Krefjast þess að faðir þeirra verði úrskurðaður látinn Árni Sæberg skrifar 16. desember 2024 12:58 Leit var hætt þar sem ekki þótti forsvaranlegt að leggja björgunarmenn í hættu. Landsbjörg Börn Lúðvíks Péturssonar, sem féll í sprungu í Grindavík fyrir rétt tæpu ári, hafa krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að ákveðið verði með dómi að faðir þeirra sé talinn látinn. Í stefnu sem birt var í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi segir að börn Lúðvíks, sem eru fjögur og á aldrinum 16 til 27 ára, hafi bent á að fullvíst þyki að Lúðvík hafi fallið ofan í sprungu við Vesturhóp 29 í Grindavík 10. janúar 2024 og sé nú látinn. Lúðvík hafi starfað þann dag við jarðvegsþjöppun og við að fylla upp í sprungur í Grindavík sem þar höfðu myndast vegna jarðskjálfta. Lúðvík hafi verið við störf við á áðurnefndum stað ásamt öðrum manni sem þurft hafi að hverfa frá um stund. Þegar sá maður hafi komið aftur hafi Lúðvík verið horfinn og hafi þá sést ný sprunga á þeim stað sem Lúðvík hafði áður verið að störfum á. Leit hætt þremur sólarhringum síðar Strax hafi verið kallað eftir aðstoð björgunaraðila og hafi slökkvilið, sjúkralið, björgunarsveitir og sérsveit ríkislögreglustjóra þegar hafið leit að Lúðvík. Björgunarstörf hafi verið mjög umfangsmikil og staðið yfir í þrjá sólarhringa. Leit hafi því miður ekki borið árangur og verið hætt að morgni 13. janúar 2024. Börnin hafi kveðið leit hafa verið hætt þar sem frekari aðgerðir hafi verið taldar mjög hættulegar leitarmönnum og engar líkur verið taldar á að Lúðvík myndi finnast. Þau kveði lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa stjórnað björgunaraðgerðum og að hann hafi tekið ákvörðun um að leit skyldi hætt. Nánar um atvik, björgunarstörf og lok leitar vísi sóknaraðilar til gagna sem lögð verði fram við þingfestingu málsins. Nokkrir mánuðir í þinghald Í stefnunni segir að börnin hafi kveðist vera skylduerfingjar Lúðvíks og hafi því lögmætra hagsmuna að gæta af því að fá dómsúrlausn um að faðir þeirra skuli talinn látinn eftir að hafa verið horfinn frá 10. janúar 2024. Fyrir því stefnist hér með hverjum þeim sem telur sig geta gefið upplýsingar um dvalarstað eða afdrif Lúðvíks Péturssonar til að mæta á dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð verði í dómsal 302 í Dómhúsinu við Lækjartorg í Reykjavík 12. mars 2025, klukkan 10. Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Í stefnu sem birt var í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi segir að börn Lúðvíks, sem eru fjögur og á aldrinum 16 til 27 ára, hafi bent á að fullvíst þyki að Lúðvík hafi fallið ofan í sprungu við Vesturhóp 29 í Grindavík 10. janúar 2024 og sé nú látinn. Lúðvík hafi starfað þann dag við jarðvegsþjöppun og við að fylla upp í sprungur í Grindavík sem þar höfðu myndast vegna jarðskjálfta. Lúðvík hafi verið við störf við á áðurnefndum stað ásamt öðrum manni sem þurft hafi að hverfa frá um stund. Þegar sá maður hafi komið aftur hafi Lúðvík verið horfinn og hafi þá sést ný sprunga á þeim stað sem Lúðvík hafði áður verið að störfum á. Leit hætt þremur sólarhringum síðar Strax hafi verið kallað eftir aðstoð björgunaraðila og hafi slökkvilið, sjúkralið, björgunarsveitir og sérsveit ríkislögreglustjóra þegar hafið leit að Lúðvík. Björgunarstörf hafi verið mjög umfangsmikil og staðið yfir í þrjá sólarhringa. Leit hafi því miður ekki borið árangur og verið hætt að morgni 13. janúar 2024. Börnin hafi kveðið leit hafa verið hætt þar sem frekari aðgerðir hafi verið taldar mjög hættulegar leitarmönnum og engar líkur verið taldar á að Lúðvík myndi finnast. Þau kveði lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa stjórnað björgunaraðgerðum og að hann hafi tekið ákvörðun um að leit skyldi hætt. Nánar um atvik, björgunarstörf og lok leitar vísi sóknaraðilar til gagna sem lögð verði fram við þingfestingu málsins. Nokkrir mánuðir í þinghald Í stefnunni segir að börnin hafi kveðist vera skylduerfingjar Lúðvíks og hafi því lögmætra hagsmuna að gæta af því að fá dómsúrlausn um að faðir þeirra skuli talinn látinn eftir að hafa verið horfinn frá 10. janúar 2024. Fyrir því stefnist hér með hverjum þeim sem telur sig geta gefið upplýsingar um dvalarstað eða afdrif Lúðvíks Péturssonar til að mæta á dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð verði í dómsal 302 í Dómhúsinu við Lækjartorg í Reykjavík 12. mars 2025, klukkan 10.
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira