur syndir 50 metra bringusund og blönduð boðsundsveit tekur þátt í 4x100 metra skriðsundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×