Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Lovísa Arnardóttir skrifar 18. desember 2024 17:47 Stjórn Fangavarðafélags Íslands skorar á stjórnvöld að skera ekki meira niður til Fangelsismálastofnunar. Vísir/Arnar Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. Þau segja hagræðinguna líklega valda því að ekki verði hægt að boða einstaklinga í afplánun og að líklegt sé að dómar muni fyrnast. Greint var frá því fyrr í dag að skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar yrðu ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem voru kynntar starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri sagði ástæðuna fyrir þessu tug milljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. Í yfirlýsingu Fangavarðafélags Íslands segir að frá árinu 2009 hafi fjármagn til Fangelsismálastofnunar verið skorið niður árlega. Það sé löngu ljóst að niðurskurðurinn komi niður á lögbundinni starfsemi stofnunarinnar. Einu fangelsi hafi verið lokað og að í fyrra hafi verið veitt sérstakt fjármagn úr ríkissjóði til Fangelsismálastofnunar vegna niðurskurðar fyrri ára. Fimm og hálft stöðugildi Félagið segir að í núverandi hagræðingartillögum sé lagt til að fangavörðum verði fækkað um það sem jafngildir fimm og hálfu stöðugildi. Það muni skerða starf og öryggi í fangelsunum og þjónustuna við þau sem afplána innan þeirra. „FVFÍ hefur í nokkur ár bent á alvarlega misbresti í aðbúnaði og öryggismálum í fangelsiskerfinu sem hafi náð hámæli á liðnu ári. Skýtur það óneitanlega skökku við að ætla að skera enn meira niður í kerfi sem er búið að þola viðvarandi undirmönnum, bresti í öryggismálum, þjálfunarmálum og óviðunandi aðbúnað starfsfólks áraraðir. Mun tilvonandi fækkun í liði fangavarða einungis auka álagið enn meir á það starfsfólk sem eftir stendur og er það nú þegar komið að þolmörkum. Ætla má að tilvonandi niðurskurður gera Fangelsismálastofnun enn erfiðara fyrir að þjóna sínum tilgangi gagnvart samfélaginu sem er að fullnusta fangelsisdóma,“ segir í yfirlýsingunni. Dómar muni fyrnast Þá segir að þetta þýði einnig að hætt verði að boða nýja fanga í afplánun á boðunarlista vegna fjárskorts. „Langur biðlisti er til staðar af einstaklingum sem bíða eftir að hefja afplánun vegna viðvarandi plássleysis í fangelsum og líkur eru á að margir fangelsisdómar fyrnist,“ segir í yfirlýsingunni. Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Dómsmál Tengdar fréttir Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Starfshópur sjö ráðuneyta leggur til að byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni fyrir einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hættulegir eftir afplánun, ósakhæfir eða talið að refsing beri engan árangur. 13. desember 2024 17:17 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Þau segja hagræðinguna líklega valda því að ekki verði hægt að boða einstaklinga í afplánun og að líklegt sé að dómar muni fyrnast. Greint var frá því fyrr í dag að skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar yrðu ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem voru kynntar starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri sagði ástæðuna fyrir þessu tug milljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. Í yfirlýsingu Fangavarðafélags Íslands segir að frá árinu 2009 hafi fjármagn til Fangelsismálastofnunar verið skorið niður árlega. Það sé löngu ljóst að niðurskurðurinn komi niður á lögbundinni starfsemi stofnunarinnar. Einu fangelsi hafi verið lokað og að í fyrra hafi verið veitt sérstakt fjármagn úr ríkissjóði til Fangelsismálastofnunar vegna niðurskurðar fyrri ára. Fimm og hálft stöðugildi Félagið segir að í núverandi hagræðingartillögum sé lagt til að fangavörðum verði fækkað um það sem jafngildir fimm og hálfu stöðugildi. Það muni skerða starf og öryggi í fangelsunum og þjónustuna við þau sem afplána innan þeirra. „FVFÍ hefur í nokkur ár bent á alvarlega misbresti í aðbúnaði og öryggismálum í fangelsiskerfinu sem hafi náð hámæli á liðnu ári. Skýtur það óneitanlega skökku við að ætla að skera enn meira niður í kerfi sem er búið að þola viðvarandi undirmönnum, bresti í öryggismálum, þjálfunarmálum og óviðunandi aðbúnað starfsfólks áraraðir. Mun tilvonandi fækkun í liði fangavarða einungis auka álagið enn meir á það starfsfólk sem eftir stendur og er það nú þegar komið að þolmörkum. Ætla má að tilvonandi niðurskurður gera Fangelsismálastofnun enn erfiðara fyrir að þjóna sínum tilgangi gagnvart samfélaginu sem er að fullnusta fangelsisdóma,“ segir í yfirlýsingunni. Dómar muni fyrnast Þá segir að þetta þýði einnig að hætt verði að boða nýja fanga í afplánun á boðunarlista vegna fjárskorts. „Langur biðlisti er til staðar af einstaklingum sem bíða eftir að hefja afplánun vegna viðvarandi plássleysis í fangelsum og líkur eru á að margir fangelsisdómar fyrnist,“ segir í yfirlýsingunni.
Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Dómsmál Tengdar fréttir Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Starfshópur sjö ráðuneyta leggur til að byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni fyrir einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hættulegir eftir afplánun, ósakhæfir eða talið að refsing beri engan árangur. 13. desember 2024 17:17 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Starfshópur sjö ráðuneyta leggur til að byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni fyrir einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hættulegir eftir afplánun, ósakhæfir eða talið að refsing beri engan árangur. 13. desember 2024 17:17