Lífið

Tryggðu sér sigurinn í úr­slitum Kviss á lokaspurningunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Æsispennandi lokaviðureign í beinni á Stöð 2 á laugardagskvöldið.
Æsispennandi lokaviðureign í beinni á Stöð 2 á laugardagskvöldið.

Á laugardaginn fór fram úrslitaviðureignin í Kviss þegar Valur og Fram mættust í vægast sagt spennandi viðureign.

Þau Rúnar Freyr Gíslason og Sandra Barilli voru mætt fyrir hönd Fram og Bergur Ebbi og Kristín Þóra fyrir hönd Vals.

Tvö bestu liðin á tímabilinu og því var keppnin hörð. Þátturinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 á laugardagskvöldið.

Þegar aðeins ein spurning var eftir var staðan 23-22 og allt gat gerst. Þá var spurt um fyrirbæri. Fyrirbæri sem fólk gerir og finnst um allan heim. Fyrsta skipulagða starfsemin í kringum fyrirbærið hér á landi hófst árið 1935. Um var að ræða spurningu í liðnum þrjú hint. Spurningin var það erfið að liðin þurftu bæði allar þrjár vísbendingarnar.

Hér að neðan má sjá hvaða lið vann fimmtu þáttaröðina af Kviss.

Klippa: Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.