Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 14:16 Íslenska landsliðið mætti Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í tveimur leikjum ytra í lok október, og tapaði báðum 3-1. Getty/Michael Wade Kvennalandslið Íslands í fótbolta færðist niður um eitt sæti á nýjasta heimslista FIFA sem gefinn var út í dag. Ísland situr nú í 14. sæti á listanum yfir bestu landslið heims eftir að hafa náð sínu besta sæti á síðasta lista með því að vera í 13. sætinu. Á meðan að margar sterkar Evrópuþjóðir hafa á síðustu mánuðum verið að spila í umspili um að komast á EM í Sviss næsta sumar, þá tryggði Ísland sér farseðilinn þangað með 3-0 sigri gegn Þýskalandi í júlí. Frá því að síðasti listi var gefinn út hefur Ísland því aðeins spilað vináttulandsleiki. Tveir þeirra voru við Bandaríkin vestanhafs í október og töpuðust báðir, 3-1. Bandaríkin eru efst á heimslista og fara því inn í árið 2025 sem besta landslið heims. Ísland lék svo tvo leiki á Spáni fyrir hálfum mánuði og gerði þá markalaust jafntefli við Kanada en tapaði 2-0 fyrir Danmörku. Kanada og Danmörk eru einnig fyrir ofan Ísland en Kanada er í 6. sæti og Danmörk áfram í 12. sæti, rétt fyrir ofan Ísland. Ítalía náði hins vegar að stinga sér upp fyrir Ísland, með því meðal annars að vinna Þýskaland 2-1 í vináttulandsleik og gera 1-1 jafntefli við heimsmeistara Spánar. Næstu leikir Íslands eru í Þjóðadeildinni í febrúar en Ísland er í riðli með Sviss, Frakklandi og Noregi, í A-deildinni. Frakkland er í 11. sæti heimslistans, eftir að hafa misst Holland upp fyrir sig, en Noregur er í 16. sæti og Sviss í 23. sæti. Ef aðeins er horft til Evrópuþjóða er Frakkland í 6. sæti listans, Ísland í 9. sæti, Noregur í 10. sæti og Sviss í 14. sæti. Áður en að næstu leikjum kemur þá bíða stelpurnar okkar eftir því að fá að vita á mánudaginn hverjir mótherjar liðsins verða á EM í Sviss, en dregið verður á mánudaginn. Sjá nánar: Heimslisti FIFA Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Ísland situr nú í 14. sæti á listanum yfir bestu landslið heims eftir að hafa náð sínu besta sæti á síðasta lista með því að vera í 13. sætinu. Á meðan að margar sterkar Evrópuþjóðir hafa á síðustu mánuðum verið að spila í umspili um að komast á EM í Sviss næsta sumar, þá tryggði Ísland sér farseðilinn þangað með 3-0 sigri gegn Þýskalandi í júlí. Frá því að síðasti listi var gefinn út hefur Ísland því aðeins spilað vináttulandsleiki. Tveir þeirra voru við Bandaríkin vestanhafs í október og töpuðust báðir, 3-1. Bandaríkin eru efst á heimslista og fara því inn í árið 2025 sem besta landslið heims. Ísland lék svo tvo leiki á Spáni fyrir hálfum mánuði og gerði þá markalaust jafntefli við Kanada en tapaði 2-0 fyrir Danmörku. Kanada og Danmörk eru einnig fyrir ofan Ísland en Kanada er í 6. sæti og Danmörk áfram í 12. sæti, rétt fyrir ofan Ísland. Ítalía náði hins vegar að stinga sér upp fyrir Ísland, með því meðal annars að vinna Þýskaland 2-1 í vináttulandsleik og gera 1-1 jafntefli við heimsmeistara Spánar. Næstu leikir Íslands eru í Þjóðadeildinni í febrúar en Ísland er í riðli með Sviss, Frakklandi og Noregi, í A-deildinni. Frakkland er í 11. sæti heimslistans, eftir að hafa misst Holland upp fyrir sig, en Noregur er í 16. sæti og Sviss í 23. sæti. Ef aðeins er horft til Evrópuþjóða er Frakkland í 6. sæti listans, Ísland í 9. sæti, Noregur í 10. sæti og Sviss í 14. sæti. Áður en að næstu leikjum kemur þá bíða stelpurnar okkar eftir því að fá að vita á mánudaginn hverjir mótherjar liðsins verða á EM í Sviss, en dregið verður á mánudaginn. Sjá nánar: Heimslisti FIFA
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira