Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. desember 2024 19:25 Vilborg hefur tuttugu ára reynslu af hjálparstarfi. Stöð 2 Félagsráðgjafi með tuttugu ára reynslu af hjálparstarfi dáist að seiglu og útsjónarsemi sem fátækt fólk þarf að sýna um hver mánaðarmót til að lifa af. Jólin reynast þessum hópi oft erfið og aðstoðar Hjálpastarf kirkjunar hátt í fimm þúsund manns sérstaklega í desember. Hjálparstarf krikjunnar hefur um árabil aðstoðað fólk sem býr við kröpp kjör fyrir jólin. Enn er verið að taka saman endanlegan fjölda umsókna sem bárust fyrir þessi jól en þær eru á bilinu fimmtán til sautján hundruð. Á bak við þær tölur eru stórar fjölskyldur eða alls hátt í fimm þúsund manns. Fjöldi umsókna er svipaður og síðustu ár. „Það er svona tvennt sem að við verðum vör við. Það er annars vegar fólk sem að býr við mjög mikinn mínus um hver einustu mánaðarmóti sem kemur til okkar og það er þar sem húsaleigan er að taka öll launin og meira en það. Þú átt ekkert eftir. Þú átt ekki einu sinni fyrir mat eftir. Það er kannski ekki nýtt en það er svona viðvarandi og enn þá erfiðara í desember,“ segir Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Svo erum við náttúrulega líka að sjá, ég er að sjá umsóknir frá fólki, ég er búin að vera hér í tuttugu ár og ég er enn að sjá sömu fjölskyldunar sem að voru og þegar ég var að byrja. Það er fólk sem er fast á örorkubótum. Það verða engar breytingar. Þannig að það er bara fast þar og það er náttúrulega hræðilega sorglegt,“ segir hún. Húsaleiga á fimmta hundrað þúsund Hún segir dæmin sem þau sjái um stöðu fólks á leigumarkaði sláandi. „Við erum að sjá því miður húsaleigu alveg upp í fjögur hundruð og tuttugu þúsund,“ segir hún. „Það er þungur biti fyrir flesta alla launþega á landinu en fyrir fólk sem er á lágmarkslaunum er þetta náttúrulega svívirðilegur biti.“ Desembermánuður barnafjölskyldum erfiður Desembermánuður með öllum sínum útgjöldum í kringum jólin reynist þessum hópi því sérstaklega erfiður, sér í lagi barnafjölskyldum. „Ég dáist nú bara að því alltaf hjá þessum hóp sem er að koma til okkar. Bara útsjónarsemin og seiglan í fólki sem að á bara minna en ekki neitt. Ég gæti sjálf ekki sjálf ekki sýnt þessa útsjónarsemi þau gera einhvern veginn og samt að bara vera bjartsýn.“ Jól Hjálparstarf Þjóðkirkjan Húsnæðismál Fjölskyldumál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Hjálparstarf krikjunnar hefur um árabil aðstoðað fólk sem býr við kröpp kjör fyrir jólin. Enn er verið að taka saman endanlegan fjölda umsókna sem bárust fyrir þessi jól en þær eru á bilinu fimmtán til sautján hundruð. Á bak við þær tölur eru stórar fjölskyldur eða alls hátt í fimm þúsund manns. Fjöldi umsókna er svipaður og síðustu ár. „Það er svona tvennt sem að við verðum vör við. Það er annars vegar fólk sem að býr við mjög mikinn mínus um hver einustu mánaðarmóti sem kemur til okkar og það er þar sem húsaleigan er að taka öll launin og meira en það. Þú átt ekkert eftir. Þú átt ekki einu sinni fyrir mat eftir. Það er kannski ekki nýtt en það er svona viðvarandi og enn þá erfiðara í desember,“ segir Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Svo erum við náttúrulega líka að sjá, ég er að sjá umsóknir frá fólki, ég er búin að vera hér í tuttugu ár og ég er enn að sjá sömu fjölskyldunar sem að voru og þegar ég var að byrja. Það er fólk sem er fast á örorkubótum. Það verða engar breytingar. Þannig að það er bara fast þar og það er náttúrulega hræðilega sorglegt,“ segir hún. Húsaleiga á fimmta hundrað þúsund Hún segir dæmin sem þau sjái um stöðu fólks á leigumarkaði sláandi. „Við erum að sjá því miður húsaleigu alveg upp í fjögur hundruð og tuttugu þúsund,“ segir hún. „Það er þungur biti fyrir flesta alla launþega á landinu en fyrir fólk sem er á lágmarkslaunum er þetta náttúrulega svívirðilegur biti.“ Desembermánuður barnafjölskyldum erfiður Desembermánuður með öllum sínum útgjöldum í kringum jólin reynist þessum hópi því sérstaklega erfiður, sér í lagi barnafjölskyldum. „Ég dáist nú bara að því alltaf hjá þessum hóp sem er að koma til okkar. Bara útsjónarsemin og seiglan í fólki sem að á bara minna en ekki neitt. Ég gæti sjálf ekki sjálf ekki sýnt þessa útsjónarsemi þau gera einhvern veginn og samt að bara vera bjartsýn.“
Jól Hjálparstarf Þjóðkirkjan Húsnæðismál Fjölskyldumál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira