Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Lovísa Arnardóttir skrifar 18. desember 2024 22:31 Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs vill ekkert segja um verðmiðann en segir verðið ekki hátt. Vísir/Vilhelm Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs segist hafa verið í viðræðum við Heimildina í um hálft ár um yfirtöku á Mannlífi. Hann segir kaupverðið ekki hátt en vill ekki gefa það upp. Persónulega telji hann tímabært að hætta í blaðamennsku. „Ég get ekkert sagt um verðið, en það er ekki hátt. Eigendur Mannlífs eru líka hluthafar í Heimildinni þannig ávinningur okkar er líka að styrkja það concept. Þannig er hugsunin. Mín hugsun er svo bara að losna frá þessu. Þetta er orðið gott í bili,“ segir Reynir í samtali við fréttastofu um kaupin. Hann hafi verið að reyna að losa sig frá rekstrinum í um ár. Það sé tímabært að hætta sem blaðamaður. Það taki önnur verkefni við. „Ég hef nóg að gera. Ég er með verkefni fyrir Ferðafélagið, er með podköstin. Hitt er orðið slítandi og erfitt. Ég er eiginlega komin með nóg. Þetta er búið að vera gaman og það er fínt að hætta á þessum tímapunkti.“ Fjallað hefur verið um kaupin á Vísi í dag en tveir stjórnarmeðlimir, Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson eru hættir í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út fjölmiðilinn Heimildina vegna yfirvofandi kaupa. Reynir segir í færslu um kaupin á Facebook að yfirtaka Sameinaða útgáfufélagsins hafi ekki í för með sér breytingar á eignarhaldi á Heimildinni. Hann verði áfram hluthafi og muni rækja sínar skyldur. Þá segir hann einnig að það hafi verið markmið eigenda Mannlífs í viðræðunum að tryggja starfsfólki áframhaldandi starf. Hann segir í samtali við fréttastofu að um fjórir hafi verið starfandi hjá Mannlífi síðustu misseri og að tveir þeirra muni flytjast yfir til Sameinaða útgáfufélagsins. „Ég hlakka mikið til að vera frjáls maður aftur,“ segir hann að lokum. Fjölskylduviðskipti Heimildin varð til í árslok 2022 við sameiningu Stundarinnar og Kjarnans og hefur því starfað í um tvö ár. Reksturinn hefur gengið ágætlega en óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu innan hluthafahópsins með fyrirhuguð kaup á Mannlífi. Elín Guðrún Ragnarsdóttir, stjórnarformaður Sameinaða útgáfufélagsins, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að viðræður hafi átt sér stað síðan í vor. Hún vonaðist til þess að gengið verði frá kaupunum fyrir áramót. Mannlíf yrði þá gefið út sem auglýsingadrifinn vefmiðill en með aðra ritstjórnarstefnu en hann hefur verið þekktur fyrir hingað til. Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri Heimildarinnar og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir eiginkona hans ritstjóri. Ekki verður þó af fjölskyldusameiningu þótt kalla mætti viðskiptin fjölskylduviðskipti þar sem Jón Trausti er sonur Reynis Traustasonar. Fjölmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Helgi hættur á Heimildinni Helgi Seljan er einhver þekktasti blaðamaður landsins, margverðlaunaður en hann hefur staðið í ströngu nú í tuttugu ár við að fjalla um stærstu mál samtímans. Nú er það búið. Í bili að minnsta kosti. Helgi hefur ákveðið að henda blaðamannahatti sínum inn í skáp og horfir jafnvel til hafs. 18. október 2024 15:41 Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19 Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Atli Viðar Þorsteinsson, betur þekktur sem plötusnúðurinn Atli kanill, fagnar sigri í minningargreinarmáli sínu gegn Reyni Traustasyni ritstjóra Mannlífs. Hann upplýsir að Reynir ætli ekki að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. 4. desember 2024 16:51 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
„Ég get ekkert sagt um verðið, en það er ekki hátt. Eigendur Mannlífs eru líka hluthafar í Heimildinni þannig ávinningur okkar er líka að styrkja það concept. Þannig er hugsunin. Mín hugsun er svo bara að losna frá þessu. Þetta er orðið gott í bili,“ segir Reynir í samtali við fréttastofu um kaupin. Hann hafi verið að reyna að losa sig frá rekstrinum í um ár. Það sé tímabært að hætta sem blaðamaður. Það taki önnur verkefni við. „Ég hef nóg að gera. Ég er með verkefni fyrir Ferðafélagið, er með podköstin. Hitt er orðið slítandi og erfitt. Ég er eiginlega komin með nóg. Þetta er búið að vera gaman og það er fínt að hætta á þessum tímapunkti.“ Fjallað hefur verið um kaupin á Vísi í dag en tveir stjórnarmeðlimir, Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson eru hættir í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út fjölmiðilinn Heimildina vegna yfirvofandi kaupa. Reynir segir í færslu um kaupin á Facebook að yfirtaka Sameinaða útgáfufélagsins hafi ekki í för með sér breytingar á eignarhaldi á Heimildinni. Hann verði áfram hluthafi og muni rækja sínar skyldur. Þá segir hann einnig að það hafi verið markmið eigenda Mannlífs í viðræðunum að tryggja starfsfólki áframhaldandi starf. Hann segir í samtali við fréttastofu að um fjórir hafi verið starfandi hjá Mannlífi síðustu misseri og að tveir þeirra muni flytjast yfir til Sameinaða útgáfufélagsins. „Ég hlakka mikið til að vera frjáls maður aftur,“ segir hann að lokum. Fjölskylduviðskipti Heimildin varð til í árslok 2022 við sameiningu Stundarinnar og Kjarnans og hefur því starfað í um tvö ár. Reksturinn hefur gengið ágætlega en óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu innan hluthafahópsins með fyrirhuguð kaup á Mannlífi. Elín Guðrún Ragnarsdóttir, stjórnarformaður Sameinaða útgáfufélagsins, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að viðræður hafi átt sér stað síðan í vor. Hún vonaðist til þess að gengið verði frá kaupunum fyrir áramót. Mannlíf yrði þá gefið út sem auglýsingadrifinn vefmiðill en með aðra ritstjórnarstefnu en hann hefur verið þekktur fyrir hingað til. Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri Heimildarinnar og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir eiginkona hans ritstjóri. Ekki verður þó af fjölskyldusameiningu þótt kalla mætti viðskiptin fjölskylduviðskipti þar sem Jón Trausti er sonur Reynis Traustasonar.
Fjölmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Helgi hættur á Heimildinni Helgi Seljan er einhver þekktasti blaðamaður landsins, margverðlaunaður en hann hefur staðið í ströngu nú í tuttugu ár við að fjalla um stærstu mál samtímans. Nú er það búið. Í bili að minnsta kosti. Helgi hefur ákveðið að henda blaðamannahatti sínum inn í skáp og horfir jafnvel til hafs. 18. október 2024 15:41 Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19 Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Atli Viðar Þorsteinsson, betur þekktur sem plötusnúðurinn Atli kanill, fagnar sigri í minningargreinarmáli sínu gegn Reyni Traustasyni ritstjóra Mannlífs. Hann upplýsir að Reynir ætli ekki að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. 4. desember 2024 16:51 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Helgi hættur á Heimildinni Helgi Seljan er einhver þekktasti blaðamaður landsins, margverðlaunaður en hann hefur staðið í ströngu nú í tuttugu ár við að fjalla um stærstu mál samtímans. Nú er það búið. Í bili að minnsta kosti. Helgi hefur ákveðið að henda blaðamannahatti sínum inn í skáp og horfir jafnvel til hafs. 18. október 2024 15:41
Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19
Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Atli Viðar Þorsteinsson, betur þekktur sem plötusnúðurinn Atli kanill, fagnar sigri í minningargreinarmáli sínu gegn Reyni Traustasyni ritstjóra Mannlífs. Hann upplýsir að Reynir ætli ekki að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. 4. desember 2024 16:51