Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. desember 2024 11:30 Þetta er komið gott, segir Roy Keane um samstarf Manchester United og Marcus Rashford. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og knattspyrnuspekingur, segir tíma til kominn fyrir Marcus Rashford, leikmann United, að róa á önnur mið. Rashford var skilinn eftir utan leikmannahóps United er liðið mætti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær, líkt og Alejandro Garnacho. Rúben Amorim, stjóri rauða liðsins í Manchester, virðist vera að senda með því ákveðin skilaboð til leikmannana tveggja og framtíð þeirra óljós. Roy Keane var sérfræðingur í kringum leikinn hjá Sky Sports sem sýndi hann á Bretlandi í gær en United vann leikinn 2-1 án þeirra félaga. Ákvörðunin um að skilja Rashford eftir utan hóps var þar til umræðu. „Þetta er áhugavert vegna þess að þeir hafa báðir tekið þátt í leikjunum undir stjórn Amorims til þessa. Hann hefur skoðað þá og augljóslega séð eitthvað sem honum líkar ekki, hvort sem það er eitthvað innan vallar eða utan, varðandi hugarfar eða slíkt,“ „Að skilja þá eftir utan hóps er stór ákvörðun en að einhverju leyti ekki óvænt því báðir leikmenn hafa verið slakir og honum hefur þótt nóg vera nóg,“ segir Keane. Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, var með Keane í setti og furðaði sig á stöðunni. Sagði Rashford sterkan leikmann sem hlyti að vera hægt að virkja. Þetta yrðu sorgleg endalok fyrir leikmann sem er uppalinn hjá Manchester United. Keane sammældist því að hluta en líkast til væri best fyrir leikmanninn sjálfan, eftir hegðun hans og framlag undanfarin misseri, að hann breyti til. „Þetta gæti verið endirinn. Við skulum ekki afskrifa hann alveg, þetta er einn leikur, en þetta lítur ekki vel út. Ég held að breyting myndi henta honum vel. Hann hefur verið lengi þarna og gert vel, en síðustu tvö ár hafa ekki verið góð og nálgun hans og hugarfar ekki verið gott undanfarið. Ég held það sé gott að slíta þessu samstarfi,“ segir Keane. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Jólin verða rauð í Manchesterborg Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum. 15. desember 2024 18:31 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Rashford var skilinn eftir utan leikmannahóps United er liðið mætti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær, líkt og Alejandro Garnacho. Rúben Amorim, stjóri rauða liðsins í Manchester, virðist vera að senda með því ákveðin skilaboð til leikmannana tveggja og framtíð þeirra óljós. Roy Keane var sérfræðingur í kringum leikinn hjá Sky Sports sem sýndi hann á Bretlandi í gær en United vann leikinn 2-1 án þeirra félaga. Ákvörðunin um að skilja Rashford eftir utan hóps var þar til umræðu. „Þetta er áhugavert vegna þess að þeir hafa báðir tekið þátt í leikjunum undir stjórn Amorims til þessa. Hann hefur skoðað þá og augljóslega séð eitthvað sem honum líkar ekki, hvort sem það er eitthvað innan vallar eða utan, varðandi hugarfar eða slíkt,“ „Að skilja þá eftir utan hóps er stór ákvörðun en að einhverju leyti ekki óvænt því báðir leikmenn hafa verið slakir og honum hefur þótt nóg vera nóg,“ segir Keane. Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, var með Keane í setti og furðaði sig á stöðunni. Sagði Rashford sterkan leikmann sem hlyti að vera hægt að virkja. Þetta yrðu sorgleg endalok fyrir leikmann sem er uppalinn hjá Manchester United. Keane sammældist því að hluta en líkast til væri best fyrir leikmanninn sjálfan, eftir hegðun hans og framlag undanfarin misseri, að hann breyti til. „Þetta gæti verið endirinn. Við skulum ekki afskrifa hann alveg, þetta er einn leikur, en þetta lítur ekki vel út. Ég held að breyting myndi henta honum vel. Hann hefur verið lengi þarna og gert vel, en síðustu tvö ár hafa ekki verið góð og nálgun hans og hugarfar ekki verið gott undanfarið. Ég held það sé gott að slíta þessu samstarfi,“ segir Keane. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Jólin verða rauð í Manchesterborg Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum. 15. desember 2024 18:31 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Jólin verða rauð í Manchesterborg Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum. 15. desember 2024 18:31