Tveir voru handteknir og einn fluttur á slysadeild eftir vopnaða árás á Álfinum, krá í Breiðholti, seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að hamri hafi verið beitt við árásina.
Öll börn sem veiktust í hópsýkingu E.coli í haust eru nú útskrifuð af Landspítalanum. Enn er þó grannt fylgst með nokkrum þeirra, sem glímt hafa við erfiða fylgikvilla.
Lögregla í Noregi handtók í gær konu sem grunuð er um að hafa myrt móður sína og bróður í bænum Ski, skammt suður af Osló. Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fólkinu, sérstaklega aldraðri móðurinni.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.