Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Jón Þór Stefánsson skrifar 18. desember 2024 16:12 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ofbeldi gegn dóttur sinni. Brot mannsins áttu sér stað árin 2020 og 2022, en fram kemur í málinu að fyrst hafi verið tilkynnt um meint heimilisofbeldi hjá fjölskyldunni árið 2008 vegna óútskýrða áverka á höfði stúlkunnar, en þá mun hún hafa verið eins eða tveggja ára gömul. Maðurinn var ákærður fyrir tvö brot. Hið fyrra átti sér stað á tveggja daga tímabili í október 2020. Þar var honum gefið að sök að beita stúlkuna, sem þá var þrettán ára, líkamlegu ofbeldi á heimili þeirra. Fyrri daginn hafi hann slegið hana ítrekað í bringuna og höfuð. Daginn eftir hafi hann pakkað fötum hennar í poka, og svo, þegar hún sat í sófa, gripið um og togað í fótlegg hennar. Fyrir vikið mun stúlkan hafa hlotið ýmsa áverka. Seinna brotið átti sér stað í febrúar 2022. Þá var manninum gefið að sök að grípa í handlegg stúlkunnar, og slá hana í höfuðið með disk. Aftur mun hún hafa hlotið ýmsa áverka. Í bréfi barnaverndar til lögreglu sem lá fyrir í málinu segir að alls lægju fyrir fimm tilkynningar um grun um heimilisofbeldi hjá fjölskyldunni. Líkt og áður segir var sú elsta frá árinu 2008, þegar stúlkan hefur verið eins eða tveggja ára gömul. Hótaði að henda fötunum Þegar maðurinn var spurður út í fyrri ákæruliðinn fyrir dómi kvaðst hann leggja áherslu á það að heimili fjölskyldunnar væri snyrtilegt. Hann hefði í umrætt skipti farið í herbergi stúlkunnar og séð föt út um allt. Honum hafi verið brugðið við þá sjón og tekið óhrein föt og pakkað saman í svartan ruslapoka, og hótað stúlkunni að hann myndi henda þeim, en stúlkan hefði stöðvað hann. Þetta hefði leitt til rifrildis þeirra á milli og þau togast á um fötin. Fyrir dómi sagði hann mögulegt að stúlkan hefði hlotið áverka vegna þessa, en síðar í skýrslunni sagði hann að hún hefði ekki hlotið áverkana í þessum átökum. Í fyrstu neitaði hann því að hafa slegið stúlkuna í bringu og höfuð, en kvaðst svo ekki muna hvort það hefði gerst. Varðandi seinni ákæruliðinn neitaði maðurinn því að hafa slegið stúlkuna í höfuðið með diski. Hann sagði þau hafa verið að rífast og að stúlkan hefði notað ljót orð og sett fingur í andlit hans. Hann sagði þau bæði hafa misst stjórn á sér. Hún hafi öskrað á hann og hann brugðist við með því að taka disk af eldhúsborðinu. Eiginkona hans og móðir stúlkunnar hafi þá gengið á milli þeirra og ýtt þeim í sundur og hann á misst diskinn. Alvarlegustu atvikin en ekki þau einu Stúlkan lýsti því fyrir dómi að í umrætt skipti hefði faðir hennar aftur komið inn í herbergi hennar með svartan ruslapoka, en í þetta skipti hafi hann sett stóran hluta af snyrtivörum hennar í pokann og farið með hann inn í eldhús. Stúlkunni leist ekki á það og elt hann og rekist utan í hann. Fyrir vikið hafi faðirinn misst jafnvægið, án þess þó að detta, reiðst mjög og tekið disk af eldhúsborðinu og lamið hana með disknum í höfuðið þannig að hann brotnaði. Síðan hafi hann tekið í handleggi hennar og dregið, og svo lamið hana mikið með krepptum hnefa í andlitið og snúið upp á handlegg hennar. Á endanum hafi bróðir hennar dregið föðurinn burt. Stúlkan sagði að ákæran fjallaði um alvarlegustu atvikin sem hefðu komið upp á milli hennar og föðurins. Þó væru ekki um afmörkuð tilvik að ræða. Hún sagði föðurinn hafa tekið allar ákvarðanir á heimilinu, og enginn nema hún sem þorði að mótmæla honum. Skapaði ógnarástand á heimilinu Að mati dómsins var framburður stúlkunnar trúverðugur, en ekki framburður föðurins sem þótti fegra sinn hlut og . Hann var sakfelldur að mestu fyrir það sem hann var ákærður fyrir, en ekki þótti sannað að hann hefði gripið um fótlegg stúlkunnar líkt og lýst var í fyrri ákæruliðnum. Jafnframt þótti hann ekki vera valdur af öllum áverkum sem lýst var í ákæru. Að því sögðu er það mat dómsins að maðurinn hafi viðhaft endurtekna, lítilsvirðandi og ofbeldisfulla hegðun gagnvart dóttur sinni, yfir margra ára skeið, og skapað viðvarandi ógnarástand á heimilinu. Líkt og áður segir var maðurinn dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára. Þá er honum gert að greiða dótturinni eina milljón króna og 2,7 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Brot mannsins áttu sér stað árin 2020 og 2022, en fram kemur í málinu að fyrst hafi verið tilkynnt um meint heimilisofbeldi hjá fjölskyldunni árið 2008 vegna óútskýrða áverka á höfði stúlkunnar, en þá mun hún hafa verið eins eða tveggja ára gömul. Maðurinn var ákærður fyrir tvö brot. Hið fyrra átti sér stað á tveggja daga tímabili í október 2020. Þar var honum gefið að sök að beita stúlkuna, sem þá var þrettán ára, líkamlegu ofbeldi á heimili þeirra. Fyrri daginn hafi hann slegið hana ítrekað í bringuna og höfuð. Daginn eftir hafi hann pakkað fötum hennar í poka, og svo, þegar hún sat í sófa, gripið um og togað í fótlegg hennar. Fyrir vikið mun stúlkan hafa hlotið ýmsa áverka. Seinna brotið átti sér stað í febrúar 2022. Þá var manninum gefið að sök að grípa í handlegg stúlkunnar, og slá hana í höfuðið með disk. Aftur mun hún hafa hlotið ýmsa áverka. Í bréfi barnaverndar til lögreglu sem lá fyrir í málinu segir að alls lægju fyrir fimm tilkynningar um grun um heimilisofbeldi hjá fjölskyldunni. Líkt og áður segir var sú elsta frá árinu 2008, þegar stúlkan hefur verið eins eða tveggja ára gömul. Hótaði að henda fötunum Þegar maðurinn var spurður út í fyrri ákæruliðinn fyrir dómi kvaðst hann leggja áherslu á það að heimili fjölskyldunnar væri snyrtilegt. Hann hefði í umrætt skipti farið í herbergi stúlkunnar og séð föt út um allt. Honum hafi verið brugðið við þá sjón og tekið óhrein föt og pakkað saman í svartan ruslapoka, og hótað stúlkunni að hann myndi henda þeim, en stúlkan hefði stöðvað hann. Þetta hefði leitt til rifrildis þeirra á milli og þau togast á um fötin. Fyrir dómi sagði hann mögulegt að stúlkan hefði hlotið áverka vegna þessa, en síðar í skýrslunni sagði hann að hún hefði ekki hlotið áverkana í þessum átökum. Í fyrstu neitaði hann því að hafa slegið stúlkuna í bringu og höfuð, en kvaðst svo ekki muna hvort það hefði gerst. Varðandi seinni ákæruliðinn neitaði maðurinn því að hafa slegið stúlkuna í höfuðið með diski. Hann sagði þau hafa verið að rífast og að stúlkan hefði notað ljót orð og sett fingur í andlit hans. Hann sagði þau bæði hafa misst stjórn á sér. Hún hafi öskrað á hann og hann brugðist við með því að taka disk af eldhúsborðinu. Eiginkona hans og móðir stúlkunnar hafi þá gengið á milli þeirra og ýtt þeim í sundur og hann á misst diskinn. Alvarlegustu atvikin en ekki þau einu Stúlkan lýsti því fyrir dómi að í umrætt skipti hefði faðir hennar aftur komið inn í herbergi hennar með svartan ruslapoka, en í þetta skipti hafi hann sett stóran hluta af snyrtivörum hennar í pokann og farið með hann inn í eldhús. Stúlkunni leist ekki á það og elt hann og rekist utan í hann. Fyrir vikið hafi faðirinn misst jafnvægið, án þess þó að detta, reiðst mjög og tekið disk af eldhúsborðinu og lamið hana með disknum í höfuðið þannig að hann brotnaði. Síðan hafi hann tekið í handleggi hennar og dregið, og svo lamið hana mikið með krepptum hnefa í andlitið og snúið upp á handlegg hennar. Á endanum hafi bróðir hennar dregið föðurinn burt. Stúlkan sagði að ákæran fjallaði um alvarlegustu atvikin sem hefðu komið upp á milli hennar og föðurins. Þó væru ekki um afmörkuð tilvik að ræða. Hún sagði föðurinn hafa tekið allar ákvarðanir á heimilinu, og enginn nema hún sem þorði að mótmæla honum. Skapaði ógnarástand á heimilinu Að mati dómsins var framburður stúlkunnar trúverðugur, en ekki framburður föðurins sem þótti fegra sinn hlut og . Hann var sakfelldur að mestu fyrir það sem hann var ákærður fyrir, en ekki þótti sannað að hann hefði gripið um fótlegg stúlkunnar líkt og lýst var í fyrri ákæruliðnum. Jafnframt þótti hann ekki vera valdur af öllum áverkum sem lýst var í ákæru. Að því sögðu er það mat dómsins að maðurinn hafi viðhaft endurtekna, lítilsvirðandi og ofbeldisfulla hegðun gagnvart dóttur sinni, yfir margra ára skeið, og skapað viðvarandi ógnarástand á heimilinu. Líkt og áður segir var maðurinn dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára. Þá er honum gert að greiða dótturinni eina milljón króna og 2,7 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent