Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 07:32 Giannis Antetokounmpo og Damian Lillard eru aðalmennirnir í Milwaukee Bucks. Getty/Ethan Miller Hver einasti leikmaður Milwaukee Bucks er rúmum 70 milljónum króna ríkari eftir að liðið vann Oklahoma City Thunder af öryggi í úrslitaleik NBA-deildarbikarsins í nótt, 97-81. Grikkinn Giannis Antetokounmpo var óumdeildur mikilvægasti maður leiksins í úrslitaleiknum, á leiktíð númer tvö í þessari keppni. Úrslitaleikurinn fór fram í Las Vegas og Antetokounmpo lagði allt undir en hann skoraði 26 stig, tók heil 19 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þá sýndi hann einnig mögnuð varnartilþrif. GIANNIS, BUCKS WIN THE #EmiratesNBACup 🏆🔥 26 PTS🔥 19 REB🔥 10 AST🔥 3 BLK🔥 2 STLThe Greek Freak put on a SHOW in Vegas! pic.twitter.com/tHDReTvS25— NBA (@NBA) December 18, 2024 Sigurinn færði leikmönnum Bucks rúmar 40 milljónir króna aukalega en leikmenn tapliðsins fengu tæplega 30 milljónir króna hver. Bucks, sem urðu NBA-meistarar árið 2021, hófu leiktíðina illa í deildinni í haust og töpuðu átta af fyrstu tíu leikjum sínum. Síðan þá hefur liðið verið á uppleið og titillinn í nótt gefur fyrirheit um að liðið ætli sér stóra hluti í vor. Um það voru leikmenn og þjálfarinn Doc Rivers sammála. „Við munum hala áfram að bæta okkur og skuldbinda okkur. Verkinu er ekki lokið,“ sagði Antetokounmpo. "We're going to improve and going to stay locked in, because the job's not done"Giannis with a message and celebration after being named #EmiratesNBACup MVP 😤😆 pic.twitter.com/NAyjGOwYqM— NBA TV (@NBATV) December 18, 2024 „Við áttum í basli í byrjun leiktíðar. En enginn hérna efast um hvað við getum gert og hvað við getum orðið, og við héldum bara áfram. Við stóðum saman og þetta er hliðarárangur þess að lið standi saman. En við eigum verk fyrir höndum,“ sagði Rivers og ljóst að menn horfa til stóra titilsins í júní. Heim frá Vegas sem betra lið Nýi NBA-deildabikarinn virðist henta Bucks en liðið hefur aðeins tapað einum af tólf leikjum sínum frá upphafi keppninnar í fyrra, gegn Indiana Pacers í undanúrslitunum í fyrra, áður en LA Lakers lönduðu fyrsta titlinum. Í ár vann Milwaukee sem sagt alla sjö leiki sína. „Þetta er frábært fyrir liðið okkar. Við erum að verða betri. Við vitum að við förum frá Vegas sem betra lið. Ég er svo stoltur af þessum hópi,“ sagði Antetokounmpo. Damian Lillard var einnig öflugur fyrir Milwaukee og skoraði 23 stig, en liðið setti niður sautján þriggja stiga skot í leiknum. Hjá Thunder var Shai Gilgeous-Alexander bestur og skoraði 21 stig en Jalen Williams skoraði 18. Liðið hafði skorað að lágmarki 99 stig í öllum leikjum tímabilsins til þessa en fann ekki þann takt gegn Milwaukee-liði í stuði. Giannis gets the REJECTION 🚫 pic.twitter.com/lnILv5oIYk— NBA TV (@NBATV) December 18, 2024 NBA Körfubolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Grikkinn Giannis Antetokounmpo var óumdeildur mikilvægasti maður leiksins í úrslitaleiknum, á leiktíð númer tvö í þessari keppni. Úrslitaleikurinn fór fram í Las Vegas og Antetokounmpo lagði allt undir en hann skoraði 26 stig, tók heil 19 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þá sýndi hann einnig mögnuð varnartilþrif. GIANNIS, BUCKS WIN THE #EmiratesNBACup 🏆🔥 26 PTS🔥 19 REB🔥 10 AST🔥 3 BLK🔥 2 STLThe Greek Freak put on a SHOW in Vegas! pic.twitter.com/tHDReTvS25— NBA (@NBA) December 18, 2024 Sigurinn færði leikmönnum Bucks rúmar 40 milljónir króna aukalega en leikmenn tapliðsins fengu tæplega 30 milljónir króna hver. Bucks, sem urðu NBA-meistarar árið 2021, hófu leiktíðina illa í deildinni í haust og töpuðu átta af fyrstu tíu leikjum sínum. Síðan þá hefur liðið verið á uppleið og titillinn í nótt gefur fyrirheit um að liðið ætli sér stóra hluti í vor. Um það voru leikmenn og þjálfarinn Doc Rivers sammála. „Við munum hala áfram að bæta okkur og skuldbinda okkur. Verkinu er ekki lokið,“ sagði Antetokounmpo. "We're going to improve and going to stay locked in, because the job's not done"Giannis with a message and celebration after being named #EmiratesNBACup MVP 😤😆 pic.twitter.com/NAyjGOwYqM— NBA TV (@NBATV) December 18, 2024 „Við áttum í basli í byrjun leiktíðar. En enginn hérna efast um hvað við getum gert og hvað við getum orðið, og við héldum bara áfram. Við stóðum saman og þetta er hliðarárangur þess að lið standi saman. En við eigum verk fyrir höndum,“ sagði Rivers og ljóst að menn horfa til stóra titilsins í júní. Heim frá Vegas sem betra lið Nýi NBA-deildabikarinn virðist henta Bucks en liðið hefur aðeins tapað einum af tólf leikjum sínum frá upphafi keppninnar í fyrra, gegn Indiana Pacers í undanúrslitunum í fyrra, áður en LA Lakers lönduðu fyrsta titlinum. Í ár vann Milwaukee sem sagt alla sjö leiki sína. „Þetta er frábært fyrir liðið okkar. Við erum að verða betri. Við vitum að við förum frá Vegas sem betra lið. Ég er svo stoltur af þessum hópi,“ sagði Antetokounmpo. Damian Lillard var einnig öflugur fyrir Milwaukee og skoraði 23 stig, en liðið setti niður sautján þriggja stiga skot í leiknum. Hjá Thunder var Shai Gilgeous-Alexander bestur og skoraði 21 stig en Jalen Williams skoraði 18. Liðið hafði skorað að lágmarki 99 stig í öllum leikjum tímabilsins til þessa en fann ekki þann takt gegn Milwaukee-liði í stuði. Giannis gets the REJECTION 🚫 pic.twitter.com/lnILv5oIYk— NBA TV (@NBATV) December 18, 2024
NBA Körfubolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira