Innlent

Talað um frá­leita stjórn­sýslu í hvalveiðimálinu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við áfram um nýlega útgáfu hvalveiðileyfis til Hvals hf. og hrefnuveiðimanna.

Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands talar um fráleita stjórnsýslu en bindur vonir við að ný ríkisstjórn grípi í taumana. 

Og þá heyrum við í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar en vinnu við stjórnarsáttmála væntanlegrar ríkisstjórnar verður fram haldið eftir hádegið. 

Að auki verður forstjóri HS Orku spurður út í hvernig standi á því að þar á bæ hafi rafmagn til heimila hækkað meira en hjá öðrum smásölum á raforkumarkaði.

Í íþróttunum verður síðan rætt við Þóri Hergeirsson sem var að ljúka störfum sem landsliðsþjálfari kvennaliðs Noregs sem fer yfir ferilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×