Hinn sautján ára gamli Yamal meiddist á ökkla í tapinu á móti Leganés í gær.
Hann fór af velli eftir 75 mínútur. Hann meiddist samt í fyrri hálfleik og bað þá um skiptingu. Yamal var samt ekki tekinn af velli og spilaði í hálftíma til viðbótar.
Hann verður nú frá í þrjár til fjórar vikur vegna meiðslanna. Barcelona sagði það vera niðurstöðuna eftir nákvæma rannsókn á alvarleika þeirra.
Tapleikurinn á móti Leganés varð fyrir vikið enn verri því hann kostaði Barcelona liðið líka einn sinn besta leikmann.
Ökklinn hjá Yamal var líka til vandræða í byrjun nóvember og hann missti þá af þremur leikjum Barcelona og tveimur leikjum spænska landsliðsins.
Yamal missir því af stórleiknum á móti Atlético Madrid um næstu helgi en þar mætast tvö efstu lið deildarinnar.
Það kemur sér vel að spænska deildin er á leiðinni í jólafrí eftir leikina um næstu helgi og fyrsti leikur á nýju ári er síðan á móti D-deildarliði Barbastro í bikarnum 4. janúar.
Barcelona ferðast síðan til Sádí-Arabíu til að taka þátt í spænska Ofurbikarnum en það er ólíklegt að hann verði með í þeim tveimur leikjum.
Hann gæti aftur á móti náð deildarleik á móti Getafe 18. janúar.
MEDICAL NEWS ❗️
— FC Barcelona (@FCBarcelona) December 16, 2024
The first team player Lamine Yamal received a blow to the right ankle during the game against CD Leganés on Sunday. Tests carried out on Monday have revealed that the player has a grade 1 injury to a ligament in the ankle. The player is expected to be out for 3… pic.twitter.com/IAFD0pWFSS